Skólavarðan - 01.09.2012, Side 39
39
Skólavarðan 1. tbl. 2012námsKRáRnAR
Það voru Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra
sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands sem stóðu fyrir málþinginu
í samvinnu við Flensborg. Málþinginu var varpað beint út á netið
og þannig var hægt að fylgjast með því um allt land. Nemendur í
fjölmiðlun við Flensborgarskóla áttu veg og vanda að útsendingunni
undir stjórn kennara síns, Halldórs Árna Sveinssonar. Upptökur frá
málþinginu má nálgast á fréttavef Flensborgar, gaflari.is.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra setti
málþingið og flutti inngangsorð. Að því loknu tóku við fjögur
inngangserindi um innleiðingu grunnþátta málþingsins og kölluðust
þau kveikjur á dagskránni. Málstofurnar að loknum kveikjum voru
fjórtán talsins og höfðu þessar yfirskriftir:
1. Jafnrétti í skólastarfi
2. Lýðræði og mannréttindi í skólastarfi
3. Heilbrigði og velferð í skólastarfi
4. Sköpun í skólastarfi
5. Sjálfbærni í skólastarfi
6. Læsi í skólastarfi
7. Þáttur nemenda
8. Þáttur stjórnenda
9. Áhrif á námsmat
10. Grunnþættir á yngra stigi og í leikskólum
11. Grunnþættir á unglingastigi og í framhaldsskólum
12. Grunnþættir í leikskólastarfi
13. Grunnþættir í grunnskólastarfi
14. Grunnþættir í framhaldsskólastarfi
Námskrárnar eru grundvöllur fyrir samræðu
Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir ánægju sinni með að þessu málþingi
hefði verið hleypt af stað og ekki síst hversu vel það væri sótt. Hún
þakkaði gott samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Ekki
síst sagðist hún þakka starfsmönnum og nemendum Flensborgar fyrir
góðan undirbúning og vel væri við hæfi að halda málþingið í Flensborg
sem ætti merkilegan stað í menntasögu landsins sem einn elsti skóli
þess. Upphaflega sem barnaskóli, síðan gagnfræða- og alþýðuskóli.
Þar hefði líka verið stofnað til kennarafræðslu árið 1891. Nýjasta tækni
væri notuð við þetta málþing og nemendur fjölmiðladeildar í Flensborg
vörpuðu inngangserindum á netið og hún bauð velkomna þátttakendur
í málþinginu víða um land. „Almenn menntun var eitt af þremur
atriðum sem Jón Sigurðsson forseti sagði grundvöll fyrir sjálfstæði
Íslands og það hefur auðvitað gífurlega mikið breyst síðan Jón var
að alast upp,“ sagði Katrín og bætti við að nýju námskrárnar væru
grundvöllur fyrir samræðu um starfið í skólunum og hún væri jafnframt
mikilvægur grunnur til að byggja ofan á þær. Því væri þetta málþing
og málstofurnar sem því fylgdu góð byrjun. Hún talaði um sjálfbærni
og hversu víðtækt það hugtak væri. „Sjálfbærni ætti að hafa í huga í
öllu skólastarfi. Sjálfbær þróun snýr ekki bara að umhverfismálum.
Hún snýr líka að menntamálum og samfélagsmálum,“ sagði Katrín.
Hún sagði að menntun væri lykillinn að öllu í samfélaginu og nýju
námskrárnar hefðu vakið það mikla athygli að horft væri til þeirra á
hinum Norðurlöndunum.
Þurfum að komast út úr kössunum
Fyrsta kveikjan var í umsjá Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra
Hornafjarðar. Hún varpaði á skjáinn landakorti með ör sem sýndi hvar
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Sjálfbærni ætti að hafa í huga í öllu
skólastarfi. Sjálfbær þróun snýr ekki
bara að umhverfismálum. Hún snýr líka
að menntamálum og samfélagsmálum.
„Menntun er lykill að
öllu í samfélaginu.“