Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 22
Hollráð er við höndina. Hér er dagskrártillaga: Verum ekki að toga þetta til og frá. Tökum fyrir næsta mál á dagsins skrá. Í nefndaráliti sínu og ræðu á Alþingi kemur Skúli Guðmundsson inn á þætti í skáldverkinu Kristnihald undir Jökli sem annars hafa lítið ver- ið ræddir en það er hvernig skattgreiðslum per- sónanna sé háttað. Raunar setur Skúli saman sjálfstæða frásögn sem byggir lauslega á at- burðum úr verkinu og ef til vill má líta á þetta sem nokkurs konar afbyggingu. Ég hef lesið í nýlega prentaðri bók frásagnir af einum embættismanni hérlendum. Sá heitir Jón og er prestur á Snæfellsnesi í námunda við Jökulinn. [. . . ] Sögn er um það, að séra Jón Prímus hafi tekið sér ferð á hendur um fjallveg örðugan til einnar ver- stöðvar þar á nesinu þeirra erinda að gera við vélar í frystihúsi. [. . . ] Ég er ekki viss um það, að séra Jón Prímus geri háar kröfur til frysti- hússins um borgun fyrir sína vinnu þar, því þetta er, eins og ég tók fram áðan, eftir lýs- ingum að dæma góðviljaður maður og vill öll- um gott gera. En hitt tel ég alveg víst, að for- ráðamenn frystihússins hafi séð sóma sinn í því að láta prestinn hafa frítt uppihald, með- an hann vann hjá þeim við að koma vélunum í gang. Þá koma nú skattayfirvöldin til skjal- anna. Þau meta til peningaverðs matinn, sem fer ofan í prest þessa daga, sem hann er að vinna þarna, og síðan er matsupphæð- inni skellt ofan á embættislaun hans og reiknaður tekjuskattur og útsvar af allri summunni. Þannig koma skattamenn fram við þennan þjón drottins.52 Nokkrir þingmenn taka þátt í umræðunum en mesta athygli hlýtur svar Gylfa Þ. Gíslasonar þáverandi menntamálaráðherra að hafa vakið: Herra forseti. Ég ætla í þessu máli að fara að dæmi hv, fyrri minni hl. fjhn., er hann rímaði mál. sitt, og tala í léttum tón. Ef einhver söngelskur hv. þm. kynni að vilja taka undir það, sem ég segi, þá er lagið: Stóð ég úti í tunglsljósi. Fjárhagsnefndin ræddi um mikið skattamál. Mjög ber það að harma, að allt fór það í bál. Flest getur í þingnefndum furðulegt hent, framsóknarmennirnir klofnuðu í tvennt. Skúli reyndist andríkur og orti prýðisljóð, þótt ekki væri skynsamlegt, sem þar í kvæði stóð. En Vilhjálmur reyndist skynsamur, hann víst má eiga það, þótt væri það lítið, sem hann festi á blað. Er það nokkuð undarlegt, ef að er betur gáð þótt einingin sé lítil og tvenn þeirra ráð, því hér er ekki um að ræða hagsmunamál fyrir hreina og góða, dygga og trygga framsóknarsál. [. . . ] Maddama Framsókn, forðum oft sig furðu- lega bar, nú furðar menn að sjá, hve hún er mikið skar. Stundum hún andvarpar ein með sjálfri sér: Er það máske feigðin, sem kallar að mér?53 Mörkin milli skáldskapar og veruleika eru þoku- kennd bæði í Danmörku og á Íslandi. Eins og sjá má er Alþingi ekki undanskilið – þar sem tveir þingmenn koma saman verður til mikill skáldskapur. Yfirlýsing Halldórs Laxness um að Danir viti ekki hvað heiður sé er einkar vandræðaleg þeg- ar tekið er mið af umræðunni sem fór fram á Ís- landi. Rithöfundurinn Anders Bodelsen sagði um ummæli Laxness: „hægt [er] að halda því fram, að við [Danir] séum ekki á neinn hátt verulega frábrugðnir öðrum þjóðum Vestur- Evrópu, þegar um peninga er að ræða.