Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 10
10
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009
er því ljóst að reykvískir grunnskólakennarar
eiga að geta verið öruggir með störf nema
þeir séu leiðbeinendur sem sannanlega
eru með samning til eins árs eða kennarar
sem hafa ráðið sig til starfa í grunnskólum
Reykjavíkur á þeim forsendum að vera í for-
föllum fyrir einhvern annan.“
úR MINNISBLAÐI FRÁ MANNAuÐSSKRIF-
STOFu REyKJAVÍKuR 20. APRÍL
„Ljóst er að aðgerðir sem leiða til aukinnar
hagræðingar, svo sem vegna breytinga á
þjónustustigi, opnunartíma stofnana og
annars sem til þessa má jafna, geta í ein-
hverjum tilfellum leitt til ofmönnunar og
því kallað á niðurlagningu starfa. Í slíkum
tilfellum ber engu að síður að tryggja að
fastráðnu starfsfólki verði ekki sagt upp
störfum heldur verði ávallt leitað leiða til
að finna viðkomandi önnur sambærileg
störf, innan fagsviðs eða annars staðar
hjá borginni. Hagræðingaraðgerðir og
skipulagsbreytingar eiga því ekki að leiða
til uppsagnar fastráðinna starfsmanna.
Hvað varðar starfsmenn með tímabundna
ráðningu, þá eru að sjálfsögðu einnig mögu-
leikar á að leita að og finna önnur störf fyrir
þá þegar þeirra starfstíma lýkur.“
úR BRéFI SEM FG SENDI öLLuM GRuNN-
SKÓLAKENNuRuM 20. APRÍL
„Hópur 2: Þeir sem réðu sig til kennslu
í fyrsta sinn eða voru að ráða sig aftur
til starfa eftir hlé og voru EKKI að leysa
annan kennara af tímabundið. Hafi einhver
kennari sem þessar aðstæður eiga við um
fengið tilkynningu um að hann geti ekki átt
von á endurráðningu mælum við eindregið
með eftirfarandi: Fyllið út meðfylgjandi
bréf nr. 2 í viðhengi og afhendið skólastjóra.
Prentið út tvö eintök, afhendið annað og
fáið undirskrift fyrir móttöku bréfsins. Þetta
er gert til að undirstrika að tilkynning um
að starfskrafta þinna sé ekki óskað næsta
vetur er ekki nægjanleg. Á milli aðila ætti
að vera ótímabundinn ráðningarsamningur
og ef ætlunin er ekki að nýta starfskrafta
þína næsta skólaár, t.d. vegna „ástandsins“
þarf vinnuveitandinn/skólastjóri að segja
ráðningarsamningnum upp. Um það gilda
reglur um uppsagnir sbr. viðauka hér að
aftan. Útfylling og afhending þessa bréfs
er eingöngu í varúðarskyni til að tryggja
rétt þeirra sem í hlut eiga. Þessi hópur á
ekki rétt á biðlaunum, komi til uppsagnar
á ráðningarsamningi, enda er hann að ráða
sig til starfa sl. haust í fyrsta skipti eða koma
til starfa eftir hlé.“
MIÐLuM uPPLýSINGuM
Félagsmenn KÍ eru hvattir til að hafa
samband við Kennarasambandið og láta
vita um allar aðgerðir og hugmyndir um
niðurskurð á leik-, grunn-, tónlistar- og
framhaldsskólastigi. Elna Katrín Jónsdóttir
varaformaður KÍ hefur ennfremur lagt það
til að aðildarfélög Kennarasambandsins
miðli á milli sín bréfum og öðrum gögnum
sem innihalda upplýsingar er geta verið
fróðlegar og gagnlegar fyrir heildina.
ENGAR VIÐRÆÐuR OG TÆPLEGA SAM-
RÆÐuR
Á fundi stjórnar og kjararáðs KÍ þann 17. apríl
sl. sem vitnað er til framar í greininni sögðu
formenn aðildarfélaga frá stöðu mála í sínum
félögum. Hér er stutt samantekt á upplýsingum
þeirra.
Félag grunnskólakennara – Ólafur Loftsson
Enn eru engar formlegar viðræður við LN í
gangi. Hugmynd um launalaust leyfi settu
sveitarstjórnarmenn á Akureyri fram upp
á eigin spýtur. Eru sveitarstjórnir að fara á
taugum? Ef á að ræða um svona mál verða
sveitarstjórnir að vita hver hefur umboð til
þess. Er LN kannski að reyna að kaupa sér
tíma?
Skólastjórafélag Íslands – Kristinn Breið-
fjörð Guðmundsson
Leikskólinn og grunnskólinn hittu fulltrúa
Reykjavíkur á kynningarfundi fyrr á árinu.
Svo var óformlegur spjallfundur með LN.
Við höfum síðan tekist á við nokkur sveitar-
félög og haft betur, það er ekkert til sem
heitir hlutastjórnun í FL og SÍ. Við höfum
ásamt leikskólakennurum verið í sambandi
við aðila SÍS um launakjör stjórnenda í
samreknum skólum. Við höfum líka haft
afskipti af auglýstum stöðum og spurt
hvaða upplýsingar umsækjendum hafi verið
Kennari í grunnskóla í Reykjavík: „Við erum í sorg. Búið
er að segja upp lausráðnum kennurum, ungu fólki með
mikla atorku og hugmyndir. Svo er búið að flytja fleiri
kennara hreppaflutningum. Þeim hefur verið holað niður
í öðrum skólum sem voru undirmannaðir. Engu skiptir
þótt ekkert okkar sem eftir sitjum búi að sérþekkingunni
sem hvarf með þeim.“
ATvINNUöRYGGI KENNARA – HEILL NEMENDA