Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 5
5
GESTASKRIF: DAvíÐ A. STEFÁNSSON
Lj
ós
m
yn
d
f
rá
h
öf
un
d
i
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009
Fyrir nokkrum árum fann ég námsfjölina
mína. Það gerðist seint, svona miðað við
hvað gengur og gerist hjá hinum venjulega
Íslendingi – ég eignaðist barn ungur og
stúdentsprófinu seinkaði, eftir það þvældist
ég um og vissi ekki alveg hvað ég átti af mér
að gera, kláraði eitt ár í ensku í Háskóla
Íslands en rann svo út úr því námi ... ég
var stefnulaus og átti erfitt með að ákveða
mig endanlega um námið og framtíðina.
Svolítið seinþroska á þann veginn, kannski
bráðþroska á öðrum sviðum, ef svo má
segja á vinalegan hátt um sjálfan sig í
endurliti.
Svo fæddist ákvörðunin bara einn daginn,
eins og óvæntur draumur eða vinalegur
sólargeisli undan skýjabakka – það rann upp
fyrir mér það hægfara ljós að bókmenntir,
orð og tungumál hafa alltaf átt hug minn
allan. Ég skráði mig í bókmenntafræði og
lauk þar tveimur árum til að klára blandaða
BA-gráðu með enskunáminu. Sannleikurinn
var fundinn, og svona eftir á að hyggja skil ég
ekki tregðu mína. Ég hefði átt að fatta þetta
miklu fyrr. Eins og margt annað, svo sem.
Einu sinni var ljóðið allt. Núna er það alls staðar.
Fyrir nokkrum árum fæddist líka ofangreind
setning. Og hún hringlaði í hausnum á mér
í marga mánuði áður en ég skildi hvað
blessaður ofvirkur hausinn á mér var að fara.
Setningin lét mig ekki í friði og á endanum
lét ég undan miklum félagslegum þrýstingi
innanhúss, tók mig til og skrifaði heila bók
út frá henni.
Bókin heitir Tvískinna. Það tók mig fjögur
ár að fullvinna hana og hún leit dagsins ljós
haustið 2008, svona rétt um það leyti sem
hér á landi hrundi bankakerfi, efnahagskerfi,
stjórnmálatiltrú og ofurtrú á kapítalíska
hugmyndafræði. Þegar allt var að renna
hér til fjandans og Geir bað Guð að blessa
blessað landið sótti ég 2000 eintök af
bókinni minni úr prentun, signaði mig, bað
um styrk til að selja allnokkur eintök til að
eiga fyrir prentkostnaði og dembdi mér út
í jólabókaflóðið. Þar með fór rússíbaninn
af stað fyrir alvöru og sér ekki fyrir endann
á honum á næstunni – það eru greinaskrif,
dreifing, smásala, kennsla, námskeið og
hvaðeina.
Einu sinni var ljóðið allt. Núna er það alls staðar.
Hvað þýðir þetta? Af hverju varð þessi setning
að heilli kennslubók fyrir unglinga og ungt
fólk? Af hverju fór ég þaðan yfir í auglýsingar
yfir í neyslusamfélagið? Sjálfshjálparbók fyrir
unglinga á kafi í vestrænu neyslusamfélagi?
Er það málið?
Setningin sprettur upp úr áralöngum
áhyggjum mínum af stöðu ljóðsins. Frá því
að ég fór að lesa bókmenntir og ljóð, og ekki
síst eftir að ég hóf að yrkja sjálfur, hef ég haft
í eyrunum þá setningu að ljóðið sé dautt.
Í mörg ár skildi ég ekki hvaða þus þetta
var í fólki, enda var ég meira eða minna
umkringdur ljóðelskum einstaklingum,
dekraður félagslega og menningarlega.
Síðar opnaðist skilningurinn á þessari stað-
hæfingu eins og munnvik eða morgunn, og
ég skildi að í merkingu orðsins fjölmiðill var
ljóðið dautt. Einu sinni, hugsaði ég með mér,
var ljóðið allt. Það var fréttir, afþreying, dagbók,
rifrildi, nágrannaerjur. Það var miðill. Innan
þess rúmaðist allt í heiminum.
Svo urðu til miðlarnir okkar, þessir dags
daglegu heimilisvinir sem við þekkjum svo
ógnarvel, útvarp, sjónvarp, sími, internet.
Blogg og kommentakerfi. Nýjar miðlunar-
leiðir, nýjar tjáningarleiðir, nýjar fréttaleiðir.
Og smám saman breyttist hlutverk ljóðsins.
Það breyttist, rétt eins og hlutverk
málverksins gerði þegar ljósmyndatæknin
kom til sögunnar. Þegar ljósmyndinni tókst
að fanga raunveruleikann miklu betur en
flinkasta málara varð málarinn að reyna
að fanga eitthvað annað. Til dæmis innri
gerð veruleikans, litaflæðið í náttúrunni,
angist mannlegrar tilveru, hamingju, erótík.
Föngun varð að túlkun – tungumálið fór að
miðla tilfinningu í meira mæli.
Þar fæddist hin lausa ljóðlist. Atómljóð,
abstrakt-ljóð, prósaljóð. Eftir það varð ekki
aftur snúið – ljóðið þurfti ekki lengur að
miðla ytra byrði heimsins eða því sem var
í honum fréttnæmt heldur aðeins því sem
bjó hið innra.
Eftir töluverðar vangaveltur skrifaði Tví-
skinna sig nokkurn veginn sjálf, þótt langan
tíma hafi hún vissulega tekið. Þegar upp er
staðið fjallar bókin um neyslumenninguna
og hvernig hún umlykur okkur, hvernig
við liggjum marineruð í texta–, tákna–, og
myndskilaboðum á hverjum degi og hvernig
heilinn reynir að greina allar upplýsingarnar.
Tvískinna fjallar um meðvitund og undir-
meðvitund og hvernig auglýsingar nota
ljóðræn og tvíræð skilaboð til að ná til
okkar.
Einn hvatinn á bak við bókina fólst í
þeirri hugmynd minni að ástandið væri
Brynjur
og íkveikjur
Þegar allt var að renna hér til fjandans og Geir bað Guð
að blessa blessað landið sótti ég 2000 eintök af bókinni
minni úr prentun, signaði mig, bað um styrk til að selja
allnokkur eintök til að eiga fyrir prentkostnaði og dembdi
mér út í jólabókaflóðið.
Davíð A. Stefánsson