Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 55
haldin var í London árið 1886, var byggt hús- næði rétt fyrir utan aðalsýningarsalina til þess að hýsa sérstaka sýningu á manneskjum frá framandi heimshlutum, og þá sérstaklega frá nýlendum eða áhrifasvæðum Breta. Indverjar voru þar í miklum meirihluta, alls 45 manns, en einnig 10 Senegalar, 10 einstaklingar frá Suður- Afríku og einn frá Burma svo dæmi séu tekin. Þegar Englandsdrottning opnaði sýninguna var fyrsta erindið úr þjóðsöng heimsveldisins „Guð blessi drottninguna“ sungið á ensku en annað erindi þjóðsöngsins var sungið á sanskrít, en það hafði verið sérstaklega þýtt fyrir opnunina af F. Max Müller. Á sýningunni gátu áhorfend- ur fylgst með þessum einstaklingum við margs konar störf, sérstaklega handiðn og annað slíkt sem talið var gefa vísbendingar um hvernig hin- ir „innlendu“ gætu komið nýlenduveldunum að gagni.33 Eins og Mudimbe bendir á34 er enska hugtakið colonization, dregin af latneska orðinu colere sem vísar í að hanna eða rækta, en í þessu samhengi má segja að það vísi í eitt markmið nýlendustefnunnar sem var að rækta þjóðfélög nýlendnanna í átt til framfara og nú- tíma til hagsbóta fyrir nýlenduherrana sjálfa. Skipulag heimssýninganna Líta má á heimssýningarnar sem örheim sem hefur það að markmiði að endurspegla heiminn á skýran og myndrænan hátt. Skipting hluta og fólks í ákveðna flokka á sýningarsvæðinu skipu- leggur heiminn í dálka með sýnileg landamæri. Rétt eins og landakort, sem afmarkar mis- munandi ríki og þjóðir með ólík- um skærum litum, bregður sýn- ingin upp reglubundnum heimi með hörð óbreytanleg landa- mæri. Ég tel að skipting fólks í mismunandi rými hafi skipt máli við að staðsetja fólk á tímabelti sem höfðu ákveðið gildismat í för með sér; og við að stuðla að skiptingu fólks í tvo hópa, þ.e. áhorfendur og sýningargripi, sem útskýrði valdatengsl þeirra. Foucault hefur bent á hvernig hluti af ný- sköpun heimsins felst í nýrri tækni „valds“, þar sem hlutir eru flokkaðir og þeim þannig stjórnað.35 Þessar hugmyndir Foucaults eru gagnlegar til að skilja mikilvægi heimssýning- anna í hugmyndafræðilegri mótun á valdi. Sýningin gefur áhorfandanum til kynna að hægt sé skipuleggja og flokka fjölbreytileika heimsins, raða öllu í lítil hólf og þannig láta hvert atriði þjóna ákveðnum til- gangi. Áhorfandinn getur geng- ið í gegnum þetta skipulagða rými, séð nýja tækni, hvernig henni er stjórnað og hvernig mismunandi þættir hennar vinna saman, og að sama skapi kynnst stjórnun og gagnsemi nýlenduviðfanganna fyrir ný- lenduveldin. Sýningin gefur tilfinningu fyrir stjórnun og skipulagningu bæði umhverfis og líkama. Röðun samfélaga á þróunarskala birtist á mjög skýran og myndrænan hátt á heimssýn- ingunum, en eins og mannfræðingurinn Jo- hannes Fabian hefur bent á voru „hinir“ skap- aðir í vestrænni orðræðu með því að staðsetja þá á öðru tímaskeiði samhliða áherslu á fram- andleika þeirra.36 Heimssýningarnar, sem mið- uðu að því að sýna nútímann og tæknibylting- una, notuðu því hugmyndina um fyrri tímaskeið til þess að skapa andstæðu við vestræn samfé- lög og leggja ríkari áherslu á leið þeirra á beinni braut velmegunar og framfara. Skipulag og uppröðun heimssýningarinnar í Buffolo árið bls. 55Örheimur ímyndunarlandsins Inngangur að sýningarskála Java á heimssýningunni í París 1900. 52 Örheimur Ímyndar 6.12.2002 15:25 Page 55

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.