Skólavarðan - 01.12.2009, Qupperneq 19

Skólavarðan - 01.12.2009, Qupperneq 19
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 SAMREKSTUR, NÁMSTæKNI 19 ef eftir þeim verður farið, en ég tel meiri líkur á því vegna þess að þær eru gefnar út í nafni sambandsins.Í leiðbeiningunum segir m.a.: „Meginmarkmið þessara leiðbeininga er að auðvelda sveitarstjórnarmönnum og öðrum hagsmunaaðilum að meta kosti samreksturs og hvernig best er að undirbúa og koma á slíkum breytingum. Leiðbeiningarnar taka til faglegra og rekstrarlegra sjónarmiða sem og atriða í kjarasamningum LN við KÍ vegna SÍ annars vegar og FL hins vegar. Ávinningur af samrekstri skóla getur m.a. verið samræmd fagleg uppbygging, aukin skilvirkni í stjórnun og hagræðing í rekstri.“ Þá segir þar: „Áður en hafist er handa við undirbúning samreksturs skóla er nauðsynlegt að skilgreina, hvaða ávinningi stefnt er að. Þegar ákvörðun er tekin um samrekstur er mikilvægt að hafa gott samráð við foreldra og starfsmenn skólanna, m.a. í gegnum skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla. Sveitarstjórn/rekstraraðili skal tryggja að við ákvarðanatöku um samrekstur skóla liggi fyrir áætlun um skipulag samrekstursins og markmið. Tryggt skal að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi við skipulagninguna.“ Ef farið hefði verið eftir þessu hefði mátt losna við marga árekstra á síðasta skólaári. Þá eru talin upp sjö atriði, sem menn þurfa að hafa sérstaklega í huga þegar þeir undirbúa samrekstur, en þau eru: • Starfsmannamál • Stjórnendur • Skilgreint hlutverk stjórnenda • Samstarf og samþætting milli skólastiga • Skólaráð • Möguleikar til hagræðingar • Laun skólastjórnenda Að lokum vil ég ítreka von mína um að horft verði til þessara leiðbeininga og farið eftir þeim.Sjálfsagt getur samrekstur leitt góða hluti af sér en þá þarf að vanda undirbúning. Það má ekki rasa um ráð fram eins og ég er hræddur um að gert hafi verið í nokkrum sveitarfélögum á síðasta skólaári og skólahald jafnvel beðið tjón af. Jón Ingi Einarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Skólastjórafélags Íslands. Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Síminn hafa gert með sér samkomulag um samvinnu og samstarf við að þróa notkun farsíma í námi og kennslu. Vinnuheitið á verkefninu er „Nám á ferð og flugi“. Skrifað var undir samkomulagið föstudaginn 27. nóvember við hátíðlega athöfn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Undir samninginn skrifuðu Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs fyrir hönd Símans, Ársæll Guðmundsson skólameistari fyrir hönd MB og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir skólameistari fyrir hönd FSN. Megintilgangur með samstarfsverkefninu er að kanna með hvaða hætti hagkvæmt sé að nýta sér nútíma farsímatækni í námi og kennslu. Leitast verði við að kanna leiðir og þróa aðferðir, bæði kennslufræðilega og viðskiptafræðilega. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki þrjú ár. Skólarnir munu nýta sér farsímatækni við kennslu t.d. við útikennslu og söfnun gagna í raunvísindagreinum, s.s. náttúrufræði, landafræði og jarðfræði en einnig á nýjum námsbrautum, s.s. í ferðamálafræðum. Kannaðir verði möguleikar á notkun farsíma í ýmsum greinum, s.s. tungumálum, bókmenntum, sagnfræði, samfélagsfræði og íþróttum. Stefnt verður að nýtingu farsíma í námi nemenda með fötlun og skerta námsgetu. Þetta verður gert þannig að safnað verður gagna með hjálp farsímatækni á vettvangi og þeim síðan komið fyrir í tölvum og á netinu. Teknar verða ljósmyndir, myndbönd og hljóð með farsímunum. Hugmyndin er síðan sú að nægt sé að nálgast þetta efni á netinu og í farsímum. Til dæmis geti ferðamenn eða aðrir sem vilja fræðast um svæðið fengið upplýsingar um staði og náttúru þar sem þeir eru staddir á í gegnum farsímann sinn. Einnig er hugmyndin að þróa ýmis forrit fyrir farsíma og nota GPS tæknina til staðsetningar og setja upp orðabækur, glósubækur og námsefni fyrir farsímana. Möguleikar eru því nær óþrjótandi. Verkefnið verður unnið í nokkrum áföngum og reiknað með að því ljúki árið 2012. Fast í hendi Hér eru nokkrar slóðir á vefi og blogg þar sem fjallað er um farsíma sem náms- og kennslutæki. Í þessu efni kemur meðal annars fram hugtakið „handheld learning“, hvernig finnst lesendum að ætti að þýða það? Gaman væri að heyra frá ykkur um þetta, þið getið sent hugmyndir til kristin@ki.is www.handheldlearning.co.uk/ www.cellphonesinlearning.com/ www.pontydysgu.org/2009/11/25- practical-ideas-for-using-mobile- phones-in-the-classroom/ www.sacbee.com/education/ story/2077070.html literacyispriceless.wordpress. com/2008/01/21/using-cell-phones- as-teaching-and-learning-tools/ blogs.worldbank.org/edutech/ videos/mobiles-0 Áður en hafist er handa við undirbúning samreksturs skóla er nauðsynlegt að skilgreina, hvaða ávinningi stefnt er að. Þegar ákvörðun er tekin um samrekstur er mikilvægt að hafa gott samráð við foreldra og starfsmenn skólanna, m.a. í gegnum skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla. Sveitarstjórn/rekstraraðili skal tryggja að við ákvarðanatöku um samrekstur skóla liggi fyrir áætlun um skipulag samrekstursins og markmið. Tryggt skal að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi við skipulagninguna. NÁM Á FERÐ OG FLUGI Farsímar í framhaldsskólanámi

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.