Skólavarðan - 01.01.2003, Síða 16

Skólavarðan - 01.01.2003, Síða 16
Gildistími kjarasamnings grunnskólans (þ.e. grunnskólakennara og skólastjóra) er til 31. mars á næsta ári og er því um eitt ár þangað til fyrsta viðræðuáætlun vegna gerðar nýrra samninga þarf að liggja fyrir. Síðan renna kjarasamningar annarra hópa út hver af öðrum. Kjarasamningur fram- haldsskólakennara 30. apríl, leikskólakenn- ara 31. ágúst og tónlistarskólakennara 30. september. Segja má að ráðstefna Kjararáðs marki upphaf undirbúnings fyrir næstu samn- ingagerð og um leið upphaf að nýrri sókn til enn betri kjara. Í setningarávarpi sínu sagði Eiríkur Jóns- son, formaður Kennarasambands Íslands, að ef til vill fyndist mönnum ár langur tími, en þeir sem þekktu til vinnu við und- irbúning kröfugerðar og kjarasamninga vissu að eitt ár væri fljótt að líða. Kjarasamningar félaganna og launaþró- un einstakra hópa voru kynnt á ráðstefnun- ni.Tilgangurinn með henni var ekki síst sá að bera saman kjarasamninga félaganna og ræða ólíkt samningsumhverfi og áherslur einstakra hópa, sem er forsenda þess að samninganefndir geti tekið málefnalega ákvörðun um hugsanlega samvinnu og sameiginlegar áherslur í næstu kjarasamn- ingum. Lagður var fram á ráðstefnunni ná- kvæmur samanburður á efnisatriðum kjara- samninga allra aðildarfélaga Kennarasam- bandsins. Það er einnig þýðingarmikið að leita út fyrir múrana eftir nýjum hugmyndum í kjarabaráttunni og upplýsingum um reynslu annarra. Þess vegna voru fulltrúar þriggja samstarfsaðila utan Kennarasam- bandsins, Friðbert Traustason formaður Sambands íslenskra bankamanna, Sjöfn Ingólfsdóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Ína Hjálmarsdóttir formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, fengnir til að fara nokkrum orðum um samningamál félaga sinna. Átta vinnuhópar störfuðu á þinginu og fjölluðu um nokkrar lykilspurningar sem tengjast næstu samningagerð, þ.á m. áherslur varðandi launaliði, launasamsetn- ingu og hugsanlegar sameiginlegar kröfur í því sambandi, svo og áherslur varðandi vinnutíma og sameiginleg réttindamál. Samið verði um stórhækkun grunnlauna Vinnuhóparnir átta benda m.a. á eftirfarandi atriði: • Að leggja beri áherslu á stórhækkun grunnlauna í næstu kjarasamningum þannig að hægt sé að lifa sómasamlegu lífi á þeim. • Að ekki megi semja um launaliði til langs tíma. • Til greina komi að tvískipta samningum þannig að samið verði um laun til styttri tíma en um réttindamál til lengri tíma. • Launasamsetning miðist við menntun, starfsreynslu, ábyrgð og stjórnun. • Draga eigi úr kennsluskyldu (einkum grunnskólakennara og leikskólakennara) og lengja undirbúningstíma. • Leggja áherslu á nána samvinnu félag- anna í réttindamálum, t.d. varðandi sjúkrasjóð, orlofssjóð, viðbótar lífeyrissparnað, tryggingamál, þ.m.t. sjúkdómatryggingar. • Staða trúnaðarmanna verði styrkt og greitt fyrir störf þeirra. • Leggja beri áherslu á að grunnskóla- kennarar og skólastjórar geri tvo aðskilda kjarasamninga. • Skilgreina þurfi starfssvið og vinnutíma skólastjóra grunnskóla. • Skilgreina þurfi vinnutíma leikskólastjóra. Kjararáðstefna 18 Kjararáð Kennarasambands Íslands kallaði fulltrúa samninganefnda allra aðildar-félaga sambandsins til ráð- stefnu um samningamál föstudaginn 17. febrúar. Þetta er fyrsta ráðstefnan sem haldin er á vegum Kjararáðs sem er sameiginlegur vettvangur aðildar- félaga Kennarasambandsins um stefnumörkun í kjarasamningum. Upphaf sóknar til enn betri kjara Þróun dagvinnulauna frá ágúst 1996 til nóvember 2002

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.