Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 56
1901 byggðist til dæmis á nákvæmri útfærslu á
hugmyndum félagslegs Darwinisma um fram-
farir og þróun mannsins. Eins og Rydell bendir
á gátu sýningargestir skoðað frumbyggja Norð-
ur-Ameríku, Mexíkó og Afríku í þjóðfræðibygg-
ingunni ásamt simpansa í búri sem var kallaður
Esau og kynntur sem „týndi hlekkurinn“.37
Þjóðfélög sem vestræn samfélög höfðu lagt
undir sig voru því skilgreind sem arfleifð fyrri
tímaskeiða, og í gegnum sagnir um vanþróun
var á áhrifamikinn hátt gefin ákveðin réttlæting
fyrir hernámi þeirra. Með áherslu á notagildi
fólks í nýlendunum fyrir nýlenduveldin og stað-
setningu þess meðal annarra neysluvara var að
sama skapi verið að stilla því upp sem hráefni
sem aukin framþróun gæti byggt á.
Annað sem má líta á sem mikilvægt hvað
varðar skiptingu fólks í ákveðin rými er skipting
fólks á heimssýningunum í áhorfendur annars
vegar og hins vegar þá sem horft er á; þá sem
skoða og eru skoðaðir, gerendur og þolendur.
Að vissu leyti má segja að síðarnefndi hópurinn
sé hlutgerður og fái svipaðan sess og aðrir sýn-
ingarhlutir. Aftur má styðjast við hugmyndir
Foucaults, sem benda á að það að horfa og að
vera skoðaður felur í sér að sá síðarnefndi er
gerður að viðfangi (subjectification), ásamt því
að það endurspeglar valdatengsl milli þessara
aðila (1994). Foucault vísar þannig í að áhorfun
mótar bæði þann sem horfir og þann sem er
horft á. Það sem er sýnt er ekki endilega mikil-
vægasta endurspeglun valdatengsla heldur
hvernig vald endurspeglast í því hver getur
horft á hvern, hver er viðfang hvers.38 Áhorf
Vesturlandabúa á þjóðir nýlenduríkjanna innan
ramma heimssýninganna er því mikilvægt því
það stillir ekki eingöngu nýlenduviðföngum upp
á aðgengilegan hátt sem sýningargripum, sem
hægt er að horfa á og fylgjast með, heldur flyt-
ur einnig skilaboð um stöðu þeirra. Það skil-
greinir tengsl þeirra fyrir báðum aðilum, þeim
sem horfir og þeim sem á er horft. Jafnframt
einangrar hún þá hvern frá öðrum með
skírskotun sinni í staðsetningu þeirra á ólíkum
tímaskeiðum.
Benedict hefur haldið því fram að sýning á
fólki frá hernumdum nýlendum hafi minnt nokk-
uð á sýningu á herfangi (trophy) sem er alda-
gömul hefð á Vesturlöndum.39 Sýningar á inn-
fæddum á heimssýningunum voru því ekki ein-
ungis sýningar á „öðruvísi“ fólki frá framandi
menningarheimum heldur sýningar á fólki sem
var hernumið og því að vissu leyti herfang.40
Einn frægasti leiðtogi Apache fólksins, Geroni-
mo, var til dæmis sýndur á þremur amerískum
heimssýningum, og þá ávallt með vopnuðum
verði til að koma í veg fyrir flótta hans.41 42
Að skilgreina sig í gegnum aðra
Ég tel að halda megi fram að mikilvægi heims-
sýninganna við að skapa „hina“ hafi verið sam-
ofið þýðingu þeirra við að styrkja einingu ólíkra
samfélagshópa Vesturlanda. Eins og áður var
sagt taldi Albert prins, eiginmaður Viktoríu
Bretlandsdrottningar, heimssýningarnar mikil-
vægar til þess að vinna á móti vaxandi mót-
mælum verkamanna í Bretlandi. Efri stéttir
bresks samfélags töldu marga hópa innan eig-
in samfélags álíka ósiðmenntaða og frum-
stæða og fólk frá framandi þjóðfélögum.43
Kenningar varðandi myndun þjóðernishyggju í
Evrópu hafa margar hverjar bent á stóran þátt
kynþáttahyggju í að ýta saman ólíkum samfé-
lagshópum Evrópu. Audrey Smedley hefur
