Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 17

Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 17
17 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 STAÐA TóNLISTARSKóLA Í nýafstöðnum kjarasamningum samn- inganefndar Launanefndar sveitarfélaga og samninganefndar tónlistarskólakenn- ara lagði Launanefndin fram sem megin- markmið sitt í samningagerð aðila „að standa vörð um atvinnuöryggi starfsmanna sveitarfélaga“. Með vísan í þetta meginmarkmið Launa- nefndar sveitarfélaga vill Félag tónlistar- skólakennara benda á mikilvægi þess, að allir starfsmenn sveitarfélaga sitji við sama borð hvað þessi mál varðar. Huga verður að atvinnuöryggi tónlistarskólakennara jafnt og annarra við þau vandasömu úrlausnarefni sem sveitarfélög standa frammi fyrir um þessar mundir. Það er ljóst að þótt rekstur tónlistarskóla falli ekki undir skyldubundin verkefni sveitar- félaga þá gegna skólarnir lykilhlutverki sem hluti af grunnþjónustu hver á sínum stað og starfsemi þeirra teygir anga sína inn á mörg svið. • Tónlistarskólarnir gegna bæði mennta- og menningarhlutverki í nærumhverfi sínu og eru eitt öflugasta tækið sem sveitarfélög hafa til að efla menningar- og listastarf- semi í samfélaginu. • Á vegum menntamálaráðuneytisins er hafin rannsókn á eðli, umfangi og áhrif- um listfræðslu á Íslandi. Niðurstöðurnar verða m.a. hafðar til hliðsjónar við endur- skoðun námskráa á öllum skólastigum. Bæði hérlendis og erlendis er vaxandi hljómgrunnur og skilningur á því gildi sem tónlistarfræðsla hefur fyrir heildstæða og góða menntun. • Mikilvægi skapandi námsgreina, menn- ingar og lista, sem hluti af okkar mennta- kerfi fer vaxandi bæði í hinu stóra sam- hengi og hinu smáa. - Breyttar þarfir samfélaga á núlíðandi öld kalla eftir auknu vægi skapandi námsgreina í menntun. - Fólk leitar í vaxandi mæli til lífsgæða sem felast í listum og menningu - ekki síst við aðstæður eins og þær sem nú ríkja í þjóðfélaginu. • Talað er um að 21. öldin verði öld skapandi atvinnugreina en eins og Ágúst Einarsson rektor við Háskólann á Bifröst hefur bent á þá eiga skapandi atvinnugreinar rætur í menningu og menningin á rætur sínar í listum. • Í þeirri þekkingu og reynslu sem tónlistar- skólar búa yfir felast tækifæri til að þróa hið almenna skólakerfi. Við viljum enn fremur vekja athygli á að tón- listarnám er langt ferli og samfella náms er þar mjög mikilvæg. Það er brýnt að nem- endur sem hafa lagt mikla vinnu, tíma og kostnað í tónlistarnám sitt þurfi ekki að hætta námi nú þótt tímabundið kreppi að. Nú skiptir sköpum fyrir sveitarfélög að skapa sér jákvæða ímynd sem laðar að bæði fólk og fjármagn. Þættir eins og menning, listir og menntun skipta miklu máli um SéRHVER SKÓLI Á AÐ VERA TÓNLISTARSKÓLI Mikilvægi skapandi námsgreina í skólastarfi fær nú aukna athygli á alþjóðavettvangi, ekki síst vegna þess að UNESCO hefur sett listir í skólastarfi á stefnuskrá sína. Þá hefur framkvæmdastjórn ESB ákveðið að 2009 verði ár sköpunar og Bretar hafa ýtt úr vör verkefninu „Sérhver skóli á að vera tónlistarskóli“ og lagt því til 332 milljónir sterlingspunda. Norrænir stjórnmálamenn hafa gert könnun á því hvaða áhrif skapandi námsgreinar, eins og leiklist og dans, hafa á líðan og árangur nemenda í bóklegum greinum. Niðurstöðurnar eru óyggjandi. „Nemendurnir sýna meiri ábyrgð í námi og framsetning þeirra á námsefninu verður betri þegar þeir eiga kost á að velja skapandi greinar. Þeir ná einnig betri árangri í móðurmáli og stærðfræði og sést það greinilega í PISA könnunum,“ segir Mogens Jensen formaður Menningar- og menntanefndar Norðurlandaráðs. „Markmiðið er ekki að allir nemendur verði listamenn. List og menning eru verðmæti sem geta aukið vellíðan og gæði náms og Norðurlönd standa sig nú þegar vel. En það er þörf á sameiginlegu átaki og samræmi milli landanna sem getur bætt árangurinn enn frekar.“ Félag tónlistarskólakennara sendi eftirfarandi ályktun til borgarstjóra og borgarstjórnar Reykjavíkur í janúar sl. hvernig sveitarfélögum tekst til við að laða til sín og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Frjótt og gagnvirkt umhverfi, þar sem nýjar hugmyndir verða til og ná að dafna, verður ekki til án skapandi einstaklinga. Við hvetjum sveitarfélög til að gæta þess að ekki verði vegið að tónlistarskólanum og því þýðingarmikla starfi sem hann stendur fyrir. Ályktun um stöðu tónlistarskólanna í landinu

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.