Skólavarðan - 01.12.2009, Síða 18

Skólavarðan - 01.12.2009, Síða 18
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 SAMREKSTUR 18 Samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla Með nýjum lögum frá 2008 var heimilað í 45. gr. grunnskólalaga og 28. gr. leikskólalaga að samreka leik-, grunn- og tónlistarskóla. SÍ og FL fóru strax haustið 2008 fram á viðræður við LN (launanefnd sveitarfélaga) um kjör stjórnenda samrekins skóla. Viðræður fóru ekki í gang fyrr en í mars sl. og var þá rætt um að annars vegar yrði gert samkomulag í samstarfsnefndum LN og félaganna um kjör stjórnenda og hins vegar yrðu gefnar út leiðbeiningar fyrir rekstraraðila vegna samreksturs leik-, grunn- og tónlistarskóla.Málinu var ekki lokið fyrir sumarleyfi en var tekið upp aftur strax að þeim loknum. Samkomulag var undirritað 20. ágúst Rétt er að taka fram að hér er um að ræða samhljóða samkomulag sem gert er í samstarfsnefnd LN og SÍ annars vegar og LN og FL hins vegar.Samkomulagið var undirritað 20. ágúst sl. og staðfesti stjórn SÍ það fyrir sitt leyti á fundi 24. ágúst, jafnframt lágu þá fyrir áðurnefndar leiðbeiningar fyrir rekstraraðila sem Samband ísl. sveitarfélaga gefur út í sínu nafni.Samkomulagið var síðan staðfest ásamt leiðbeiningunum á fundi LN29. sept. sl. en gildistími er frá 1. ágúst 2009. Um skólastjóra segir í samkomulaginu að ákveði sveitarstjórn að reka saman grunnskóla og leikskóla skuli laun skólastjóra, sem er félagsmaður í SÍ, hækka sem hér segir: Fjöldi leikskólabarnaLaunaflokkar 1-30 3 31 og fleiri 4 Ákveði sveitarstjórn að reka saman grunn- skóla og tónlistarskóla skal skólastjóri raðast tveimur launaflokkum ofar en ella. Eini munurinn á félögum er að bil milli launaflokka hjá SÍ er helmingi meira en hjá FL og fékk FL því tvöfalt fleiri launaflokka. Við lögðum mikla áherslu á að tekið yrði á kennsluskyldu stjórnenda í samreknum skólum og vildum að aðilar semdu um hana heima í héraði. Því var alfarið hafnað en að lokum fengum við þó inn svohljóðandi setn- ingu sem opnar á þetta: „Sveitarstjórn er heimilt að minnka kennsluskyldu skólastjóra í samreknum skólum til samræmis við aukið stjórnunarumfang.“ Við vildum fá inn sérstaka grein um laun og kennsluskyldu annarra stjórnenda en það tókst því miður ekki. Það verður að viður- kennast að mjög erfitt er að ætla að taka miðlægt á því þar sem skipulag á samrekstri er sjálfsagt eins misjafnt og skólarnir eru margir.Því lögðum við til að þetta yrði gert með launaflokkum sem rynnu til skólans og mynduðu pott, svipað og gert er vegna lengdrar viðveru. Þetta var ekki samþykkt en að lokum fengum við þó inn grein um aðra stjórn- endur sem er heimildarákvæði um að kjör þeirra megi endurskoða: „Sveitarstjórn getur veitt skólastjóra heimild til að endurskoða grunnröðun launa og verkefni þess millistjórn- anda sem sannarlega hefur auknum starfs- skyldum að gegna vegna samreksturs skóla.“ Einnig var ákveðið að setja inn í samkomulagið svohljóðandi endurskoðunará kvæði:„Samstarfsnefnd skal afla upplýsinga um framkvæmd samreksturs skóla og taka samkomulagið til endurskoðunar fyrir 30. nóvember 2010.“ Nokkur sveitarfélög hófu samrekstur Á síðasta skólaári ruku nokkur sveitarfélög til og ákváðu að samreka leik-, grunn- og tón- listarskóla. Mjög handahófskennt var hvernig menn undirbjuggu þennan samrekstur. Stærsti hvatinn hefur sjálfsagt verið að menn töldu að með þessu mætti spara í rekstri, en fræðimenn telja víst mjög hæpið að hafa það sem aðalmarkmið við sameiningu stofnana. Þessi handahófskenndu vinnubrögð höfðu að sjálfsögðu í för með sér ýmsa árekstra sem hægt hefði verið að komast hjá ef vandað hefði verið til undirbúnings. Samhliða því að semja um kjör stjórnenda í samreknum skólum voru unnar leiðbeiningar fyrir rekstraraðila um samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla. Leiðbeiningar eru til en það þarf að fara eftir þeim Samband íslenskra sveitarfélaga gerði síðan leiðbeiningarnar að sínum og gaf þær út í sínu nafni. Ég tel þessar leiðbeiningar vera eitt það besta sem kom út úr samningaviðræðunum, Jón Ingi Einarsson framkvæmdastjóri Skólastjórafélags Íslands segir frá samrekstri skóla á grundvelli lagagreina í nýlegum lögum. Nú þegar hefur samrekstur komist til framkvæmda í nokkrum sveitarfélögum en undirbúningur hefur verið mjög handahófskenndur og leiðbeiningum um hvernig skuli staðið að málum ekki fylgt.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.