Skólavarðan - 01.01.2003, Síða 10

Skólavarðan - 01.01.2003, Síða 10
á styrkleikum barnanna og þeirri greind sem er sterkust hjá þeim. Þær aðferðir sem ýta undir sjálfræði og innri aga verka og í fæstum tilvikum þarf að grípa til annarra aðferða - heldur nota bara meira af þessum! Auðvitað getur kom- ið upp sú staða að tímabundið þurfi að grípa til annarra aðferða en það er þá í þeim tilgangi að rjúfa vítahring sem hefur myndast og brjótast út úr slæmu mynstri. Sérstaklega gildir þetta varðandi eldri börn. Í leikskólastarfi trúi ég að við eigum alltaf betri lausnir. En það er mín trú að sjálfræðisaðferðirn- ar henti öllum börnum. Þeim þarf að tengjast væntumþykja. Kennaranum þarf að þykja vænt um öll börnin, mynda við þau sterk tengsl og þau þurfa að finna fyrir þessu. Annað lykilatriðið er að öllum þyki gaman, bæði börnum og fullorðnum. Við gleymum svo oft að setja okkur í spor barnanna. Þegar okkur finnst gaman og við erum að fást við áhugaverð verkefni þá erum við til friðs!“ Svo láta þau eins og bestíur „Við eigum að líta á árekstra sem tæki- færi til að kenna samskipti,“ segir Sesselja. „Þótt lítið sé um árekstra í leikskólum sem starfa í anda Kamii og DeVries þá er ekki með beinum hætti reynt að koma í veg fyr- ir þá. Hins vegar eru þeir nýttir sem lær- dómstækifæri, komi þeir upp á annað borð. Við megum heldur ekki gleyma að kenna börnum það sem Kamii og DeVries kalla félagslega þekkingu, eða Social Arbitrary Learning. Hérlendis hugsum við allt of lít- ið fyrir því að undirbúa börn fyrir það sem við erum að fara að gera. Förum til dæmis með börnin á listasafn, þau láta eins og bestíur og þá skömmum við þau! Hvernig eiga þau að vita að þau eiga ekki að hlaupa um og hafa hátt ef við erum ekki búin að segja þeim hvaða umgengnisreglur gilda á safni? Um leið og við byggjum upp sið- gæðiskenndina og sjálfræðið verðum við að kenna eitt og annað af þessum toga,“ segir Sesselja að lokum. keg Kennarar geta tekið á fjölmörgu - en eiga ekki að leysa öll vandamál Iðunn Magnúsdóttir hefur leið- beint á námskeiðum sem haldin eru á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og fjalla um hegðun- arvanda í grunnskólum. Á námskeiðunum er atferlisgrein- ing lögð til grundvallar, en Fræðslumiðstöð ákvað að bjóða skólum í borginni þessa þjónustu í kjölfar könnunar þar sem fram kom að agavandamál væru helsti streituvaldur kennara í starfi. Einnig kalla breytingar í sér- kennslumálum á breytta starfs- hætti og aukna þjálfun kennara. Að sögn Iðunnar er lögð áhersla á að í hverjum skóla starfi þegar fram líða stundir svokölluð lausnarteymi, skipuð kennurum, skólasálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og fleira fagfólki, sem hafi það hlutverk að ráðleggja kennurum og aðstoða þá þegar upp kemur samskipta- og atferlisvandi hjá nemendum. Hvert námskeið er 80 klst. og nær yfir eina önn. Allir skólar í einu skólahverfi senda kennara á hvert námskeið en miðað er við að þátttakendur séu ekki fleiri en átján hverju sinni. Þegar hafa Grafarvogur, Breiðholt og Árbær lokið námskeiðinu og kennarar í skólum í borgarhluta 2 sitja það um þessar mundir. „Kenndar eru grunnaðferðir í atferlis- greiningu sem nýtist vel til að stýra hegðun barna,“ segir Iðunn Magnúsdóttir. „Mikil- vægur þáttur í námskeiðinu er að læra að tileinka sér aðferðir til að safna gögnum um hegðun og hvernig megi nýta sér þau.“ Hegðun og hópast jórnun 12 Reglur eiga að spretta af þörf og um leið og börn hafa þroska til eiga þau að fá að taka þátt í að móta þær. Reglur mega ekki vera „af því bara“ reglur sem allir eru búnir að gleyma til hvers voru settar. Og það er út í hött að setja reglur sem ekki er farið eftir. Iðunn Helstu agatæki og áherslur: • Atferlisgreining notuð til að stýra hegðun • Lausnarteymi • Kennarinn er fyrsti hlekkurinn og þarf að hafa hagnýtar grunnaðferðir til lausnar á valdi sínu Á námskeiðinu læra kennarar að setja agastarfið inn í ákveðinn ramma og aðferðafræðin er ef til vill ólík því sem þeir hafa áður notað því að mikil áhersla er lögð á að mæla og skrá hegðunina. Að því loknu eru valdar leiðir til lausnar í samræmi við atferlislög- málin.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.