Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 10
Austurríkis, fyrrverandi formaður og helzti máttarstólpi Frelsisflokksins til margra ára, stóð fyrir því fyrr í haust að fella samsteypu- stjórn flokksins og ÖVP, sem verið hafði við völd frá því í febrúar 2000 – honum fannst ráð- herralið flokksins hafa gengið of langt í mála- miðlunum í stjórnarsamstarfinu og fékk flokks- þing til að lýsa vantrausti á hendur eigin ráð- herrum. Þar með var hann líka búinn að fella úr embætti flokksformanninn og varakanzlarann Susanne Riess-Passer og í vandræðagangnum í kjölfarið hrundi fylgið. Þrátt fyrir þetta er sennilegast að mynduð verði ný samsteypu- stjórn Þjóðarflokks og Frelsisflokks, með breyttum hlutföllum og án þess að það veki neina hneykslan í hinum ESB-löndunum. Margir ráðamenn í öðrum ESB-löndum urðu reyndar ekki seinir til að fagna óförum Frelsis- flokksins. Sumir vildu sjá í þeim upphafið að endalokum uppgangsskeiðs hægripopúlisma í álfunni, sem margir álíta að hafi hafizt með vel- gengni FPÖ í kosningunum fyrir þremur árum og stjórnarþátttökunni í framhaldinu. Þannig sagðist sænski forsætisráðherrann Göran Pers- son – sem á sínum tíma var einn aðalhvata- maðurinn að ESB greip til hinna misráðnu póli- tísku refsiaðgerða gegn Austurríki – „auðvitað fagna óförum Frelsisflokksins. Þær ættu að þýða að það sé útilokað að Austurríki verði til að hindra stækkunaráform ESB til austurs. Það eru góðar fréttir fyrir Evrópu.“ Haider hafði hót- að því að Frelsisflokkurinn gæti reynt að hindra að væntanlegir ESB-aðildarsamningar við ríkin í Mið- og Austur-Evrópu – einkum Tékkland – hlytu afgreiðslu í austurríska þinginu, en samn- ingarnir geta ekki gengið í gildi nema öll aðild- arríkin staðfesti þá lögformlega. Og Gernot Er- ler, varaformaður þingflokks jafnaðarmanna á þýzka Sambandsþinginu, sagði: „Uppgangs- skeiði hægripopúlisma virðist vera lokið. Það eru mikilvægustu skilaboðin upp úr kjörkössun- um í Vín.“ Stjórnmálaskýrendur eru þó flestir varkárari. Þótt slík hreyfing dali í einu landi þurfi það ekki að þýða að samsvarandi hreyfingar í öðrum Evrópulöndum geri það líka. 22. september 2002: Sambandsþingkosningar í Þýzkalandi. Þrátt fyrir nokkurt fylgistap frá síðustu kosningum tókst samsteypustjórn jafn- aðarmanna og græningja, undir forystu Ger- hards Schröders kanzlara og leiðtoga Jafnaðar- mannaflokksins SPD, að halda naumlega velli. Aldrei í sögu þýzka Sambandslýðveldisins hef- ur verið eins mjótt á mununum milli „stóru flokkanna“ og að þessu sinni. Að stjórnin skyldi hafa haldið velli má þakka því að græningjar áttu farsæla kosningabaráttu og unnu á, auk þess sem flokkur fyrrverandi kommúnista í Austur-Þýzkalandi, PDS, datt út af þingi (vegna 5%-þröskuldarins). Báðir stóru flokkarnir, SPD og bandalag kristilegu flokkanna CDU/CSU, fengu 38,5% atkvæða. Græningjar fengu 8,6%, Frjálsir demókratar 7,4% og PDS 4,3%. Stjórnmálalíf Þýzkalands er enn sér á parti í Evrópu vegna skugga fortíðarinnar – reynslu ár- anna 1933-1945 og þess sem þau leiddu yfir álfuna. Stærð landsins og uppskipting þess í sambandslönd eiga einnig sinn þátt í að skapa þýzku lýðræði sérstöðu. Þar í landi eru „megin- straums“-stjórnmálamenn nær allir sammála um að halda innflytjendamálum utan við hörð- ustu víglínur stjórnmálaumræðunnar eins og í kosningabaráttu fyrir