Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 23

Skólavarðan - 01.04.2009, Qupperneq 23
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 23 NÁMSGöGN andstæður. Sjálfsagt er að styðjast við þær báðar í kennslu erlendra tungumála. Að lesa út frá réttu getustigi Mikilvægt er að velja lesefni eftir getustigi nemandans eða rétt neðan við það. Nem- andinn á að geta lesið textann án erfiðleika, þekkt orðin og getað hlutað tungumálið niður í búta eða form. Með því að lesa hraðar geta nemendur flokkað saman einstök orð og geta þannig betur séð formgerð tungu- málsins. Sérhvert form samsvarar fremur hugmynd en einstaka orði. Með því að lesa hraðar er nemandinn því að lesa hugmyndir fremur en orð á prenti. Skilningur eykst og minnið vex því heilinn man betur hugmyndir en orð. Hugmyndir láta nemendur gleyma því að þeir eru að lesa erlent tungumál, þeir finna fyrir ánægju og öryggi með lestrinum. En hvað er rétt getustig nemenda? Ef óvissa ríkir skal velja auðveldari LB fremur en þær sem erfiðari eru. Ef nemandi einsetur sér að þekkja orðin í textanum, þróa með sér leshraða og fimi, þá þarf hann að: • Þekkja vel 98-99% orða á blaðsíðu. • Geta lesið 80-100 eða fleiri orð á mínútu. • Geta lesið án þess að taka mörg hlé. • Hafa mjög góðan skilning á sögunni. Aðeins lesandinn sjálfur getur sagt til um það hvort hann sé að lesa út frá réttu getustigi. Ekkert er í sjálfu sér rangt við það að nemandi vilji glíma við erfiðari texta en getustig leyfir ef hann hefur sett sér persónulegt markmið með lestrinum og nýtur hans. Þó er mikilvægt að kennarinn sé á varðbergi og greini hvort þyngd texta og getustig nemenda fari saman. Kennari getur greint þetta á eftirfarandi háttarlagi nemenda, þeir: • Nota fingur eða penna sem lesstikur. • Nota stöðugt orðabækur. • Virðast áhugalausir um lesturinn. • Rita orðaþýðingar í bókina. • Fletta blaðsíðum hægt (kennarar geta tímamælt þetta í laumi). • Sýna svipbrigði sem benda til að þeim þyki lesturinn erfiður. Að kynna léttlestrarbækur fyrir nemendum Mikilvægt er að kennarinn skilji vel hlutverk LB, notkun þeirra og leggi sig í líma við að skila þessu til nemenda. Algeng mistök kennara eru þau að þeir vænta þess að lestur eigi sér stað og þróist af sjálfu sér. Of oft gerist það að nemendur sýna áhuga í upphafi en hann dvínar þegar fram í sækir. Ástæða þessa er lítill skilningur kennara og nemenda á því hvað þurfi til að leggja grunn að lestri alla ævi. Lestur kemur að innan og til að rækta þá tilfinningu hjá nemendum þarf að setja upp árangursríka lesáætlun fyrir þá með réttum LB. Kennarinn þarf jafnframt að sannfæra nemendur um að hefja lesturinn og viðhalda honum. Andstæða lestrar á LB er lestur óbreytts texta (authentic text) sem birtir nemand- anum erlenda tungumálið eins og það er í raun og veru. Fæstir nemendur geta nýtt sér slíkan texta í byrjun, hann er þeim of erfiður. Hversu mikið á að lesa og hvers vegna? Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu: Ein LB á viku. Það getur tekið tíma að ná þessu markmiði en um leið og gæta þarf þess að fara ekki of geyst verður að hyggja að því að án umtalsverðs lestrar eykst ekki skilningur nemenda. Að læra að lesa erlent tungumál tekur tíma. Hvenær eru nemendur tilbúnir að lesa létt- lestrarbækur? Nemendur verða að hafa grunnorðaforða (100-200 orð) og þekkja hann á prenti áður en þeir byrja á LB. Orðaforði í námsbókum byrjenda endurspeglast í auðveldustu LB. Byrjendur ættu því að hefja lestur á þessum bókum, ná upp góðum leshraða, áður en þeir feta sig upp erfiðleikastigann. Mikilvægt er því að innlima LB sem fyrst í námskrána og tengja texta við talmál (svo sem með notkun geisladiska). Kennarar ættu að hafa í huga Marga þætti þarf að hafa í huga við val á LB, hvort sem kennari eða nemandi velur efnið. Kennarinn lítur á þætti eins og aldur, áhugasvið, erfiðleikastig, álit annarra kenn- ara eða nemenda o.fl. LB eiga að: • Endurspegla hvernig nota eigi þær í kennslu. • Vera í takt við menningarlegan bak- grunn nemandans og orðaforða. • Vekja áhuga nemandans. • Vera auðveldar aflestar og skiljanlegar. • Búa yfir hæfilegum fjölda mynda sem styðja viðkomandi texta. • Hafa hæfilega margar fyrirsagnir og kafla til að brjóta upp textann. Þrátt fyrir þetta ættu kennarar ekki endilega að hafna bókum sem: • Eru of léttar, fjalla um efni sem eru algeng eða vekja virkilega áhuga nem- andans. • Falla ekki að ítrustu málvísindakröfum kennarans. • Eru nemendum framandi. Nemendur ættu að hafa í huga Í fyrsta sæti er að bók sé læsileg og ánægju- leg aflestrar. Að þessu er gott að gæta: • Heiti bókarinnar og kápu til að átta sig á tegund, sögusviði o.fl. • Lesa baksíðu til að átta sig á inntaki bókarinnar. • Lesa efnisyfirlit eða renna yfir kaflaheiti til að giska á um hvað bókun fjallar. • Skoða og nýta sér myndmál. Óskar Sigurðsson MA Höfundur er vöru- og verkefnastjóri hjá A4 Skólavörubúðinni.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.