Skólavarðan - 01.12.2009, Síða 20

Skólavarðan - 01.12.2009, Síða 20
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 SíMENNTUN Lj ós m yn d f rá h öf un d i 20 Árni Einarsson stýrir Forvarnaskólanum þar sem kennt er hvernig hægt er að fyrirbyggja ýmsan skaða sem lífsstíll okkar skapar. Námið á meðal annars erindi við kennara sem hafa áhuga á að efla forvarnastarf í skólum en Árni er sjálfur fyrrverandi grunnskólakennari og lærði uppeldis- og menntunarfræði til meistaragráðu auk kennslufræði til kennsluréttinda. Þá hefur hann stýrt forvörnum á vegum heilbrigðisráðuneytisins og fleiri stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka og látið til sín taka víðar svo sem með setu í bæjarstjórn og þátttöku í nefndum og ráðum. Árni svarar hér nokkrum spurningum sem blaðamaður beindi til hans um námið í Forvarnarskólanum. Er þetta nýtt nám? Fyrir hverja? Hversu langt? „Forvarnaskólinn var stofnaður í janúar 2007“, segir Árni. „Markmið skólans er að auka þekkingu þeirra sem starfa að forvörnum og auka gæði slíks starfs með því að bjóða upp á skipulagða og skilgreinda fræðslu. Námið er ætlað þeim sem vinna, eða ætla sér að vinna, að forvörnum á ýmsum sviðum, svo sem sveitarfélögum, fyrirtækjum, skólum, félagasamtökum, æskulýðs- og íþróttastarfi, fólki sem starfar við löggæslu, sálgæslu, félagsþjónustu eða tekur þátt í kirkjulegu starfi. Með náminu gefst kostur á að öðlast yfirsýn á stuttum tíma sem annars tæki flesta langan tíma. Námið er alls 150 klukkustundir og spannar fjóra mánuði. 100 klukkustundir eru skipulagðar kennslustundir; 50 klukkustundir eru til heimanáms og verkefnavinnu.“ Til hvers? „Stutta svarið er þetta: Þekking og færni eru lykilatriði í forvörnum. Ef ég má bæta aðeins við þá er ljóst að forvarnir njóta vaxandi viðurkenningar enda þörfin fyrir þær augljósar. Margt í lífsstíl okkar nútímafólks getur valdið skaða sem með markvissu starfi er hægt að fyrirbyggja, að minnsta kosti að vissu marki. Til þess þarf þekkingu. Náminu í Forvarnaskólanum er ætlað að koma til móts við þetta og það er viðleitni til þess að bæta menntun og færni þeirra sem starfa að forvörnum.“ Hafa forvarnir í skólum áhrif? ,,Forvarnastarf í skólum getur verið lykilþáttur í forvörnum ef vel er á haldið,“ segir Árni, ,,og felur í sér allt það sem fræðslu- og uppeldisstarf skóla getur áorkað á hverjum tíma til þess að draga úr líkum á að nemendur lendi í vanda, til dæmis neyslu áfengis og annarra vímuefna. ,,Það er mikilvægt að hafa í huga að fræðslu- og uppeldisstarf skóla felst ekki bara í miðlun upplýsinga. Skólinn er mikilvægur uppeldisvettvangur og virkur þátttakandi í félagsmótun, félagsþroska og félagsfærni svo nefnd séu fleiri svið skólastarfsins en fræðslustarfið. Um árabil nær hann til flestra á viðkvæmu mótunarskeiði. Viðfangsefni hans er að búa börnin okkar undir framtíðina, mennta þau og gera þau fær um að sjá fótum sínum forráð og njóta lífsins. Hann hefur á að skipa starfsliði með almenna þekkingu á fræðslu- og uppeldisstarfi. Skólinn er því kjörinn vettvangur fyrir ýmis konar forvarnastarf. Til þess að hann geti sinnt því sem best þarf hugsanlega viðbótarþekkingu við kennaranámið.“ Hvað getum við gert fleira? Grundvallaratriði er að setja skýr markmið og móta skólastarfið og skólabraginn með forvarnir að leiðarljósi. Það er mikilvægt að tryggja menntun og þjálfun þeirra sem sinna starfinu og veita skólunum nauðsynlegt svigrúm og fjármagn til þess að sinna forvörnum.Forvarnir eru svo mikilvægar að við eigum aðeins að sætta okkur við það besta sem völ er á og gera skólunum kleift að sinna hlutverki sínu sem best.“ Forvarnaskólinn Árni Einarsson Óskar kennurum gleðilegra jóla Gleðileg jól kæru kennarar! Gleðileg jól kæru kennarar!

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.