Skólavarðan - 01.09.2012, Side 40

Skólavarðan - 01.09.2012, Side 40
40 Skólavarðan 1. tbl. 2012 Höfn í Hornafirði væri.Hún sagðist svo sem ekki ætla að viðstaddir væru svo fávísir í landafræði að vita ekki hvar Hornafjörður væri heldur gerði hún það til að sýna að Hornafjörður væri jaðarbyggð bæði á Austur- og Suðurlandi. Þannig hefðu íbúar þar þurft að bjarga sér í fámennu samfélagi og byggja upp. Ragnhildur fjallaði svo um lærdómssamfélagið á Höfn. „Ef við ætlum að sjá samfélag, sem býður upp á menntun í þágu fólksins og í þágu samfélagsins, þá þarf menntun að vera sjálfsagður hluti af samfélaginu allan ársins hring og við þurfum að skapa aðstöðu til þess með misjöfnum hætti, á misjöfnum stöðum og á misjöfnum tímum,“ sagði Ragnhildur. Hún bætti við að menntun væri lykill að öflugu atvinnulífi, öflugum einstaklingum og öflugu samfélagi. „Við á Hornafirði gerðum okkur grein fyrir því að ef við ætluðum að lifa eftir þessari sannfæringu, að menntun skipti máli, þá þyrftum við að skapa samfélag sem byði upp á menntun í þágu fólksins sem býr þar og í þágu samfélagsins en ekki í einhverjum kerfum. Við fórum að að tala saman en orð eru til alls fyrst. Við rákumst víða á veggi. Þarna eru margir stórir kassar. Við ætluðum að fá einhverjar samræmdar leiðir inn í öll skólastig í þessu litla samfélagi. Það gekk ekki og ég spyr, höfum við efni á að raða okkur inn í svona kassa?“ sagði Ragnhildur og átti við að fjármagnið væri alls staðar njörvað niður eftir skólastigum, sveitarfélögum og ríki. Þannig væri erfitt fyrir lítil samfélög að veita þjónustu á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla en samt væri þetta hægt með nútíma tækni. „Við þurftum því að komast út úr þessum kössum,“ sagði hún. Ragnhildur sagði nýsköpunarmiðstöðina Nýheima á Höfn mikilvæga. „Þegar þessar snilldar námskrár komu út sáum við tækifæri til að sækja um til Sprotasjóðs og fá verkefni inn í Nýheima sem tengir saman öll menntastig. Við mynduðum stýrihóp með stjórnendum allra þessara fræðslustiga og réðum verkefnisstjóra, Sigurð Mar Halldórsson kennara. Í vetur ætlum við okkur að mynda sex hópa með fulltrúum úr öllum skólum og skólastigum. Þar á að ræða hvernig við getum unnið saman að þessu verkefni. Við fáum hjálp utan skólanna við þessa vinnu. Við ætlum að tala okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Lokamarkmiðið er að við verðum með sáttmála um skólastefnu sveitarfélagsins Hornafjarðar,“ sagði Ragnhildur Jónsdóttir. Heilsuefling skiptir máli Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla, fjallaði um heilbrigði og velferð í skólastarfi. Hann útlistaði þá stefnu sem Flensborg hefði tekið í heilsueflingu og hollustu. „Við fengum þetta nýja hús árið 2006 og þá byrjuðum við á að endurskipuleggja mötuneytið og sex árum seinna er sjoppan horfin úr nágrenninu.“ Hann sagði öllum ljóst að heilsuefling skipti máli enda vellíðan mikilvæg í námi. „Við byrjuðum með aðlögun að þessu árið 2009 og vorum komin af stað með þetta að fullu árið 2010. Verkefnið Heilsueflandi skóli felst í fjórum þemum; næringu, hreyfingu, geðrækt og lífstíl. Nú erum við á þriðja árinu og ætlum sannarlega að rækta geð okkar á 130 ára afmælisári skólans en við miðum afmæli skólans við stofnun alþýðuskóla hér í Flensborg árið 1882.“ Fyrsta árið í þessu verkefni Flensborgarskólans snerist um næringu, settar voru upp fræðslusýningar í skólanum, bæði í anddyri og á bókasafni. Þá var hafin breyting á mötuneyti og Magnús sagði starfsmenn hafa verið svo heppna að fá að vinna með Lýðheilsustöð að gerð handbókar þannig að þeir hafi í raun verið búnir að ná öllum sínum markmiðum fyrr en til stóð og því hefði þurft að setja ný. Hreyfingin kom svo á öðru ári og hófst með almenningshlaupi, sem upphaflega átti einungis að vera með þátttöku nemenda og kennara en áhuginn var svo mikill utan skólans að um 300 hlauparar mættu. „Þeir hlupu í átt að Kaldárseli og rötuðu allir til baka.“ Í framhaldi af því var svokallað Lífshlaup sett af stað í samstarfi við ÍSÍ. „Stærsta verkefnið var svo í samvinnu við aðra skóla í bænum og kallaðist Hafnarfjörður á iði. Við settum síðan saman gönguleiðakort sem er hér úti á plani.“ Magnús sagði öll þessi þemu hafa beina vísun í grunnþætti námskrár. Á næsta ári er þemað lífstíll og segir Magnús að án efa verði jafn gaman að takast á við það eins og verið hafi með hin þrjú. Þemun fjögur eiga svo að rúlla áfram næstu árin. Við fengum þetta nýja hús árið 2006 og þá byrjuðum við á að endurskipuleggja mötuneytið og sex árum seinna er sjoppan horfin úr nágrenninu. Ráðstefnugestir í Flensborgarskóla skiptu hundruðum. Magnús Þorkelsson. námsKRáRnAR

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.