Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Síða 36
kost við Vesturlönd og ber það sem er fram- andi upp að sambærilegum vestrænum siðum. Segja má að hjá Birni standi óríentalisminn á haus. Björn lítur á Kína sem austræna heild sem sé í beinni andstöðu við Vesturlönd. Hjá Birni er samanburðurinn hins vegar Kína í hag. Til að mynda dáist hann mjög að kínversku hugarfari og kínverskri rósemd. Athyglisvert er þó að kímnin er aldrei langt undan í frásögnum hans: Kínverskum kofabúum þætti fánýtt og heimskulegt strit vina minna, sem leggja nótt við dag til þess að reisa sér höll. Oft stenst það á endum að höllin er íbúðarhæf og húsráðendur farlama fólk á líkama og sál af erfiði og áhyggjum.41 Hvenær skyldu þjóðir heims verða svo gáf- aðar og fullar sjálfstrausts, að þær breyti hernaðarútgjöldum í greiðslur til listsköpun- ar? Það þarf sennilega kínverskt hugarfar til slíkra hluta enn sem komið er, sérstaklega til þess að nostra við lystigarða mitt í stórstyrj- öld.42 Birni finnst, öfugt við trúboðann Ólaf, heillandi að sjá kínverskt heimilislíf á götum úti: Kínverjar lifa opnu fjölskyldulífi með aragrúa af börnum í kringum sig; þeir hafa múrað land sitt og borgir af, en þeir hafa aldrei múr- að sjálfa sig inni í eins konar pýramída eins og við gerum heima.43 Það er skemmtilegt að bera saman lýsingar Björns og Ólafs á sömu hlutum: Hér í Tengsýslu er það t.d. sjaldgæft, að menn sitji til borðs á meðan á máltíð stend- ur, heimilisfólkið fer út með skálarnar í hönd- unum og situr hér og þar á hækjum sér. Það, sem við því köllum heimilislíf, er óþekkt.44 Ólafur er fullur yfirlætis en Björn aðdáunar. Hann er einfaldlega kominn í sæluríkið. Hið stóra tákn um Kína er brosið sem er leiðarminni í sögunni; stundum virðist Kína vera einn helj- arstór broskarl: Í mínum augum virtust Kínverjar bros- mildasta og ánægðasta þjóð, sem ég hafði séð.45 Frásögn Björns er hreinskilin ferðasaga þar sem hann lýsir því sem hann sér og heyrir en mótast auðvitað af jákvæðu hugarfari hans. Hann hefur ekki beinan pólitískan tilgang með frásögn sinni en sér Kína eigi að síður í hillingum sem eru þó lesendum nokkuð aug- ljósar.48 Goðsögnin um Kína er allsér- stök. Samkvæmt Barthes er goðsögn tegund orðræðu sem kemur ákveðnum skilaboðum á framfæri.49 Hún felur ekkert og flaggar engu heldur afbakar hluti. Orðræða goðsagnarinnar er hvorki lygi né játning, hún felst í því hvernig hlutirnir eru sagðir, ekki hvað er sagt.50 Goðsögnin um Kína sem sést hjá Birni fellur undir skilgrein- ingu Barthes á vinstrisinnuðum goðsögnum; að þær séu gervi- legar og klaufalegar vegna þess að þær verði til í tengslum við þá kúguðu en ekki hina ráð- andi stétt.51 Þess vegna sér lesandinn í gegnum goð- sagnaglýjuna í augum Björns. Vinstri mýtuna vantar sannfær- ingarkraft hægrimýtunnar sem á sér mun traustari sess í borgaralegu vestrænu þjóðfé- lagi; sú er hin ráðandi algildu sannindi sem ekki þarf að efast um. Kína: Raunhæfur valkostur Bók Magnúsar Kjartansonar, Bak við bambus- tjaldið, kom út 1964. Magnús kemur til Kína sem blaðamaður. Bók hans er ekki einföld ferðasaga heldur skrifuð í hápólitískum tilgangi, þeim að sannfæra Vesturlandabúa um að Kína kommúnismans sé gott ríki þar sem raunveru- legur sósíalismi dafni og kjör almennings fari ört batnandi. Kína er í huga hans þó ekki aðeins valkostur við Vesturlönd heldur einnig raun- verulegur valkostur við Sovétríkin sem Magnús gagnrýnir fyrir margt. Form bókarinnar er ferðasaga Magnúsar og konu hans. Þau ferðast um Kína ásamt fulltrú- um frá kínversku dagblaði. Markmið Magnúsar er að fræðast um þróun í Kína fyrir og eftir bylt- inguna 1949. Þannig skoðar hann stáliðjuver, kolanámur og samyrkjubú, skráir hjá sér fram- Í okkar augum voru Kínverjar brosmildasta þjóð, sem við höfðum séð; [. . . ]. Ég gæti best trúað, að þeir hafi sofið brosandi. Og það var eitthvert undarlegt jafnvægi hugans í framkomu þessa geysilega fjölda, fólk virtist hafa algjört vald á geði sínu, og börn voru hispurslaus og frjálsmannleg án þess að vera frek.46 Björn er sjálfur handgenginn ævintýrinu um Kína þó að frásögn hans sé oft og tíðum spaugileg og hann geri góðlátlegt grín að um- hverfinu og sjálfum sér. Hann gerir sér þó grein fyrir því að einhverjir kynnu að draga lýsingar hans í efa og telja að hann fái einungis að sjá skipulagðar sýningar kínverskra stjórnvalda á hamingjusömu fólki. Því nefnir hann dæmi máli sínu til sönnunar þegar hann heimsækir óvænt kínverska alþýðu til að forðast rigningu: Öllum var tekið af alúð og gestrisni. Hér hafði ekki verið um neina sýningarheimsókn að ræða, heldur óvænta kynnisferð. 47 32 Kína Katrín Jakobs 6.12.2002 14:37 Page 36

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.