Sambandsþingkosningar. Reynslan hefur ítrekað sýnt að róttækir flokkar, sem gætu gert sér mat úr slíkum áherzlum, ná aðeins árangri á lægra stigi.2 Þýzkir kjósendur sýna miklu meiri hömlur á því að verja atkvæði sínu í sambandsþingkosningum til slíkrar „póli- tískrar tilraunastarfsemi“. Innflytjendamál komu því lítið við sögu í þýzku þingkosningabaráttunni.3 Kosningabar- átta til Sambandsþingsins hefur reynzt mjög „miðjusækin“ starfsemi á undanförnum árum, en ólíkt mörgum grannríkjunum – einkum Aust- urríki, Danmörku og Hollandi – hefur það ekki skapað raunhæf sóknarfæri fyrir hægripopúlísk- an innflytjendaandúðarflokk í Þýzkalandi. 15. september 2002: Kosningar til sænska Ríkisþingsins. Jafnaðarmannaflokkur Göran Perssons forsætisráðherra tókst að styrkja stöðu sína sem stærsti flokkurinn og náði með 39,9% atkvæða 144 af 249 þingsætum. Borg- aralegu flokkarnir eru klofnir; Hægriflokkurinn (Moderatarna) fékk aðeins 15,1% og 55 þing- sæti, en Þjóðarflokkurinn – eini flokkurinn sem meðvitað hafði á stefnuskránni að taka harðar á innflytjendamálunum – vann óvænt mikið á og fékk 13,3% og 48 sæti. Þriðji borgaralegi flokk- urinn, Kristilegir demókratar, fékk 9,1% (33 þingsæti) og Miðflokkurinn 6,1% (22 sæti) en flokkarnir vinstra megin við Jafnaðarmanna- flokkinn, Vinstriflokkurinn (SVP, sem er sósí- alistaflokkur lengst til vinstri) 8,3% og 30 sæti og Græningjaflokkurinn 4,6% og 17 sæti. Pers- son myndaði nýja stjórn skipaða eingöngu jafn- aðarmönnum, sem SVP og græningjar verja falli eins og á síðasta kjörtímabili gegn því að nokkur af áherzlumálum þeirra voru tekin upp í stjórnarsáttmálann. Hér sýndi það sig að sænskir kjósendur eru þegar í kjörklefann er komið mjög tregir til að rugga bátnum og þótt þeim þyki Persson óspennandi eiga þeir greinilega mjög bágt með að sjá aðra fyrir sér taka við landstjórninni. Hins vegar náði Þjóðarflokkurinn – eini flokkurinn sem opinskátt hafði á stefnuskránni að taka harðar á málefnum innflytjenda – þeim árangri að tvöfalda nærri fylgi sitt. Þetta fylgi reyndist hann hins vegar taka að mestu leyti frá Hægri- flokknum, ekki frá jafnaðarmönnum, sem er at- hyglisvert með tilliti til þess að frá öðrum lönd- um eru mörg dæmi um að flokkar sem gera út á innflytjendaandúð sæki fylgi sitt að töluverðu leyti til hefðbundinna kjósendahópa miðju- vinstriflokka. Gefur þetta tilefni til að draga þá ályktun, að í Svíþjóð, þar sem málefni innflytj- enda hafa verið á dagskrá á margvíslegan hátt á síðustu misserum,4 er að minnsta kosti sama grunntilhneiging varðandi innflytjendamálin sýnileg, þótt það sem kalla má stöðugleikafíkn Svía hafi hindrað að það hefði sambærileg áhrif í kosningum og t.d. í Danmörku. 9. og 16. júní 2002: Þingkosningar í Frakk- landi: Í krafti einmenningskjördæmakerfis tókst íhaldsmönnum í kosningabandalaginu að baki Jacques Chirac forseta að tryggja sér yfir- gnæfandi meirihluta á þingi – 357 af 577 þing- sætum – með 33,7% atkvæða. Sósíalistaflokk- urinn (jafnaðarmannaflokkur Frakklands) fékk 24,1% atkvæða og 140 þingsæti. Restina tóku vinstriöfgaflokkar, græningjar og fáeinir óháðir frambjóðendur. Þjóðfylking Jean-Marie Le Pen Stuðningsmenn Pims Fortuyn sem myrtur var viku fyrir kosningarnar í Hollandi sl. vor 08 Pólitík Auðunn Arnórs 5.12.2002 17:34 Page 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.