Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 55
haldin var í London árið 1886, var byggt hús- næði rétt fyrir utan aðalsýningarsalina til þess að hýsa sérstaka sýningu á manneskjum frá framandi heimshlutum, og þá sérstaklega frá nýlendum eða áhrifasvæðum Breta. Indverjar voru þar í miklum meirihluta, alls 45 manns, en einnig 10 Senegalar, 10 einstaklingar frá Suður- Afríku og einn frá Burma svo dæmi séu tekin. Þegar Englandsdrottning opnaði sýninguna var fyrsta erindið úr þjóðsöng heimsveldisins „Guð blessi drottninguna“ sungið á ensku en annað erindi þjóðsöngsins var sungið á sanskrít, en það hafði verið sérstaklega þýtt fyrir opnunina af F. Max Müller. Á sýningunni gátu áhorfend- ur fylgst með þessum einstaklingum við margs konar störf, sérstaklega handiðn og annað slíkt sem talið var gefa vísbendingar um hvernig hin- ir „innlendu“ gætu komið nýlenduveldunum að gagni.33 Eins og Mudimbe bendir á34 er enska hugtakið colonization, dregin af latneska orðinu colere sem vísar í að hanna eða rækta, en í þessu samhengi má segja að það vísi í eitt markmið nýlendustefnunnar sem var að rækta þjóðfélög nýlendnanna í átt til framfara og nú- tíma til hagsbóta fyrir nýlenduherrana sjálfa. Skipulag heimssýninganna Líta má á heimssýningarnar sem örheim sem hefur það að markmiði að endurspegla heiminn á skýran og myndrænan hátt. Skipting hluta og fólks í ákveðna flokka á sýningarsvæðinu skipu- leggur heiminn í dálka með sýnileg landamæri. Rétt eins og landakort, sem afmarkar mis- munandi ríki og þjóðir með ólík- um skærum litum, bregður sýn- ingin upp reglubundnum heimi með hörð óbreytanleg landa- mæri. Ég tel að skipting fólks í mismunandi rými hafi skipt máli við að staðsetja fólk á tímabelti sem höfðu ákveðið gildismat í för með sér; og við að stuðla að skiptingu fólks í tvo hópa, þ.e. áhorfendur og sýningargripi, sem útskýrði valdatengsl þeirra. Foucault hefur bent á hvernig hluti af ný- sköpun heimsins felst í nýrri tækni „valds“, þar sem hlutir eru flokkaðir og þeim þannig stjórnað.35 Þessar hugmyndir Foucaults eru gagnlegar til að skilja mikilvægi heimssýning- anna í hugmyndafræðilegri mótun á valdi. Sýningin gefur áhorfandanum til kynna að hægt sé skipuleggja og flokka fjölbreytileika heimsins, raða öllu í lítil hólf og þannig láta hvert atriði þjóna ákveðnum til- gangi. Áhorfandinn getur geng- ið í gegnum þetta skipulagða rými, séð nýja tækni, hvernig henni er stjórnað og hvernig mismunandi þættir hennar vinna saman, og að sama skapi kynnst stjórnun og gagnsemi nýlenduviðfanganna fyrir ný- lenduveldin. Sýningin gefur tilfinningu fyrir stjórnun og skipulagningu bæði umhverfis og líkama. Röðun samfélaga á þróunarskala birtist á mjög skýran og myndrænan hátt á heimssýn- ingunum, en eins og mannfræðingurinn Jo- hannes Fabian hefur bent á voru „hinir“ skap- aðir í vestrænni orðræðu með því að staðsetja þá á öðru tímaskeiði samhliða áherslu á fram- andleika þeirra.36 Heimssýningarnar, sem mið- uðu að því að sýna nútímann og tæknibylting- una, notuðu því hugmyndina um fyrri tímaskeið til þess að skapa andstæðu við vestræn samfé- lög og leggja ríkari áherslu á leið þeirra á beinni braut velmegunar og framfara. Skipulag og uppröðun heimssýningarinnar í Buffolo árið bls. 55Örheimur ímyndunarlandsins Inngangur að sýningarskála Java á heimssýningunni í París 1900. 52 Örheimur Ímyndar 6.12.2002 15:25 Page 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.