Skólavarðan - 01.12.2009, Side 5

Skólavarðan - 01.12.2009, Side 5
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 GESTASKRIF: KRISTLAUG MARíA SIGURÐARdóTTIR 5 Á hverju ári frá því að börnin mín byrjuðu í skóla hérlendis hafa rithöfundar komið í skólann til þeirra að kynna störf sín og verk ef svo ber undir. Skáld í skólum er þessi dagskrá kölluð og er skipulögð af Höfundamiðstöð Rithöfundasambands Íslands. Þetta hafa verið ánægjulegar heimsóknir og börnin alltaf komið uppnumin heim og sagt mér frá og glaðst yfir góðum degi. Þannig að ég veit frá fyrstu hendi að svona heimsóknir skipta máli fyrir skólanema og gefa þeim sýn inn í heim rithöfunda. Nú veit ég ekki hvort aðrir listamenn, nema þá kannski leikarar með leiksýningar sem eru gerðar sérstaklega fyrir skólana, stundi það að heimsækja skóla og kynna vinnu sína og verk. En mér finnst æskilegt að þeir geri það. Eins væri bráðsnjallt að vísindamenn kæmu reglulega að kynna nýjustu tækni og vísindi og vektu þannig nýsköpunaráhuga hjá grunnskólabörnum. Ég las viðtal við rithöfund um daginn sem sagði frá því að sökum „ástandsins“ væri ekki lengur um það að ræða að rithöfundum væri boðið í skólana og lesa upp og kynna verk sín, skólarnir hefðu ekki efni á því lengur. Þetta þóttu mér skelfileg tíðindi, bæði fyrir grunnskólabörn landsins og svo auðvitað líka fyrir rithöfundana sem njóta þessara funda ekki síður en skólakrakkarnir sjálfir. Skólaheimsóknir og listamannalaun Ég varð auðvitað hugsi yfir þessu og datt þá í hug að núna væri lag að tengja saman ferðir listamanna í skóla við úthlutun listamannalauna þannig að þeir listamenn sem eru á launum frá hinu opinbera séu aðgengilegir fyrir skólana, án endurgjalds. Þannig væri hægt að bjóða rithöfundum og öðrum listamönnum að koma og eiga stefnumót við yngstu borgarana, bæði leikskóla- og grunnskólabörn, og skapa þannig brú á milli listamanna og skóla. Það má ímynda sér að inni í listamanna- launum í eitt ár væru til dæmis innifaldar tólf kennslustundir til skóla, sem er þá ein kennslustund á mánuði í þetta eina ár. Eða að hver listamaður sem fengi listamannalaun þyrfti að fara í eina skólaheimsókn á tímabilinu og væri um að ræða skóla langt frá heimili listamannsins yrði ferða- og gistikostnaður greiddur. Einhverjum kann að þykja þessar hugmyndir barnalegar og illframkvæmanlegar, öðrum ekki. Mér finnst þetta vera alger snilld og auðvelt að framkvæma þar sem skólamál og menningarmál falla undir sama ráðuneyti og því lítið mál að samræma og samhæfa og sjá til þess að það komi að minnsta kosti einn listamaður í heimsókn í hvern leik- og grunnskóla á landinu á hverju ári. Eins má sjá fyrir sér að fleiri sjóðir á vegum mennta- og menningarráðuneytisins, eða aðrir opinberir sjóðir sem úthluta stærri styrkjum, gætu verið með svona tengingu inn í skóla. Með beinni tengingu milli listamanna og skóla Heimsóknir listamanna í skóla Gestaskrifarinn okkar, Kristlaug María Sigurðardóttir (Kikka), hefur skrifað margt fleira um dagana og er meðal annars höfundur söngleikjanna Ávaxtakörfunnar og Hafsins bláa, leikritsins Vodkakúrinn, bíómyndarinnar Didda og dauði kötturinn og bókanna um Jón Ólaf jólasvein en önnur bókin um þennan unga keflvíska jólasvein er nýkomin út. Hún heitir Jón Ólafur með dauðann á hælunum! Í stað þess að hætta að fara í skólana út af fjárskorti eigum við einmitt að fara oftar þangað, rithöfundar og aðrir listamenn eiga að gera innrás í skólana, taka þá yfir í stutta stund og lesa, spjalla og eiga stund með skólafólki, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Lj ós m yn d ar i: Á rn i To rf as on

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.