Skólavarðan - 01.12.2009, Page 8

Skólavarðan - 01.12.2009, Page 8
GETRAUN SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 20098 AUGLÝSING FRÁ UPPSTILLINGANEFND FL Núverandi kjörtímabil kjörinna fulltrúa í stjórn, nefndir og ráð innan FL rennur út á aukaaðalfundi FL sem verður haldinn 30. apríl 2010. Uppstillinganefnd auglýsir eftir framboðum og/eða tilnefningum til trúnaðarstarfa bæði fyrir Félag leikskólakennara og nýtt Félag stjórnenda í leikskólum en í því félagi verða leikskólastjórar, aðstoðarleikskólastjórar og þeir sem starfa á fræðslu- og skólaskrifstofum. Mikilvægt er að félagsmenn ræði þær breytingar sem framundan eru hjá FL og séu reiðubúnir að taka virkan þátt í starfi síns félags. Uppstillinganefnd hvetur félagsmenn til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir sitt stéttarfélag, hvort heldur sem er stjórnendafélagið eða kennarafélagið. Vakin skal athygli á að allir félagsmenn FL geta gefið kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir sitt félag. Á heimasíðu KÍ, á forsíðu FL undir auglýsingar eru allar nánari upplýsingar og m.a hægt að lesa sér til um hlutverk stjórna og nefnda. Þar eru einnig eyðublöð vegna framboða. Fyrir hönd uppstillinganefndar FL Erla Stefanía Magnúsdóttir Hver er maðurinn? Getraun um leikskólakennara Þetta fólk kemur við sögu í bókinni sem kemur út 6. febrúar nk. Ef þið vitið hverjir þetta eru getið þið sent svarið fyrir 15. janúar hingað: Skólavarðan – getraun, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Einn heppinn (og óragur að giska) svarandi fær bókina Spor í sögu stéttar í verðlaun. 1. Hún sá blaðaauglýsingu í ágúst 1946 þar sem auglýst var eftir fólki sem vildi læra að annast börn og stjórna stofnun fyrir börn. „Ég vann hjá efnagerð þar sem var búið til súkkulaði og snyrtivörur og ýmislegt en það var vandræðaástand vegna kreppunnar. Allir vildu súkkulaði, en efnagerðin gat ekkert flutt inn til að búa það til þannig að vinnan var þeytandi. Þess vegna greip ég tækifærið og sótti um í skólanum. 2. Hún bendir á að kvenfrelsisbaráttan sé ekki sjálfsprottin og hafi ekki magnast í tómarúmi. „Að mínu viti er hún meðal annars afleiðing af þörf hagkerfisins fyrir fleiri hendur og þeirri stefnu að það þurfi tvo til að vinna fyrir heimili. Verkefnum heimilisins hefur í æ ríkari mæli verið útvistað því það þjónar markaðshagkerfinu sem við búum við. Fæstir heimilisfeður gera við bíla, skipta sjálfir um þak eða lekar pípur.“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.