Skólavarðan - 01.12.2009, Síða 10

Skólavarðan - 01.12.2009, Síða 10
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 SIÐARÁÐ oG SIÐAREGLUR 10 „Siðferði býr í tilfinningum okkar, hátterni og því hvernig við sjáum hlutina,“ segir Atli Harðarson formaður hins nýstofnaða siðaráðs KÍ. „Þessa þætti herma menn hver eftir öðrum og innbyrða þá þannig. Ef kennarahópur gengur í gegnum nám eða starf þar sem rætt er um siðferðileg efni með réttu hugarfari, og sú umræða einkennist af gleði og góðvild, þá búa menn að því. Slíkt getur breytt okkur og bætt. Ég vona að minnsta kosti að menntun geti bætt fólk. Annars væri til lítils að standa í þessu öllu saman.“ Atli tók magisterspróf í heimspeki frá Brown University í Bandaríkjunum árið 1984, hann hefur starfað sem framhaldsskólakennari frá 1986 og verið skólastjórnandi undanfarin átta ár. Hann er höfundur nokkurra bóka um heimspekileg efni og nýjasta bók hans, Í sátt við óvissuna, kom út hjá Háskólaútgáfunni fyrr á þessu ári. Siðferði er eins og móðurmál „Þegar ég var í náminu var siðfræði ekki aðalviðfangsefni mitt,“ heldur Atli áfram, „það var heimspekisaga. Ég var á kafi í skruddum frá 17. og 18. öld - en auðvitað fjalla þær um siðfræði eins og önnur efni. Ég hef svo aðallega kennt tölvufræði en stundum heimspeki, stærðfræði og fleira. Áhugi minn á kennarasiðfræði, eða fagsiðferði, byrjaði ekki sem fræðilegur áhugi heldur praktískur. Ég hef á ýmsan hátt komið að félagsmálum kennara og haft talsverðan áhuga á menntamálum stéttarinnar. Mér hefur þótt að þar vantaði umræðu um siðfræði og ég held að hún sé ein besta leiðin til að tengja kennarastarfið við agaða fræðilega umræðu sem hægt er að taka þátt í án þess að vera sérfræðingur á því sviði. Siðfræði er sérstök fræðigrein að því leyti að þótt hún styðjist við gamla heimspekihefð og stundum séu notuð flókin heimspekileg hugtök þá fer umræðan að miklu leyti fram með orðum og hugtökum sem við lærðum á barnsaldri. Siðferði er eins og móðurmál, við lærum það án þess að okkur sé kennt það og kunnum öll mjög mikið í því þó að við kunnum ekki endilega allar málfræðireglur. Siðfræðingar kenna okkur ekki hegðun frekar en málfræðingar kenna okkur að tala. Þessi samlíking gengur auðvitað bara að vissu marki, engum dytti í hug að bera saman íslenska og færeyska málfræði til að komast að því hvor er betri. En vel gæti verið að Færeyingur sem kæmi hingað hefði réttmætar ástæður til að setja út á eitthvað í ríkjandi siðferði hjá Íslendingum. Siðir eru að því leyti ólíkir málinu að þá er hægt að gagnrýna, en það væri mjög hallærislegt að halda því fram að eitt tungumál væri öðru fremra. Ekki nógu vísindaleg Áður var kennaramenntun að nokkru leyti menntun í siðfræði. Í bókinni Uppeldismál, til leiðbeiningar barnakennurum og heimilum frá 1919 sem er eftir fyrsta skólastjóra Kennaraskólans, Magnús Helgason, er vikið að þessu. Magnús sagði meðal annars: „Og Mikilvægt að hugsa og tala saman um siðareglur Viðtal við Atla Harðarson formann Siðaráðs KÍ Siðfræði er ein besta leiðin til að tengja kennarastarfið við agaða fræðilega umræðum, sem hægt er að taka þátt í án þess að vera sérfræðingur á því sviði. Hlutverk siðareglna er fyrst og fremst að hvetja kennara til að bera virðingu fyrir starfi sínu og byggja upp fagvitund, sem mætti líka kalla kennarasamvisku.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.