Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 9

Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 9
ATvINNUöRYGGI KENNARA – HEILL NEMENDA 9 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 ekki heldur. Eigum við að sjá um þetta ein? Skólastjórum er sums staðar uppálagt að virkja kennara í að finna sparnaðarleiðir. En þessi virkjun fellur ekki undir hugmyndina aukið lýðræði frekar en aðrar slíkar. Hrunið var ekki kennurum að kenna og þeir hafa nóg að gera við að mennta nemendur og annast um þá. AÐ VIRÐA FRIÐARSKyLDu Á GILDISTÍMA KJARASAMNINGA Á sameiginlegum fundi stjórnar og kjararáðs KÍ þann 17. apríl sl. voru ræddar tilraunir vinnuveitenda til að lækka laun starfsfólks í skólum. Fundarmenn lýstu yfir áhyggjum sínum af því að fólki væri í einhverjum tilfellum stillt upp við vegg og þvingað til að samþykkja lækkun dagvinnulauna. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að frjálsir samn- ingar um launaskerðingu gegn samsvarandi minnkun vinnuskyldu eru í samræmi við lög og venjur og eru því á ábyrgð hvers launamanns og vinnuveitenda hans. Allar þvingandi aðgerðir af hendi vinnuveitenda sem fela í sér skerðingu á taxtalaunum með því að minnka stöðuhlutfall eða þvinga fólk í launalaust leyfi eru að mati KÍ brot á friðarskyldu og því um lögbrot að ræða. Kennarasamband Íslands væntir þess að vinnuveitendur virði þessi sjónarmið nú sem endranær. EF Þú ERT TRyGGÐuR, FÆRÐu ÞAÐ BÆTT? Segjum að kennari hafi verið beðinn um að taka sér launalaust leyfi í einn dag. Hann vill leggja sitt af mörkum til sparnaðar í kreppunni og samþykkir þetta. Það viðrar vel þennan dag og kennarinn fer upp í fjall á skíði. Hann er svo óheppinn að slasa sig alvarlega og lendir í örorku. Kennarinn er 35 ára og á lítinn rétt en hann er í A-deild í lífeyrissjóðnum og fengi að öðru jöfnu framreiknaða örorku til 65 ára aldurs, semsagt í 30 ár. En af því að hann var í launalausu leyfi daginn sem slysið átti sér stað þá fær hann ekkert. En bíðum við, slasaði kennarinn var ekki einn á ferð. Með honum í för var samstarfsmaður hans sem er talsvert eldri og borgar í B-deild sjóðsins. Sá eldri lendir líka í slysinu og svo hörmulega vill til að hann deyr. Hann lætur eftir sig maka. Hann á 64% rétt í sjóðnum og samkvæmt reglum fær maki helming þeirra réttinda, eða 32%. Auk þess fá makar ávallt 20% þannig að heildargreiðslur nema í þessu tilviki 52% af launum hins látna. En þar sem hann var í launalausu leyfi er þetta fjarri lagi. Eftirlifandi maki fær ekki tuttugu prósentin heldur einungis helming áunna réttarins, þ.e. 32%. Heyrst hafa þær raddir að auðvitað myndu vinnuveitendur koma siðlega fram við þessar aðstæður og bæta ekkjunni eða ekklinum tuttugu prósentin. En sagan sýnir okkur því miður að það er ekki svo. Síðasta dæmið er um kennara sem þurfti að fara í nokkurra ára þrautagöngu og sækja rétt sinn fyrir dómstólum eftir að nemandi hafði valdið honum örorku. Sveitarfélagið hafnaði því að það væri bótaskylt og komst á endanum upp með það. Kennarinn mátti þola óhróður á bloggsíðum fyrir að leita réttar síns. Við skulum varast „gylliboð“ um launalaus leyfi. Við skulum fara varlega í að vera auðtrúa þegar siðsemi atvinnurekenda er annars vegar. Það er hyggilegast að hafa allt á hreinu. Dæmisaga frá EJ SAMTöK KENNARA Í BJöRGuNARAÐ- GERÐuM Á nýlegum trúnaðarráðsfundi reykvískra kennara var, eins og víða, rætt um niður- skurðarhugmyndir vinnuveitenda. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir stjórnaði fundinum og sagði blaðamanni frá umræðuefninu. „Á fundinum sagði ég frá upplýsingum sem komið hafa fram í umfjöllun borgarstjóra um starfsöryggi kennara í Reykjavík. Eitt af þremur meginmarkmiðum borgarstjóra í upphafi hruns var að standa vörð um störfin. Á borgarstjórnarfundi 6. apríl sl. kom í fyrsta skipti fram skilgreining á því um hvaða störf átti að standa vörð og í máli borgarstjóra enn fremur að hægt yrði að standa vörð um störf fastráðinna starfsmanna borgarinnar. Þá var sagt að ekki yrði hægt að verja störf leiðbeinenda í grunnskólum næsta skólaár en þeir eru ráðnir til eins árs í einu á undanþágu frá menntamálaráðuneyti. Einnig kom fram að kennarar sem væru í leyfi og hygðust koma aftur til starfa væru í um sextíu stöðum. Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri taldi að um 120 kennarar væru lausráðnir við reykvíska grunnskóla skólaárið 2008-2009 og ekki hægt að gera ráð fyrir því að þeir ættu vísa stöðu næsta skólaár. FG fór þá að skoða nánar ákvæði sem kom inn í kjarasamninginn síðast- liðið vor. Félagið benti á að samkvæmt því fengju allir kennarar, sem hefðu ráðið sig til grunnskóla árið 2008, fastráðningu fjórum mánuðum eftir að þeir hæfu störf nema í þeim undantekningartilvikum þegar þeir væru ráðnir beint og skýrt í forföllum fyrir aðra. Þetta gildir auðvitað á öllu landinu. Tala Ragnars reyndist því úr lausu lofti gripin þegar upp var staðið og um langtum færri kennara er að ræða. Formaður FG brást strax við og sendi í samráði við lögfræðing KÍ út bréf til allra grunnskólakennara á landinu þar sem fram kemur að telji kennari sig fastráðinn á þeim forsendum sem kjara- samningurinn byggist á þá undirritar hann bréfið og lýsir því þar með yfir. Skömmu eftir að trúnaðarráðsfundurinn var haldinn ítrekaði borgarstjóri Reykjavíkur svo á fundi fyrri viljayfirlýsingu um að segja ekki upp fastráðnum starfsmönnum borgarinnar. Það Kennarastéttin er vakin og sofin yfir velferð nemenda og hana vantar sárlega talsmenn víðar í samfélaginu. Hvar voru þeir í aðdraganda kosninga?

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.