Skólavarðan - 01.12.2009, Qupperneq 4

Skólavarðan - 01.12.2009, Qupperneq 4
LEIÐARI Forsíðumynd: Grótta Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold Skólavarðan, s. 595 1104 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Það er „nebblega“ það! 3 Leiðari: Nánast pervert þolinmæði 4 Gestaskrif: Heimsóknir listamanna í skóla 5 Kjaramál: Framhaldsskólakennarar – hópar, launaröðun, stundatöflur 7 Teiknimyndasagan: Jóladagar 7 Getraun: Hver er maðurinn? 8 Viðtal: Mikilvægt að hugsa og tala saman um siðareglur 10 Vinnuvernd: Streita og vanlíðan á vinnustað 13 Rannsókn: Bókin Negrastrákarnir og fjölbreytileiki á Íslandi 14 Myndagáta: Jólamyndagáta Skólavörðunnar 16 Skólahald: Samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla 18 Kennslufræði: Farsímar í framhaldsskólanámi 19 Símenntun: Forvarnaskólinn 20 Námsgögn: Nýtt efni frá Námsgagnastofnun í íslensku og landafræði 22 Fréttir: Fundaröð um TALIS, ályktað gegn niðurskurði 22 Fréttir: Kennari gerir við hljóðfæri, landskeppni eTwinning 24 Kennarar í hjálparstörfum: Eru ekki allir í einhverju? 26 Menntamál: Menntun í fyrsta sæti á þjóðfundi 28 Ráðstefna: Skóli án aðgreiningar, áskoranir og hindranir 29 Smiðshöggið: Ævintýri og upplifanir 29 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 Gleðileg jól Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on „Nánast pervert þolinmæði “ 4 Flestir sem gera grín að öðrum og sjálfum sér gera það til að vekja kátínu og saklausa gleði. En til er varnarháttur sem felst í að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra - og kalla það húmor. Hroki er ekki fyndinn til langframa, í besta falli einu sinni eða tvisvar. Má ég þá frekar biðja um sannleika, hjartahlýju, seiglu, andúð á alhæfingum og önnur slík leiðinlegheit. Mörgum finnst gaman að gera grín að kennurum, alhæfa um þá og gagnrýna þá ómálefnalega. Kennarar eru auðveldur skotspónn, á því leikur enginn vafi. Þeir eru líka stundum hörundsárir sem er skiljanlegt í ljósi þess að allir telja sig mega koma á þá höggi – og nýta sér það oft og tíðum ótæpilega. Þetta er sérstaklega áberandi á skylduskólastiginu vegna þess að enginn er undanþeginn afskiptum af því með einhverjum hætti. Þessir marggagnrýndu kennarar börðust hins vegar af alefli fyrir því að nemandinn og hans hagur væru í forgrunni í nýjum menntalögum á öllum skólastigum fram að háskóla - og náðu því í gegn. Ég fullyrði: Kennarar eru flott fólk að gera flotta hluti við oft og tíðum afspyrnu lélegar aðstæður. Í hverri orrahríðinni á fætur annarri auðsýna þeir nánast pervert þolinmæði, sér í lagi ef veist er að nemendum. Þessi frasi, nánast pervert þolinmæði, er fenginn að láni frá Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International sem er góð og snjöll manneskja, hún var í útvarpinu að tala um langlundargeð í baráttunni gegn pyndingum, dauðarefsingum og nú síðast fátækt. Þeir kennarar sem ég hef spurt gefa allir, undantekningalaust, til samfélagshjálpar með einum eða öðrum hætti, Amnesty, Rauða krossins, ABC barnahjálpar, Hjálparstofnunar kirkjunnar, SPES, Unicef, Fjölskylduhjálparinnar, Mæðrastyrksnefndar, Hjálpræðishersins og svo framvegis. Í þessu samhengi get ég ekki látið hjá líða að benda á að víða úti á landi hefur fólk ekki aðgang að matargjöfum þótt það þurfi sárlega á þeim að halda. Ég þekki sjálf dæmi slíks. Þetta er verulegur ljóður á skipulagningu hjálparstarfs hér innanlands sem við þurfum að bæta úr hið snarasta. Á óskalistanum mínum fyrir þessi jól, kæri jólasveinn er, auk mannréttinda og matar á allra borðum, samfélagsleg umræða um skólamál, upplýst af áhuga, spurn og málefnalegri gagnrýni kennara- samfélaginu til handa. Málefnaleg gagnrýni er gott og gagnlegt tæki til að hefja umræðu upp úr klisjum reiði og fávisku. Tölum saman um skólann. Hann skiptir okkur öll ótrúlega miklu máli. Gleðileg jól! Kristín Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.