Skólavarðan - 01.09.2012, Side 31
31
Skólavarðan 1. tbl. 2012sAmRæÐAn
„Ef skólinn á að auka hæfni einstaklingsins til að „takast á við
áskoranir daglegs lífs“ eða „efl a skilning hans á eiginleikum sínum“
er það brýnast verkefna að þróa kennsluhætti frá gömlum mötunar-
aðferðum í átt að sjálfstæðari vinnu nemenda. Skólinn þarf að þróast
frá félags- og fræðslumiðstöðvarforminu yfi r í það að vera vinnustaður
nemendanna. Kennslufræðin hafa boðað það lengi að kennarinn er ekki
lengur fræðari heldur verkstjóri. Skólarnir þurfa að taka mið af þessu
með því að breyta námsaðstöðu og treysta nemendum fyrir viðameiri
verkefnum sem reyna á hæfni þeirra og auka frumkvæði.“
„Háleit markmið nýrrar Aðalnámskrár leikskóla eru í sjálfu sér góð og
göfug. Það er hins vegar fráleitt að ætla að gjörbylta öllu skólastarfi
í leikskólum með innleiðingu nýrra grunnþátta án þess að veita
aukið fjármagn í skólana og gefa þeim nauðsynlegan tíma. Starfsfólk
leikskóla, sérstaklega sameinaðra leikskóla, hefur um langt skeið
starfað undir miklu álagi án nokkurrar umbunar og það er hreint ekki á
það bætandi.“
„Brýnustu verkefni skólanna á næstu árum eru óþrjótandi og
tæplega öll fyrirséð. Þó er klárt að skólafólk þarf að leggja áherslu á
grunngildin, svo sem vináttu, kurteisi, réttlæti og skynsemi, því ekkert
hjálpar manneskjunni betur að skilja sjálfa sig og greiða sér leið í
fl ókinni veröld. Það þarf að leggja áherslu á þekkingarleitina umfram
þekkinguna sjálfa, námið frekar en kennsluna. Skólastarf þarf aukin
heldur að lúta sama aðalmarkmiði og hlýtur að vera í lífi nu sjálfu, þ.e.
að njóta þess, og lífsins verður ekki notið í námi án þess að leika, skapa
og brosa.“
„Tónlistarnám er einstaklingsmiðað nám og því mikilvægt að
horfa til fjölbreytileika nemendahópsins. Spyrja þarf hvernig best
sé hægt að mæta þörfum hvers og eins í því skyni að auka gæði
námsins enn frekar. Fjölbreytni og sveigjanleiki í kennsluháttum og
námsmatsleiðum eru þar mikilvæg atriði.
Það er spennandi verkefni fyrir okkur sem störfum við tónlistar-
kennslu að þróa þátt sköpunar í náminu og gera nemendur virkari í
öllu námsferlinu.
Mikilvægt er að efl a kennaramenntun og auka áherslu á rannsóknir
og þróunarstarf.“
„Ný námskrá gerir ráð fyrir að nám stuðli að fjölbreytilegri hæfni
nemenda í fl óknu og síbreytilegu nútímasamfélagi en byggi ekki
einungis á einstefnumiðlun þekkingar. Sjónarhornið er á hæfni nem-
andans að námi loknu og það er knýjandi að breyta kennsluháttum
í samræmi við það. Námskráin nýja kallar á fjölbreytilegri leiðir í
námsmati þar sem árangur nemenda verður metinn út frá hæfnivið-
miðum og námið verður mun verkefnamiðaðra. Launakjör kennara
þurfa að vera í takti við þessa þróun og endurspegla breyttar áherslur
í kennarastarfi nu.“
„Verkefni grunnskólanna á næstu árum eru fjölmörg og áhugaverð.
Brýnt er að sinna enn frekar áhersluþáttum, svo sem að efl a
félagsfærni nemenda, sjálfsvitund og gagnrýna hugsun.
Það er mikilvægt að haga skólastarfi nu þannig að nemendur verði
áhugasamir í náminu, þeir verði virkir þátttakendur, læri að vinna
saman og tjá sig á fjölbreyttan hátt. Nútíminn er fl ókinn og sam-
félagið tekur örum breytingum. Við þurfum því að huga vel að því
að nemendur okkar fái haldbæra menntun sem gerir þá að þroskaðri
einstaklingum, umhyggjusömum og skapandi.“
Halla Kjartansdóttir,
kennslustjóri í Mennta-
skólanum við Sund
Ásmundur Kristberg Örnólfsson,
aðstoðarleikskólastjóri á
Ægisborg
Þröstur Geir Árnason,
framhaldsskólakennari í
Verzlunarskóla Íslands
Sóley Halla Þórhallsdóttir,
aðstoðarskólastjóri
Heiðarskóla
Elín Anna Ísaksdóttir
tónlistarskólakennari í
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
Anna Metta Norðdahl,
leikskólakennari Sólhlíð