Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 19

Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 19
RAFIÐNIR 19 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 hvað námið sé erfitt. Þeir hafa fengið þær upplýsingar hjá ráðgjöfum í grunnskóla að nám í rafiðngreinum sé svo auðvelt að það henti flestum sem ekki hafi áhuga á menntaskólaleiðinni. Svo lenda þessi grey í erfiðum fögum eins og rafmagnsfræði og stærðfræði og komast að því að leið- beiningarnar sem þau fengu frá ráðgjafa sínum voru rangar. Það er mjög brýnt að starfsmenn grunnskóla kynni sér fög iðn- og verkmenntaskóla því röng ráð-gjöf getur kostað unglingana töluvert basl og leiðindi og leitt þau í öngstræti á fram- haldsskólastiginu. Of greindur í iðnnám? Iðnaður er öllum þjóðum mikilvægur og skiptir góð menntun á því sviði miklu máli. Það skiptir líka máli að iðnmenntun taki framförum og að skólar séu í takt við tímann. Það er þörf á heiðarlegri og opinni umræði um iðnnám. Virðing fyrir því hefur ekki risið hátt undanfarin ár og virðist sem það sé talið lélegur námskostur. Einn nemandi Raftækniskólans fékk skýr viðbrögð þegar hann tilkynnti fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hefja iðnnám. „Þú ert of greindur til að fara í iðnskóla!“ var sagt. Í þessu liggur sú meining að iðnnám sé bara fyrir síður greinda nema. Það er sem betur fer ekki almennt álit fólks. Þjóðfélag án iðnmenntunar gengur ekki upp Á það má benda að rannsóknir hafa sýnt að nám í rafiðnfögum er mjög arðbært sé reiknað út frá námstíma og tekjumögu- leikum og kemur fast á hæla lækna- og verk- fræðináms. Iðnaður er einn af hornsteinum þjóðfélagsins og verksmiðjum eins og járn- blendi og álverum er haldið gangandi af iðnaðarmönnum, svo að ekki sé minnst á hátækniiðnaðinn. Án iðnmenntunar gæti þjóðfélagið ekki gengið. Rafiðnnemar sækja gjarnan í framhaldsnám og fer mikill fjöldi þeirra í framhaldsnám bæði hérlendis og erlendis. Það er góður kostur fyrir nema í rafmagnsverkfræði að hafa góðan faglegan grunn í rafiðnfagi. Það er enginn vafi á að í rafiðnaði og rafeindatækni eru gríðarlega mörg tækifæri til atvinnusköpunar. Sprota- fyrirtæki sem risið hafa hátt sýna það og sanna að Íslendingar hafa mikla möguleika á að hasla sér völl í hátækniiðnaði. Fyrirtæki eins og Marel og Stjörnu-Oddi hafa náð langt á sínu sviði og grundvallast þeirra starfs- svið á raftækni. Komandi kynslóðir íslenskra rafiðnaðarmanna eiga mikla möguleika á að hasla sér völl í annars háþróuðu tækni- umhverfi. Valdemar Gísli Valdemarsson Höfundur er skólastjóri Raftækniskólans. Evrópumerkið/European Label árið 2009 Evrópumerkið er viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni í tungumálanámi og tungumálakennslu á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og menntamálaráðuney- tisins. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenningin verði veitt á Evrópskum tungumáladegi 26. september nk. Umsóknarfrestur um Evrópumerkið í ár er til 30. júní nk. Umsóknum er hægt að skila rafrænt til Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins á slóðinni: http://www.ask.hi.is/page/evropumerki2009 Eftirfarandi evrópsk forgangssvið verða árið 2009: Tungumál og fjölmenning1. Tungumál og viðskipti2. Forgangssviðin eru ekki bindandi Á meðfylgjandi slóð má sjá þau verkefni sem hafa verið styrkt http://www.ask.hi.is/page/evropumerki Nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Zoega á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, sími 525 5813. Netfang: rz@hi.is. www.ask.hi.is

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.