“54 Ef til vill er mannskepnunni hagsýni eðlislægari en heiður. Og hugmynd Íslendinga um heiður og sóma virðist síst skýrari en Dana. Týndi sonurinn [Halldór Laxness] segir fullum fetum „Komm- únisminn er jú landplága frá Eystrasalti til Kyrra- hafs –.“ Það er vissulega nokkurs virði þegar maður með lífsreynslu Halldórs Laxness mælir slík orð. Þeir fjölmörgu Íslendingar, sem aðhyllzt hafa kommúnismann á grundvelli þess mis- skilnings að hann hafi skapað rússnesku fólki góð og þroskavænleg lífsskilyrði ættu að hug- leiða þennan boðskap Nóbelsskáldsins. Halldór Laxness sagði þessu fólki einu sinni að komm- únisminn væri fullkomnasta þjóðskipulag á jörðinni. Margir Íslendingar trúðu því. Nú hefur þetta fræga skáld allt aðra sögu að segja: „Kommúnisminn er jú landplága alveg frá Eystrasalti til Kyrrahafsins –“ 55 Vísir fjallar reglulega um framgang Sonning- málsins hér heima. Lítið er þó að græða á fréttaflutningi Vísis um málið í Danmörku eins og fréttin um verð Kristnihalds undir Jökli ytra ber vitni. Morgunblaðið færir landsmönnum aftur á móti reglulega fréttir af gangi mála ytra og spyr auk þess skáldið álits öðru hverju. Hinn 4. febrúar er greint frá umfjöllun Berl- ingske Tidende og Politiken um verðlaunaaf- hendinguna. Þar er sagt að blöðin telji alþjóð- lega frægð og listhæfileika Laxness ráða því að hann hafi orðið fyrir valinu. Lítið er skrifað um þann hluta umfjöllunar Politiken sem birt- ist undir dulnefninu Tempest en efni viðtalsins sem birtist með greininni rakið nokkuð ná- kvæmlega. Eftirfarandi er endursögn Morgun- blaðsins á efni greinar í Berlingske Tidende: [B]ókmenntagagnrýnandinn Emil Frederik- sen [skrifar], að það sé Ísland, sem sé heiðr- að í persónu Laxness. „Það er okkur ánægja, að fáni Íslands verður dreginn að hún yfir Kaupmannahafnarháskóla við af- hendingu Sonning-verðlaunanna og mun vitna um bræðralagið milli landa okkar og þann mikilleik, sem Ísland býr yfir einnig á okkar tímum. Og það mun ekki rýra á nokkurn hátt rétt Laxness til þess að koma fram sem fulltrúi lands síns, og sem sá er athyglin beinist að, að nokkrir okkar hugsi með vinsemd til Gunnars Gunnarssonar og Sigurðar Nordals“, skrifar Emil Frederiksen, sem leggur áherzlu á, að það sem sé full- komlega sérstætt við Laxness sé undra- verðir hæfileikar hans í frásagnalist. En sem talsmaður réttar hinna kúguðu til hjálpar er málefni mannúðarinnar eitt af því, sem hann hefur lagt meiri áherzlu á en flestir aðrir í samtíð okkar, segir Emil Frederiksen að lokum. Á eftir þessari úttekt fylgir samantekt á lífs- hlaupi C. J. Sonning. Sagt er frá því að sjóður- inn sem við hann er kenndur reki nokkrar íbúð- ir á Frederiksberg og nefnd á vegum Hafnarhá- skóla sjái um úthlutanir úr honum. Þessi frétt gefur ekki tilefni til að ætla annað en allir hlut- aðeigendi muni hljóta nokkurn sóma af Sonn- ingverðlaunum, þ.e. Halldór Laxness, C.J. Sonning, Hafnarháskóli, Íslendingar og Danir.56 16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:15 Page 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.