ásamt öðrum bent á að hugmyndin um kyn-
þætti, og þá ákveðna kynþætti sem óæðri öðr-
um,44 hafi vegið þungt í því að skapa einingu
meðal nýlenduþjóðanna (1998). Með því að
leggja áherslu á kynþætti sem mikilvæg landa-
mæri milli hópa minnkaði áherslan á stéttar-
mun heima fyrir í hugum breskrar alþýðu og
henni fannst hún eiga eitthvað sameiginlegt
með yfirstéttinni, þ.e.a.s. hvítur hörundslitur
varð að tákni sem sameinaði þessa ólíku sam-
félagshópa.45 Yfirvöld herraþjóða eins og Bret-
lands settu til dæmis margvíslegar reglugerðir í
nýlendum sínum til að koma í veg fyrir að
„hvít“ undirstétt blandaðist og samsamaði sig
„svörtu“ fólki.46 Eins og mannfræðingurinn
Jean-Loup Amselle hefur bent á, er því ekki
hægt að skilja vaxandi þjóðernishyggju í ríkjum
Evrópu á 19. öld einangrað frá nýlendustefnu
þeirra.47 Því má halda fram í þessu samhengi að
heimssýningarnar hafi verið mikilvægur þáttur í
því að skapa sterka þræði í þeirri framleiðslu
orðræðu sem miðaði að því að ýta samfélags-
hópum og stéttum Evrópu betur saman. 48 Í
samspili við hugmyndir um þjóðerniskennd,
sem heimssýningarnar áréttuðu svo sterklega,
verður hugmyndin um að eiga eitthvað sameig-
inlegt mjög áhrifamikil. Þjóðirnar áttu ekki ein-
ungis sameiginlega fortíð heldur einnig sam-
eiginlega framtíð. Ef við vísum í fyrrnefndar
hugmyndir um rými – sérstaklega það hvernig
heimssýningarnar náðu að segja ákveðna þró-
unarsögu með því að raða fólki upp á ákveðinn
hátt – þá voru heimssýningarnar mikilvægar við
það að þjappa saman ólíkum þjóðum Vestur-
landa. Með notkun á rými og tíma var hægt að
flokka nýlenduþjóðirnar sem öðruvísi en
„hina“, sem voru staðsettir til sýnis, og þannig
stuðla að myndun ákveðnum hugmyndafræði-
legrar heildar.49 Sjálfsmynd nýlenduþjóðanna
notaði því framandi samfélög til þess að skil-
greina sig til þess að draga fram sérkenni sín í
andstöðu við „hina“. Framfarir, skynsemi,
skipulagning og nútími urðu sérkenni herra-
þjóðanna en sérkenni viðfanga þeirra voru
tengd við andstöðu þessara gilda, þ.e. aftur-
haldsemi, órökvísi, ringulreið og fortíðarhyggju.
Heimssýningarnar brugðu upp mynd af ný-
lenduveldunum sem öflugum og sterkum, og
staðsettum í öðrum tíma en hernumdu þjóðirn-
ar. Það sem er sérlega áhugavert hér er að ólíkt
mörgum öðrum hugmyndafræðilegum stefn-
um, sem lögðu áherslu á afmörkun og landa-
mæri þjóðarinnar, eru heimssýningarnar ekki
bara verkefni ákveðinna þjóða heldur byggjast
á ákveðinni sameiginlegri stefnu Vesturlanda.
Þótt þjóðerniskennd færi vaxandi sem mikil-
vægt einkenni sýninganna, þá drógu þær samt
upp mynd af Vesturlöndum sem herraþjóð,
sem einni heild með sameiginlegan arf og
samfélagsform. Um leið og samkeppni þjóða
Vesturlanda einkenndi sýningarnar, til dæmis í
tilkomuleika þeirra og stærð minnismerkja, þá
felur samkeppnin samt í sér ákveðnar „sam-
ræður“ (dialogue). Þær marka út svæði á leið til
framþróunar þar sem slík samkeppni á sér stað
annars vegar og hins vegar svæði sem standa
utan við þetta hugmyndafræðilega rými, þ.e.
nýlendurnar.
Það má þó einnig leggja áherslu á, eins og
fjallað var um hér á undan, að sýningarnar af-
mörkuðu líka ákveðna hópa innan sama samfé-
lags sem óæðri. Þær sögðu því ekki einungis
„sögur“ um fólk og þjóðfélög á framandi slóð-
52 Örheimur Ímyndar 6.12.2002 15:25 Page 56