Skólavarðan - 01.01.2003, Page 17

Skólavarðan - 01.01.2003, Page 17
Dagvinnulaun leikskólakennara lægri en annarra kennara Á ráðstefnunni kynnti Oddur Jakobsson fulltrúi Félags framhaldsskólakennara í Kjararáði yfirlit byggt á gögnum frá KOS um launaþróun hjá þremur hópum kennara sem starfa í framhaldsskólum, grunnskól- um og leikskólum Reykjavíkurborgar. Ekki liggja fyrir sambærilegar upplýsingar hjá KOS um launaþróun tónlistarskóla- kennara. Í yfirlitinu kemur fram að meðal- dagvinnulaun leikskólakennara eru talsvert lægri en grunnskólakennara og framhalds- skólakennara. Þegar þróun dagvinnulauna frá nóvem- ber 2000 til nóvember 2002 hjá þessum þremur hópum er skoðuð kemur í ljós að mánaðarleg meðal dagvinnulaun leikskóla- kennara eru kr. 56.881 lægri en framhalds- skólakennara og kr. 29.881 lægri en grunnskólakennara. Í nóvember 2002 voru meðal dag- vinnulaun þessara hópa sem hér segir: • Framhaldsskólakennarar kr. 222.181 • Grunnskólakennarar kr. 205.229 • Leikskólakennarar kr. 175.300 Til samanburðar voru meðal dag- vinnulaun sömu hópa í desember 2000: • Framhaldsskólakennarar kr. 135.195 • Grunnskólakennarar kr. 139.373 • Leikskólakennarar kr. 121.328 Af þessu má ráða að leikskólakennarar muni í næstu kjarasamningum leggja mikla áherslu á hækkun grunnlauna og að þeir fái sömu laun og aðrir kennarar með sam- bærilega menntun. Meðaldagvinnulaunin 215.000 kr. í lok samningstímans Eins og fyrr segir ná upplýsingar KOS ekki til launaþróunar tónlistarskólakenn- ara, en í kynningu á kjarasamningi FT á ráðstefnu Kjararáðs voru gefin dæmi um laun tónlistarskólakennara. Þar kom fram að grunnlaun byrjanda, 27 ára með BA próf eða samsvarandi og 6 launaflokka úr potti, eru kr. 155.146 á mánuði. Meðalkennarinn, sem er 43 ára, meða 2 ára framhaldsnám og 6 launaflokka úr potti, hefur kr. 198.033 í grunnlaun. Meðaldagvinnulaun tónlistarskólakenn- ara voru um kr. 123.000 fyrir samninga, en verða tæplega 215.00 krónur á mánuði í lok samningstímans. Hlutur dagvinnulauna hefur aukist hjá framhaldsskólakennurum Hlutur dagvinnulauna í heildarlaunum framhaldsskólakennara hefur aukist á samningstímanum, en við gerð núgildandi kjarasamnings framhaldsskóla settu samn- ingsaðilar sér það markmið að auka hlut dagvinnulauna. Samkvæmt yfirlitinu um launaþróun eru dagvinnulaun framhalds- skólakennara nú rösk 70% af heildarlaun- um þeirra. Hlutur dagvinnulauna er milli 80 og 90% hjá grunnskólakennurum og leikskólakennurum. Dagvinnulaun framhaldsskólakennara fyrstu 11 mánuði ársins 2002 voru að með- altali kr. 221.320 á mánuði en heildarlaun að meðaltali kr. 297.455. Á sama tímabili voru dagvinnulaun grunnskólakennara að meðaltali kr. 203.992 en heildarlaun kr. 238.136. Dagvinnulaun leikskólakennara voru kr. 167.712 að meðaltali en heildarlaun kr. 192.576. Helgi E. Helgason Kjararáðstefna 19

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.