Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 9
þessu upprunalandi margra grunngilda nútíma lýðræðis og mannréttinda (skv. sjálfsskilgrein- ingu La Grande Nation). Nú eru hægristjórnir komnar að kjötkötlun- um í Frakklandi, á Ítalíu, í Portúgal, í Hollandi, Noregi og Danmörku þar sem vinstristjórnir voru á árinu 2000. Miðju-vinstristjórnir (krata- stjórnir) hafa hins vegar haldið velli í Bretlandi, Svíþjóð og Þýzkalandi. Ósigur Frelsisflokksins í Austurríki í kosning- unum í lok nóvember hefur orðið sumum tilefni til að álykta sem svo að uppgangssveifla hægripopúlisma í álfunni sé nú aftur á niðurleið, en aðrir stjórnmálaskýrendur segja að þótt slík hreyfing dali í einu landi þurfi það ekki að þýða að samsvarandi hreyfingar í öðrum Evrópulönd- um geri það líka. Lítum annars, áður en lengra er haldið, á nokkr- ar staðreyndir um innflytjendur í Evrópu og heiminum, fyrst innflytjendamál hafa sýnt sig að vera slíkt afgerandi hitamál í okkar heims- hluta á síðustu misserum. Samkvæmt tölum sem Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna birti í lok október hefur heildarfjöldi fólks sem flutzt hefur búferlum milli landa meira en tvö- faldast í heiminum á síðasta aldarfjórðungi. Nú búa um 175 milljónir manna í öðru landi en þeir fæddust í. Nær þessi tala bæði yfir löglega og ólöglega innflytjendur, svo og um 16 milljónir flóttamanna. Á árinu 2000 bjuggu um 56 millj- ónir innflytjenda í löndum Evrópu, þar af flestir í Þýzkalandi, Frakklandi og Bretlandi – eru þar þó aðeins taldir innflytjendur af „fyrstu kyn- slóð“. Í sumum löndum álfunnar hefur hlutfall íbúa fætt utan landamæranna vaxið mjög á síð- ustu áratugum – í Hollandi og Austurríki hefur þetta hlutfall t.a.m. vaxið úr 2% í 10% á síð- ustu 30 árum. Mannfjöldastofnunin spáir því, að á næstu áratugum muni innflytjendastraum- ar færast enn í aukana, ekki sízt vegna þess að í mestu velmegunarríkjunum fer hlutfall aldr- aðra hríðvaxandi vegna lágrar fæðingartíðni og síhækkandi meðalaldurs íbúanna. Þetta á við um mjög mörg ríki Evrópu. En þessi lönd vilja stýra því hverjir fá að flytja þangað, og reglur þar að lútandi hafa verið mjög í brennidepli um- ræðunnar í viðkomandi löndum. „Æ oftar sjá- um við þessi tvöföldu skilaboð: Við viljum inn- flytjendur, en aðeins af sérstöku tagi og við vilj- um ekki sjá aðrar gerðir [innflytjenda],“ sagði Joseph Chamie, yfirmaður Mannfjöldastofnun- arinnar er hann kynnti nýjustu ársskýrslu stofn- unarinnar. Þannig væri víða sótzt eftir innflytj- endum með ákveðna menntun eða starfs- reynslu í samræmi við þarfir atvinnulífsins í við- komandi landi, en reynt að stemma stigu við því að aðrir, sem ekki uppfylla slík óskaskilyrði, komist að. Stjórnvöld í mörgum löndum séu nú einnig að vinna að því að draga úr innflytjenda- straumi vegna áhyggna (kjósenda) af þjóðhags- og félagslegum afleiðingum hans – af áhrifum hans á atvinnuleysi og af þeim félagslega klofn- ingi og spennu sem aðflutningur fólks með mjög ólíkan menningarlegan bakgrunn veldur, að sögn Chamies. En skoðum nú nánar nýleg úrslit kosninga í Evrópu, í tímaröð: 24. nóvember 2002: Þingkosningar í Austur- ríki. Þjóðarflokkurinn íhaldssami (ÖVP) vinnur stórsigur og dregur til sín vel yfir helming þess fylgis sem hinn umdeildi Frelsisflokkur (FPÖ) fékk í kosningunum haustið 1999; fylgið við Frelsisflokkinn hrynur úr tæpum 27% í 10,2%, fylgið við Þjóðarflokkinn vex úr tæpum 27% í 42,3%. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPÖ) vinnur að vísu á, fær 36,9% nú í stað 33,1% síðast, en játar sig sigraðan fyrst kjósendur gáfu Þjóðar- flokknum og leiðtoga hans Wolfgang Schüssel kanzlara svo skýr skilaboð um að hann skyldi fara áfram fyrir ríkisstjórn. Græningjar, fjórði flokkurinn sem náði mönnum á þing, fékk tæp 9% nú, um einu og hálfu prósentustigi meira en í síðustu kosningum. Jörg Haider, fylkisstjóri í Kärnten í suðurhluta hverju leyti sem ísbrjótur; að minnsta kosti er það staðreynd að margir flokkar sem hafa fengið þann stimpil að teljast hægripopúlískir hafa náð góðum árangri í kosningum í öðrum rótgrónum lýðræðisríkjum Vestur-Evrópu á þessum síðustu tveimur árum. Ef til vill sýndi árangur Frelsisflokksins og viðbrögðin við hon- um kjósendum víða um álfuna hve grunnt var á hræsninni hjá leiðtogum margra „megin- straums“-valdaflokkanna í þeirra eigin heima- löndum? Þegar bandalag vinstriflokka tapaði þingkosningunum á Ítalíu í maí 2001 og hinn umdeildi fjölmiðlakóngur Silvio Berlusconi myndaði meirihlutastjórn hægriflokka með tvo flokka innanborðs sem lengi hafa verið skil- greindir sem hægriöfgaflokkar – Lega Nord Umbertos Bossi og nýfasistaflokkinn Alleanza Nazionale – varð ekkert upphlaup í ESB eins og við myndun hægristjórnarinnar í Austurríki. Þá má nefna að 17. marz 2002 fóru fram þingkosningar í Portúgal, þar sem hægrimenn, sem höfðu verið lengi í stjórnarandstöðu, náðu meirihlutanum af krötum (Sósíalista- flokknum); reyndar þarf ríkisstjórn José Manu- el Durao Barroso að reiða sig á stuðning hægripopúlistaflokks á portúgalska þinginu sem er andvígur aðflutningi fólks frá fátækum löndum. Og er síðast var kosið á Spáni, 12. marz 2000, vann hinn íhaldssami Lýðflokkur José Maria Aznars forsætisráðherra hreinan meirihluta. Aznar þykir hófsamur hægrimaður en hann hefur látið þau orð falla að ástæða þess að vinstriflokkar hefðu látið undan síga í ýmsum Evrópulöndum væri slök stefna þeirra í innflytjendamálum. Einmenningskjördæma- kerfið í Frakklandi hefur hins vegar séð til þess að halda öfgamönnum áhrifalausum í franska þinginu. Óvænt velgengni hægriöfgamannsins gamalreynda, Jean-Marie le Pen, í frönsku for- setakosningunum í vor, staðfesti þó að stór hluti kjósenda hefur enga trú á að „megin- straums“-valdakerfið sé hæft til að finna lausnir á ýmsum mikilvægum vandamálum í Pia Kjærsgaard, leiðtogi danska þjóðarflokksins. Jean-Marie Le Pen, leiðtogi þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. bls. 9 08 Pólitík Auðunn Arnórs 5.12.2002 17:34 Page 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.