Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 38
38 Skólavarðan 1. tbl. 2012námsKRáRnAR Texti: Haraldur Bjarnason Myndir: JS Fjögur hundruð og fimmtíu þátttakendur voru á málþingi sem haldið var í Flensborgarskóla föstudaginn 31. ágúst sl. undir yfirskriftinni „Lærum hvert af öðru - Virkjum grunnþættina.“ Nýútkomnar aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla voru þar lagðar til grundvallar og málþingið haldið í tilefni af útkomu þeirra. Með útgáfu nýrra aðalnámskráa er brotið blað í íslensku skólastarfi. Áherslan er færð á nemandann og hæfni hans til að takast á við áskoranir daglegs lífs, starfsumhverfis og næsta skólastigs. Nám í skóla felur ekki einungis í sér aukna þekkingu, leikni og hæfni í mismunandi námsgreinum heldur stuðlar jafnframt að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Liður í því er innleiðing grunnþátta sem eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Lærum hvert af öðru, virkjum grunnþættina Fjölsótt málþing í Flensborgarskóla. Börn úr leikskólanum Klömbrum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.