Skólavarðan - 01.04.2009, Page 22

Skólavarðan - 01.04.2009, Page 22
22 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 NÁMSGöGN Í grein eftir Rob Waring, á kennaravefsíðu háskólaútgáfu í Oxford, er fjallað ítarlega um notagildi léttlestrarbóka í tungumálanámi, þeirra á meðal frá Oxford University Press (þ.e. Oxford Bookworms Library). Höfundur spyr: Hvað eru léttlestrarbækur? og kafla-skiptir grein sinni að öðru leyti svona: Kennslu- og námsaðferðir að baki bókunum, að kynna þær fyrir nemendum, að setja upp og stjórna léttlestrarbókasafni og að lokum verkefni fyrir bækurnar. Óskar Sigurðsson hefur skrifað ítarlega umfjöllun upp úr grein Robs Warings sem birt er í heild á a4.is undir Skólinn/Fréttir en hér í útdrætti. Athygli er vakin á því að í heildar- greininni er m.a. fjallað um uppbyggingu léttletrarbókasafns, mat á lestri nemenda og fleiri þætti sem ekki eru gerð skil hér. Oft gætir fordóma í garð léttlestrarbóka (hér eftir: LB) sem náms- og kennsluefnis en þær geta þó gegnt mikilvægu hlutverki, ekki síst í tungumálanámi. Í grein sinni heldur Rob Waring því fram að: • LB séu ekki lúxus heldur mikilvægur þáttur í þróun leshæfni nemandans (sem skiptir verulegu máli fyrir nám í erlendum tungumálum). • LB styðji orðaforða og málfræðiskýr- ingar á hátt sem námsbækur gera eða geta ekki gert. • LB styðji læsi og lesöryggi nemenda sem kemur þeim að notum í prófum. • Frjáls lestur eigi að gegna lykilhlutverki í námskrá í ensku. • Hægt sé að nota LB á margvíslegan hátt og fella þær að öllum námskrám. Þá fjallar hann um: • Hvernig kennarar geta metið lestur nemenda á LB á fjölbreytilegan hátt. • Gríðarlegan ávinning nemenda af því að lesa einfaldan texta LB í samanburði við að lesa óbreyttan texta (authentic text). • Hvernig ávinningur af LB nær til annarrar tungumálahæfni, s.s. ritunar, hlustunar og tals. • Tengslin á milli LB og almenns/víðtæks lestrar (extensive Reading). • Hvernig hægt er að setja upp og stjórna LB bókasafni. Markmið léttlestrarbóka í tungumálanámi er að sögn Waring að skapa lestrarvenju með því að leiða nemandann frá einu erfiðleika- stigi til þess næsta. Til að ná því markmiði les nemandinn inntaksríkt, ánægjulegt og hvetjandi efni. LB eru skrifaðar til að gera lestur auðveldan, hvetjandi og aðgengilegan fyrir lesandann. Bækurnar eru skrifaðar fyrir ólíka aldurshópa, áhugasvið og hæfnistig þannig allir nemendur ættu að finna bók við sitt hæfi. LB eru almennt séð námsefni sem nota á utan kennslustofunnar til að nemandinn kynnist fjölbreytni hins erlenda tungumáls og tileinki sér það betur. Mikilvægt er að skilja að LB eru tíma- bundin brú yfir í erlent tungumál. Nemand- inn fer af einu þyngdarstigi yfir á það næsta þar til að hann þarf ekki lengur á ein- földuðum eða aðlöguðum texta að halda heldur getur óhindrað lesið upprunalegan texta tungumálsins. LB brúa bilið á fernan hátt: • Þróa leshæfni nemandans í erlendu máli eins og um móðurmál hans væri að ræða. • Veita tækifæri til að læra, styrkja og endurtaka tungumálið. • Setja ábyrgð lesþróunar á herðar nem- andans sjálfs. • Vekja lesöryggi og hvata til að lesa meira. Þessu er hægt að ná með LB vegna þess að: • Nemendur lesa mikið textamagn (meira en er í námsbókum). • Orðaforði og málfræði eru útskýrð eða endurtekin út frá þyngdarstigi. • Sögur eru vel skrifaðar og hvetjandi þannig að nemandinn gleymir oft að hann sé að læra. • Texti er einfaldaður á það stig þar sem nemendur ná best tökum á tungu- málinu. Ávinningur af lestri léttlestrarbóka Með lestri kynnast nemendur nýja tungu- málinu. Rannsóknir sýna að birta þarf nýtt erlent orð tíu til tuttugu sinnum, þar til það lærist. Í námsbókum eru slík orð oftast birt einu sinni eða tvisvar innan texta, síðan líður jafnvel langur tími þar til nemendur sjá orðin aftur á öðrum stað og hafa þá hugsanlega gleymt merkingu þeirra. LB endurtaka hins vegar nýju orðin í sífellu til að festa þau í minni nemandans. Lestur LB á réttu þyngdarstigi gerir nemendum því kleift að auka leshraða og leshæfni. Rannsóknir benda á tengsl milli fjölda lesinna LB og almennrar tungumálahæfni nemenda, sérstaklega er snýr að orðaforða. Þær sýna að hæfni nemenda eykst jafnframt í ritun og tjáningu og að lestur LB er almennt leshvetjandi, þróar lesvenju, skapar lesöryggi og jákvætt viðhorf til erlenda tungumálsins. Þetta á við um alla lesendur, hvar sem þeir eru á vegi staddir innan LB. Þá gerir lestur LB nemendur ábyrgari í tungumálanáminu (velja bækur, skilja texta o.s.frv.) samanborið við nemendur í kennarastýrðu enskunámi þar sem allir lesa og vinna með sama efni. Kennslu- og námsaðferðir að baki létt- lestrarbókum Afmarkaður lestur er ríkjandi aðferð í ensku- kennslu. Nemendur lesa stuttan og oft erfiðan texta, hægt og með aðstoð orða- bókar, vinna verkefni tengd textanum og svara spurningum upp úr honum. Hér er því ekki áhersla á að auka leshæfni (lesleikni). Kennarinn velur námsefnið og allir nem- endur lesa sama texta óháð getu. Hlutverk afmarkaðs lesturs er að hjálpa nemendum að byggja upp orðaforða, málfræðikunnáttu og kynna fyrir þeim námsefnið. Hugmyndin á bak við víðtækan lestur er hins vegar sú að nemandi læri með því að lesa þó nokkurt textamagn. Mestur hluti lestrar fer fram utan kennslustundarinnar. Nemendur lesa LB eftir eigin getustigi og geta valið sér bækurnar sjálfir. Hlutverk víðtæks lesturs er að kynna og endurtaka tungumálið sem nemandinn á að tileinka sér. Hann les eins og hann myndi gera á móðurmáli sínu og orðabók er helst ekki notuð. Áhersla er lögð á að lesa til að skilja inntak textans, þróa leshraða, sjálfstæði og lesöryggi fremur en að greina textann, orðaforða hans og málfræði. Afmarkaður og víðtækur lestur eru ekki Óskar Sigurðsson Léttlestrarbækur í ensku Bókaormasafnið frá Oxford er til fyrirmyndar Lj ós m yn d f rá h öf un d i

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.