Skólavarðan - 01.01.2003, Qupperneq 14

Skólavarðan - 01.01.2003, Qupperneq 14
afar góðu kerfi sem er í raun mjög einfalt. Kennarinn er verkstjóri á staðnum, hann sér um að halda nemendum að vinnu og að vinnufriður ríki. Ef upp kemur agavanda- mál sem kennarinn ræður ekki við grípur umsjónarkennari inn í og ræðir við alla kennara viðkomandi nemanda, ef það næg- ir ekki kemur kennslustjóri til sögunnar og síðasta úrræðið er að kalla eftir aðstoð rektors og námsráðgjafa. Kosturinn við þetta kerfi er sá að allir kennarar nemand- ans tala saman um vandann. Þannig er hægt að vinna mun markvissar og öflugar að úrbótum.“ Þegar sjálfræðisaldurinn var færður úr sextán árum í átján breyttist umhverfi framhaldsskólanna og nemendur skiptust í tvo hópa, undir og yfir átján ára aldrinum. Þetta breytti starfsháttum skólanna og foreldrar eru meðvitaðri en áður um starfið sem þar fer fram. Þeim er meðal annars boðið til kynningar á starfsemi skólans. Að sögn Gísla skilur oft himinn og haf fyrsta árs nemendur og þá sem lengra eru komnir. Vandamálin tengjast þroska nemenda „Vandamálin í framhaldsskólunum eru tengd þroska nemenda, hér er lifandi fólk með miklar tilfinningar og ýmis vandi af félagslegum toga lætur á sér kræla og hefur mikil áhrif á krakkana. Guðrún Seterholm námsráðgjafi í M.S. hefur ákveðna kenn- ingu um þetta sem tengist kynlífinu, en kynorka fólks er mest á aldrinum 17-25 ára. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hve mikil áhrif þetta hefur, að koma inn á „gjörsamlega nýjan markað“ ef svo má segja, og það tekur alltaf töluverðan tíma að ná ró í skólanum á hverju hausti. Hing- að streyma krakkar úr mörgum skólum og mjög margt skilur þau að.“ Gísli telur að kyn eða aldur kennara hafi ekkert að segja um það hvort agavandamál komi upp í bekk eða ekki. Hann segir það algjörlega persónubundið en telur mikil- vægt að tekið sé á málum strax og það sé mun auðveldara í bekkjarkerfi en áfanga- kerfi, þar sem hægt er að vinna með af- mörkuðum hópi, þ.e. bekknum. „Þegar komið er upp í fjórða bekk er svo varla hægt að segja að agavandamál séu lengur fyrir hendi. En bekkjarkerfið býður jafnframt upp á þá hættu að að foringi komist til valda og þá stundum undir nei- kvæðum formerkjum. Kennarar verða að standa vel saman þegar neikvæður foringi kemur upp í bekknum. Það er slæmt þegar það gerist en jafn ánægjulegt þegar foring- inn er jákvæður, slíkur foringi passar upp á allt og alla, mismunar ekki og smitar út frá sér gleði. Í bekkjarkerfi upplifa krakkarnir líka samkennd, þau taka þátt í gleði og sorgum bekkjarfélaganna og læra að taka þátt í upplifun hver annars af hvaða toga sem er.“ Til Síberíu Stundum þarf að grípa til aðgerða og Gísli segist gjarnan grípa til þess að senda nemendur til „Síberíu“. „Ég hef sent nemendur í það sem ég kalla „Síberíuvist“ sem þýðir að þau eru tekin út úr hópnum til að halda friðinn í bekknum. Stundum virkar þetta en stund- um þarf meira til. Oftast nægir að nemandi sitji einn í viku til hálfan mánuð í Síberíu. Ef það dugar ekki og um alvarlegt tilfelli er að ræða þá vísa ég nemanda til kennslu- stjóra eða námsráðgjafa. Ég kenni nýnemum stærðfræði og náms- áætlanir, sem nemendur fá í upphafi annar, eru hluti af agatæki og styðja kennarann í agastarfi. Búið er að setja fyrir út önnina og nemandinn getur þar með stjórnað námi sínu betur. Fólk á þessum aldri lítur á sig sem fullorðið fólk og vill láta koma fram við sig sem slíkt. Það vill taka ábyrgð á sjálfu sér og þetta er ein leið til þess. Strax í upphafi annar legg ég sem sagt fram náms- áætlun þar sem farið er yfir það sem nem- endur eiga að læra um veturinn. Þeir ráða hvenær eða hvar þeir læra en það krefst sjálfsaga sem sumir eiga erfitt með. Mér er sama hvenær nemendur vinna það sem fyr- Hegðun og hópast jórnun 16 Við höfum komið hér upp afar góðu kerfi sem er í raun mjög ein- falt. Kennarinn er verkstjóri á staðnum, hann sér um að halda nemendum að vinnu og að vinnu- friður ríki. Ef upp kemur aga- vandamál sem kennarinn ræður ekki við grípur umsjónarkennari inn í og ræðir við alla kennara viðkomandi nemanda, ef það nægir ekki kemur kennslustjóri til sögunnar og síðasta úrræðið er að kalla eftir aðstoð rektors og námsráðgjafa. Kennarar verða að standa vel saman þegar neikvæður foringi kemur upp í bekknum. Það er slæmt þegar það gerist en jafn ánægjulegt þegar foringinn er já- kvæður, slíkur foringi passar upp á allt og alla, mismunar ekki og smitar út frá sér gleði.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.