Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 11
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 SIÐARÁÐ oG SIÐAREGLUR 11 M yn d : A tl i H ar ða rs so n – w w w .f lic kr .c om /p h ot os /a tl ih þar sem æðsta mark og mið uppeldisins er að gera barnið að góðum manni, þá þarf að vita hvað manngæði eru. Það kennir siðfræðin. Þannig sýnir þá siðfræðin markmiðið en líkamsfræði og líffræði og sálarfræði vísa leiðina. Uppeldisfræðin kennir hagnýtingu allra þessara fræða í uppeldinu.“ Þetta hygg ég að mjög margir fyrirrennarar Magnúsar sem skrifuðu um menntamál á 19. öld hafi líka gert en svo komu aðrar áherslur um miðbik síðustu aldar. Menn fóru að óttast að siðfræði væri ekki alveg nógu vísindaleg í og með kannski vegna þess að margir álitu að um rétt og rangt eða gott og illt væri enginn hlutlægur sannleikur til. Á þessum tíma voru hörð átök um hvert vestræn samfélög ættu að stefna. Pólitíkin einkenndist af frekar einstrengingslegri hug- myndafræði og ef til vill var það hluti af einhvers konar vopnahlésskilmálum and- stæðra fylkinga að halda umfjöllun um sið- fræði utan við skólakerfið. Menn óttuðust kannski að hún blandaðist saman við umdeildar stjórnmálaskoðanir. Samt voru flestir líklega mikið til sammála um undir- stöðuatriði siðferðis eins og hjálpsemi, heiðarleika og fleira. Nú er þetta aftur að breytast í alþjóðlegri umræðu um kennaramenntun. Við tökum upp þráðinn frá Magnúsi Helgasyni og félögum sem voru ófeimnir við að leggja siðfræði og félagsvísindi að jöfnu sem undirstöður uppeldisfræði og kennaranáms. Ef við lítum okkur enn nær í tíma og rúmi þá hugsa ég að hrunið hafi ef til vill haft þau áhrif að menn séu móttækilegri fyrir umræðu um gildi og hvað skiptir máli í lífinu heldur en fyrir tveimur árum. Fjarstæða frá sjónarhóli daglegs lífs Kennsla í siðfræði er frekar lítil í kennara- menntun. Hún kemur þó inn í lífsleikni og eitthvað víðar en mætti vera meiri. Sagan um hvernig siðfræði kemur inn í uppeldis- og kennslufræði er hluti af miklu stærri hugmyndasögu. Sú vísindaheimspeki sem var ríkjandi lengst af tuttugustu öld gerði ráð fyrir því að sönn vísindi væru ekki gildishlaðin heldur með einhverjum hætti hlutlaus um gott og illt, rétt og rangt. Auðvitað var þetta að vissu leyti blekking, læknisfræðin hefur til dæmis aldrei verið hlutlaus um hvað er gott eða slæmt fyrir fólk. En umræðan var á þessum nótum. Kennaradeildir höfðu varla sjálfstraust til að standa gegn þessari tísku og empírísk vísindi, eins og félagsfræði og sálfræði, urðu burðarásar í kennaramenntun. Ég geri ekki lítið úr þessum greinum, síður en svo, en ég held að siðfræði eigi að vera þarna líka. Þeim fer fækkandi sem trúa bókstaflega á vísindaheimspeki frá því um og fyrir miðbik tuttugustu aldar og það er jafnvel orðið kennslubókaratriði að sumt af henni séu ekki fín fræði. Allmargir formálar byrja til dæmis á skömmum út í pósitívismann. Sumir talsmenn hans gerðu ráð fyrir að reglur um hvað væri gott fyrir fólk væru enginn sannleikur. Póstmódernistar endurtaka margir hverjir svipaða hugsun og við sjáum þetta líka í sumum heimspekiskólum sem voru mjög áhrifamiklir á tuttugustu öld, eins og í frönsku tilvistarspekinni. Það er viss rökleysishyggja að enginn sann- leikur sé til um mannleg verðmæti. Margir eru að vísu jákvæðir í garð þessarar hugsunar og finnst hún