Skólavarðan - 01.09.2012, Síða 25
25
Skólavarðan 1. tbl. 2012ALþjóÐAsAmstARf
Forysta (e. leadership)
Það sjónarmið hefur verið ráðandi um hríð að flest skipulögð verkefni
krefjist leiðtoga eða forystumanns (e. leader). Áherslan hefur nú færst
yfir á mikilvægi forystu frekar en forystumanns; þannig er forystan
ekki lengur persónugerð eins og fyrr. Hún getur verið á höndum ein-
staklings, en ekki síður hóps eða teymis, og þannig sérstakt verkefni
frekar en sérstök manneskja.
Samstarf (eða samvinna og hlutdeild) (e. partnership)
Skipulag ráðstefnunnar speglaði vilja til að rækta samstarf ólíkra hags-
munaaðila sem iðulega takast á um mörg mikilvæg mál. Hér er einkum
átt við stjórnvöld annars vegar og samtök fagfólks hins vegar og þar er
kennarastéttin mest áberandi. En fleiri faghópar áttu aðild að skipulagi
ráðstefnunnar og fulltrúa í sendinefndum landanna. Sá tónn var sleginn
á ráðstefnunni að unga fólkið, og raunar þjóðfélagið allt, ætti skilið að
hið margslungna og mikilvæga verkefni að efla góða menntun myndi
bera gæfu til að einkennast af samvinnu og samstillingu þeirra sem
bæru á því ábyrgð. Ekki síst þegar hraðar samfélagsbreytingar kölluðu
á sífellda og iðulega mikla endursköpun nánast allra þátta þessa
verkefnis; umbreytingu sem gengi alltof hægt.
Kerfissýn (e. system view)
Kerfi hafa sína miklu kosti og galla. Þeirri skoðun var haldið nokkuð
staðfastlega fram og fékk að mínu mati góðan hljómgrunn að
skipulag menntunar á öllum stigum, allt frá menntun ungra barna til
endurmenntunar fagstétta, krefðist heildstæðrar hugsunar og skipulags
eða a.m.k. yfirsýnar talsvert umfram það sem almennt tíðkaðist og
raunar meira skipulags eða kerfis. Í því ljósi er m.a. eftirtektarverður
ásetningur íslenskra stjórnvalda að tengja saman grunnhugsun nýrra
námskráa á öllum skólastigum (án þess þó að gera lítið úr muninum á
þessum stigum). Flestar þjóðir hafa þróað öflug kerfi grunnmenntunar,
sem sinna menntun ungs fólks allt til menntunar fagstétta, þ.e. skóla-
kerfi sín, en innan þeirra finnast ekki kerfi til umbóta (t.d. innleiðslu
nýrra námskráa), né kerfi til þess að leiða nýja kennara inn í starf sitt,
né kerfi endurmenntunar eða starfsþróunar. Allt eru þetta verkefni sem
eru a.m.k. jafnbrýn og þau sem sinnt er af því kerfi sem fyrir er en það
er undir hælinn lagt hvort þeim er sinnt eða ekki. Þau eru utan allra
kerfa, – en eiga þau að vera það?
Nýjar kröfur, ný verkefni 21. aldar (e. 21st century skills)
Um þessi viðfangsefni hefur verið rætt af nokkurri alvöru í vel rúman
áratug en mér fannst athyglisvert hve margir voru reiðubúnir til þess
að gefa þeim nú raunverulegan forgang, þótt fáir hafi enn skipað
þeim þann sess sem íslensk stjórnvöld hafa gert í nýrri námskrá.
En skilningur á mikilvægi þeirra virtist skýr og miðað við afstöðu
talsmanna OECD þá munu þau fá sýnilegri forgang í verkefnum
þeirrar stofnunar á næstunni. Í því sambandi voru þau tengd PISA
niðurstöðunum og þótt viss samstaða væri um mikilvægi þeirra þá var
sagt mjög berum orðum að færni sem ekki væri auðveldlega mæld yrði
sífellt mikilvægari (sjá m.a. erindi Andreas Schleicher) og miklu skipti
að meta ekki mikils aðeins það sem væri mælt heldur mæla það sem
við mætum mest.
Starfsþróun (e. professional development)
Það er deginum ljósara að allar þær umbyltingar í inntaki, hlutverki
og starfsháttum menntakerfa í heiminum kalla á stöðuga og kraft-
mikla endurnýjun í öllum skólakerfum og þess vegna er sjónum
„ Nú er spurt, hvort ekki sé tilefni til að horfa
meira til fagmennsku kennarans sem birtist ekki
ætíð í þeim mælingum sem eru sýnilegastar, en
felst í reynslu hans, faglegri sýn, í því umhverfi sem
hann hrærist og skilningi hans á verkefni sínu.“