Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 30
30 SMIÐSHöGGIÐ SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 Börn eru sýnd á mismunandi hátt í fjöl- miðlum. Gjarnan er sagt frá því ef börn hafa staðið sig vel í keppni eða skarað fram úr á einhvern hátt. Stundum eru börn fengin í stutt viðtöl í sjónvarps- eða útvarpsþætti og þá gjarnan til að draga fram „krúttleika“ þeirra og það hversu einlæg og skondin þau eru í svörum sínum. Umfjöllun fjölmiðla um íþróttaiðkun barna er samt ekki mikil miðað við allan þann fjölda barna sem stundar íþróttir og þau fjölmörgu barnamót sem haldin eru í ýmsum íþróttagreinum. Ég hef átt í rökræðum við fólk um hvernig umfjöllun fjölmiðla um íþróttaafrek ungra barna skuli háttað en ég tel ekki heppilegt að börnum sé hampað í fjölmiðlum sem sigurvegurum eða afreksmönnum. Sumum finnst sjálfsagt að sagt sé frá þeim bestu og tíundað hverjir vinna, hlaupa hraðast, skora mest og svo framvegis en ég vil frekar að fjölmiðlar veki athygli samfélagsins á því sem börn eru að fást við, til dæmis með þátttöku sinni í íþróttaviðburðum. Segja frá hvernig börnin hafa verið að æfa og gleði þeirra yfir að taka þátt. Prýða svo fréttina með myndum af þátttakendum, ekki endilega sigurvegurum. Við eigum að venja börnin okkar á að meta sjálf sinn eigin árangur en ekki gera þau háð því að fá viðurkenningu fjölmiðla. Það er ekki bara í sambandi við íþrótta- sigra eða þegar einhver skarar fram úr sem umfjöllun fjölmiðla um börn er mér hugleikin. Um daginn bauðst okkur í skólanum þar sem ég starfa að birta frétt á tiltekinni heimasíðu um skólaþróunardag sem haldinn var í skólanum. Með fréttinni sendum við inn mynd sem að okkar viti var mjög lýsandi fyrir getu barns og fannst okkur myndin sýna margt stórkostlegt. En það er skemmst frá því að segja að sá sem birti fréttina fannst myndin á engan hátt nógu góð og vildi frekar mynd af börnum að leik. Hann einfaldlega skipti á myndinni okkar og annarri mynd sem hann átti sjálfur og honum fannst eiga betur við. Eftir rökræður við þennan mann var svo okkar mynd sett inn og hans mynd tekin út. Þetta vakti mig vissulega til enn frekari umhugsunar um hvernig börn eru sýnd í fjölmiðlum og mismunandi sýn okkar á það hvernig því skuli háttað. Myndin okkar var af verki sem barn vann af mikill nákvæmni, verkið sást og hendur barnsins þar sem það vann að verkinu. Við vildum veita vinnu og afrakstri barna athygli en honum þótti meira um vert að birta mynd af börnum að leik. Við sem störfum í leikskólum verðum vör við það á hverjum degi hversu hæfileikarík og getumikil börn eru. Þau takast á við ný og ögrandi viðfangsefni og eru alltaf að læra og afreka eitthvað nýtt. Oft koma augnablik þar sem við verðum vitni að einhverju afar merkilegu í þroskaferli barns og þá langar mann til að láta heiminn vita hversu stórkostleg viðfangsefni barna geta verið. Það eru þessir viðburðir sem vert er að vekja athygli á og hefja til vegs og virð- ingar í samfélaginu. Með því móti er ef til vill möguleiki á að virðing fyrir leikskólum sem menntastofnunum vaxi og mikilvægi frum- bernskunnar í þroska barnsins verði öllum ljóst. Í apríl 2008 fór ég ásamt nokkrum samstarfsmönnum mínum til Reggio Emilia sem er bær á Ítalíu. Þar kynntumst við samfélagi sem ber mjög mikla virðingu fyrir börnum og verkum þeirra. Við komum til Reggio Emilia með lest og þegar gengið var um undirgöng frá lestarteinunum blöstu við okkur ljósmyndir af verkum barna á veggjum ganganna. Hvergi var að sjá myndir af börnunum sjálfum heldur var verkum þeirra hampað. Þetta voru okkar fyrstu kynni af bænum en það má segja að myndirnar í göngunum hafi verið einkennandi fyrir þá virðingu sem börnin og verk þeirra í þessum bæ. Þetta vil ég sjá í auknum mæli hér á landi. Börn eru svo miklu meira en lítil, sæt, skondin og krúttleg. Þau eru hæfileikaríkar manneskjur sem þroskast og dafna með því að takast á við umhverfið, rannsaka og reyna sig í félagi við aðra. Því skulum við veita athygli. Alda Agnes Sveinsdóttir Höfundur er skólastjóri Stekkjaráss. Stundum eru börn fengin í stutt viðtöl í sjónvarps- eða útvarpsþætti og þá gjarnan til að draga fram „krúttleika“ þeirra og það hversu einlæg og skondin þau eru í svörum sínum. Börn, afrek þeirra og umfjöllun fjölmiðla Alda Agnes Sveinsdóttir framlag.is Lj ós m yn d ir f rá h öf un d i.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.