passa við sína heimsmynd en þegar við erum komin inn á einhvern vettvang, hvort sem við erum heilbrigðisstarfsfólk að sinna sjúklingum eða kennarar að aðstoða börn og unglinga, þá pælum við í því: Er þetta gott fyrir hana eða hann? Þá er sú hugmynd að ekki sé til neinn sannleikur um siðferði algjörlega fjarstæðukennd. Þegar við hjálpum krakka sem hefur lent í einelti þá er sú hugsun að enginn sé sannleikur til um hvort það sé gott eða vont að lenda í einelti algjört rugl. Þessi heimspeki er fjarstæða frá sjónarhóli daglegs lífs.“ Siðaráð Siðaráð er ný stofnun í Kennarasambandinu og frekar ómótuð. „Við erum þrjú í ráðinu,“ upplýsir Atli, „og ég er fulltrúi framhaldsskóla- stigs, Linda Ósk Sigurðardóttir er fulltrúi leikskólastigs og Jóhannes Skúlason grunn- skólastigs. Við höfum fundað nokkrum sinnum og það er tvennt sem við höfum ákveðið að ýta af stað. Annars vegar samræðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um möguleika á því að kynna siðareglurnar fyrir kennaranemum. Ég hef mikinn áhuga á að þeir fái slíka kynningu og siðfræðikennslu í tengslum við hana. Svo höfum við rætt um leiðir til að kynna siðareglurnar fyrir félagsmönnum. Þær eru auðvitað lítils virði ef þær eru ekki vel kynntar. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að hvetja kennara til að bera virðingu fyrir starfi sínu og byggja upp fagvitund, sem mætti líka kalla kennarasamvisku. Kennarasamviska Kennarasamviska er orð sem nær ágætlega að tjá þau áhrif sem siðareglurnar eiga að hafa. Það er tilhneiging til þess í okkar samfélagi sem einkennist af skriffinnsku og ákveðinni rökhyggju að líta svo á að siðferði heilar fagstéttar geti að öllu leyti verið fólgið í fáeinum reglum. Þetta er álíka blekking og að halda að hæfileiki okkar til að tala sé fólginn í því að geta beitt málfræðireglum. En um leið og við hugsum málið komumst við að því að við getum ekki lært eina einustu málfræðireglu fyrr en við höfum lært að tala. Reglurnar minna okkur á nokkra hluti í þessum miklu stærri veruleika sem er erfitt að fanga algerlega í eitthvert regluverk. Við höfum einhvers konar samvisku, eða tilfinningu fyrir siðferði, og við notum ekki reglur til þess að búa þessa tilfinningu til heldur til þess að gagnrýna hana, skilja eða leiðrétta. Við komumst ekki í gegnum daginn á siðareglum en ef við erum í vafa um það eftir AUÐMýKT Atla Harðarsyni er auðmýkt, hógværð og hófsemi hugleikin. Hann skrifaði einu sinni grein um auðmýkt þar sem hann sagði meðal annars: [Auðmjúkur maður] skynjar eigin smæð og skoðar málin af nógu háum sjónarhóli til að hann sjái sjálfan sig sem lítinn hluta af allri tilverunni en þeim hrokafulla finnst að hann sjálfur sé miðja heimsins ... Ágústínus frá Hippó orðaði þetta svo að „með undraverðum hætti búi eitthvað í auðmýktinni sem upphefur hugann og í sjálfshafningunni eitthvað sem lítillækkar hann.“ Sé þessi skilningur réttur fer því víðsfjarri að auðmýkt feli í sér rangt sjálfsmat eða skort á sjálfsvirðingu. Sá sem er auðmjúkur getur lagt algerlega raunsætt mat bæði á eigin verðleika og annarra. Sérstaða hans er í því fólgin að hann hefur meiri löngun til að hrósa öðrum en sjálfum sér og meiri áhuga á að leiðrétta sjálfan sig en aðra. Það er viss rökleysishyggja að enginn sannleikur sé til um mannleg verðmæti.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.