Skólavarðan - 01.01.2003, Side 19

Skólavarðan - 01.01.2003, Side 19
heiti okkar á þeim tíma, var inntökuskilyrði próf frá húsmæðraskóla eða álíka grunn- menntun í hannyrðum. Nú útskrifar Kenn- araháskóli Íslands textílkennara en inn- tökuskilyrði er aðeins grunnskólapróf í textílmennt. Vekur það nokkra undrun því að nokkrir fjölbrautaskólar og iðnskólar bjóða upp á list- og verknámsbrautir.Vorið 2002 útskrifuðust nemendur með 30 ein- ingar í faginu. Að baki hverri einingu hafa undanfarin ár staðið 30 kennslustundir, nú er aðeins greitt fyrir 20 kennslustundir en heimilt er að hafa þær aðeins 16. Vorið 2003 útskrifast enginn nemandi með próf í textílmennt. Við sem kennum textílmennt í grunnskólum velt- um stundum fyrir okkur hvort ekki þyrfti að vera meiri sam- vinna og tengsl milli KHÍ og grunnskólanna. Nú fyrir stuttu komu fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins fram í fjölmiðlum og lýstu yfir áhyggjum sínum af verkmenntakennslu í landinu. Töldu þeir ekki lengur hægt að ráðast í stór verkefni nema flytja inn verkmenntað fólk. Slíkur væri orðinn skortur á iðnmennt- uðu fólki á Íslandi. Í ár verða engin námskeið haldin á vegum Félags textílkennara því að félagið hefur ekki fengið neina styrki til námskeiðahalds þetta árið. Engin námskeið verða heldur haldin á vegum KHÍ því að nú er grunnskólunum ætlað að sjá kennurum sínum fyrir sí- menntun eða endurmenntun. Við marga skóla er aðeins einn textílkennari starfandi og er því viss hætta á faglegri einangrun. Eðlilega vakna því spurningar sem þessar: • Hvert sæki ég endurmenntun mína í faginu? • Verð ég að fara út fyrir landsteinana? • Hver borgar? • Á ég eitthvað inni í Vonarsjóðnum? • Vill skólastjórinn minn vera svo al- mennilegur að borga fyrir mig nám- skeið? Enn reynir á vald skólastjórans og viðhorf. • Hvar stendur greinin í forgangs- röðuninni? • Verð ég ef til vill að borga úr eigin vasa? Er einhver hissa þó að við textílkennarar höfum áhyggjur af framtíð greinarinnar? Hafa einhverjir fleiri áhyggjur? Snúum bökum saman og höldum vörð um verk- mennt í landinu. Ingibjörg Valdimarsdóttir Höfundur er textílkennari í Álftamýrarskóla. Text í lmennt 21 „Ný kynslóð, sem hefur fengið helmingi minni kennslu í textílmennt, er vaxin úr grasi og í ljós hefur komið að flókin og vandasöm verktækni lærist ekki á þeim stutta tíma sem greininni er ætlaður í kennslu“, segir Ingibjörg Valdimarsdóttir meðal annars í grein sinni. Þann 17. janúar var dregið úr innsendum lausnum í verðlauna- krossgátu Skólavörðunnar. Eftirtaldir félagar í Kennarasam- bandi Íslands fá heimsendan bókapakka innan tíðar: 1. verðlaun: Stefanía Björnsdóttir, Hlíðarhjalla 72, 200 Kópavogi 2. - 3. verðlaun: Ingi Árnason, Skógarási 13, 110 Reykjavík og Sigurður Sigurðsson, Tjarnarlöndum 13, 700 Egilsstöðum. Vinningshöfum er óskað til hamingju með sigurinn. Verðlaunahafarnir veiddir upp úr hatti Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir er sérlegur hattari í Kennarahúsinu og sést hér fiska lausnir verðlaunahafanna upp úr kassa sem var staðgengill hattsins að þessu sinni.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.