Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 11
HEIMSPEKIKENNSLA SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 Bókhalds- og tölvubókhaldsnámskeið 12. jan. - 9. mars 2009 Skattskil í litlum fyrirtækjum 13. jan. - 10. feb. 2009 Námskeið í Microsoft Oce 2007 14. jan. - 11. feb. 2009 Vefsíðugerð í Microsoft Expression Web 5. feb. - 5. mars 2009 Að lesa og skilja ársreikning fyrirtækisins míns 6. feb. - 6. mars 2009 Að vera frumkvöðull og stofna fyrirtæki 3. mars - 31. mars 2009 Mannauðsstjórnun í litlum stofnunum 4. mars - 1. apríl 2009 Fjarnámskeið www.simnet.is/samvil - samvil@simnet.is - s. 553 7768 - gsm. 898 7824 Fjarkennsla.com - símenntun og ráðgjöf arkennsla.com á vorönn LANGANESBYGGÐ Vilt þú starfa með öflugu fólki í traustu og spennandi samfélagi sem er í sókn! Tónlistarkennarar! Kennara vantar við tónlistarskólann á Þórshöfn Umsóknarfrestur er til föstudagsins 19. desember nk. Í Langanesbyggð búa liðlega 500 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni nát- túru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm daga vikunnar til og frá Reykjavík um Akureyri. Upplýsingar gefa Heiðrún Óladóttir, skólastjóri í símum 468 1164 og 893 5836, heidrun@langanesbyggd.is, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í símum 468 1220 og 895 1448, bjorn@langanesbyggd.is. Eitt af því sem markað hefur Mennta- skólanum á Akureyri sérstöðu meðal íslenskra framhaldsskóla er mikil og markviss heimspekikennsla í meira en aldarfjórðung. Því vekur það nokkra furðu að í viðtali við tvo höfunda kennslubókar í heimspeki í 5. tbl. Skólavörðunnar, 2008, skuli annar þeirra, Ármann Halldórsson, staðhæfa að námsgreinin sé „einungis í boði sem valgrein í fáeinum framhaldsskólum og undir hælinn lagt hvort hún sé kennd frá önn til annar.” Ármann og félagi hans, Róbert Jack, eiga að vita betur. Fyrir þremur til fjórum árum unnu þeir við þriðja mann drög að aðalnámskrá í heimspeki fyrir menntamálaráðuneytið. Undirritaður gerði þá athugasemdir við þau drög og útlistaði stuttlega heimspekikennslu í M.A. Eitthvað virðist því minni þessara ungu heiðursmanna brigðult. Þeim til upprifjunar og öðrum til upplýsingar er rétt að fram komi að heimspeki var fyrst kennd sem valgrein í M.A. um miðjan áttunda áratug síðustu aldar þegar félagsfræðibraut skólans var komið á fót. Með nýrri skólanámskrá 1980 varð heimspeki skyldunámsgrein á brautinni, þar sem nemendum var skylt að taka tvo áfanga en sá þriðji var í boði sem valgrein brautar. Auk þess var rökfræði lengi vel kennd sem skylduáfangi á málabraut. Þetta skipulag á félagsfræðibraut hefur ekki breyst stórvægilega þrátt fyrir nýjar námskrár. Nú eru til að mynda tveir skylduáfangar kenndir samkvæmt ákvörðun skólans, HSP 103, sem er heimspekisaga og HSP 203, sem er rökfræði og vísindaheimspeki. Þeir nemendur brautarinnar sem valið hafa heimspeki sem kjörsviðsgrein bæta síðan við þriðja áfanganum, HSP 303, sem er siðfræði. Námið hefur frá upphafi tekið mið af fræðilegri nálgun enda er aðalmarkmið M.A. að búa nemendur undir háskólanám. Sá sem fyrstur hóf kennslu í heimspeki var fjölfræðingurinn Ole Lindquist. Síðan kenndu greinina Guðmundur Heiðar Frímannsson, núverandi prófessor við H.A., Kristján Kristjánsson, núverandi prófessor við H.Í. og Þórgnýr Dýrfjörð, núverandi framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Undir- ritaður hefur svo kennt heimspeki í M.A. síðan 1994. Almenn lokamarkmið heimspekinámsins eru m.a. svohljóðandi í skólanámskrá: ...að veita nemendum þekk- ingu, þjálfun og þor til að glíma á eigin spýtur við ýmis vandamál, bæði sígild og nútímaleg, á sviði þekkingarfræði, frumspeki, siðfræði, rökfræði, vísindakenninga og stjónmálaspeki. Þannig á heimspekiástundun nemenda að leggja sitt lóð á vogarskálar almennrar menntunar þeirra. Hún getur vakið upp spurningar, sáð frækornum efa, hvatt til gagnrýni, eflt færni í beitingu hugtaka, gert kleift að skilgreina, aðgreina, bera saman, setja fram tilgátur, íhuga, draga ályktanir; hún á að hjálpa nemendum að hugsa skipulega og á sjálfstæðan, gagnrýninn hátt um málefni líðandi stundar jafnt sem hin þyngri vandamál tilverunnar og þroska dómgreind þeirra. Að lokum vil ég óska þeim félögum til hamingju með nýju kennslubókina og tek undir þá skoðun þeirra að heimspekin, „móðir vísindanna” og „ást á viskunni”, þessi skipulega og þrjóskufulla viðleitni til að greiða veg skynseminnar í heiminum, eigi fullt erindi sem námsgrein í íslenskum framhaldsskólum - ef til vill nú sem aldrei fyrr. Sigurður Ólafsson Höfundur er heimspekikennari við Menntaskólann á Akureyri. Heimspeki kennd í meira en aldarfjórðung á Akureyri - athugasemd við viðtal 11

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.