Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 20
Pistlahöfundurinn sem er í meira lagi kaldhæð- inn varar við því að heimurinn sé málaður svört- um og hvítum litum. Að hans mati hafa fleiri „óhreint“ mjöl í pokahorninu en Sonninghjónin. Tilraun stúdenta til að slá sjálfa sig til riddara er óréttmæt þar sem þungi kröfunnar hvílir á Hall- dóri Laxness en ekki þeim sjálfum. Boðskap hans mætti ef til vill útfæra á þann hátt að hver eigi að gera siðferðiskröfur til sjálfs sín áður en hann geri þær til annarra. Ef til vill kemur þessi afstaða heim og saman við þá skoðun Halldórs Laxness að „. . . æðsta skylda „rithöfundar í dag“ [sé] að skrifa það sem honum líst og sjá aðra rithöfunda í friði.“36 Því fer fjarri að allir hafi verið samþykkir að- gerðum stúdenta við háskólann þó að margir hafi samúð með málstað þeirra. Í leiðara blaðs- ins Information 19.–20. apríl er gerð grein fyrir því með hvaða hætti auður Sonninghjónanna er tilkominn og ekki dregin fjöður yfir það að fé þeirra sé fengið með ósiðlegum hætti. Leiðara- höfundurinn segir þó orðrétt „Alligevel er stu- denternes aktion i dag ikke god. Og det er først og fremmest ikke godt, at man har rodet Halldor Laxness ind i aktionen ved at opfordre ham til at sige nej til pengene.“37 Í leiðaranum eru sett fram sjónarmið sem koma fram víðar, til dæmis í greininni í Jyllands-Posten sem vitn- að var til hér að framan en líka að nokkru leyti í Berlingske Tidende. Þar er hugmynd stúdent- anna um að peningar Sonnings séu verri en aðrir peningar mótmælt og nefnd dæmi um það hvernig stúdentarnir ættu þá sjálfir á sömu forsendum að neita að taka við ýmsum styrkj- um. Hið stóra siðferðilega álitamál felst að hans hyggju í því að hve miklu leyti háskólinn eigi að taka að sér að útdeila fjármagni í einka- eigu. Í Information er þó sérstaklega tekið fram að íslensk dagblöð ekki síður en Halldór sjálfur hafi getað sparað sér að fara út að mörkum móðursýkinnar í ræðu og riti. Einnig er fróðlegt að lesa grein ritstjóra Politiken um mótmælin. Desværre har der været alt for mange mis- forståelser omkring adressen for stu- denternes aktion og desværre havde tids- punktet for en protest været rigtigere for 20 år siden ved fondets oprettelse. Uanset denne baggrund kan ingen anfægte Studenterrådets ret til en fredelig menings- tilkendegivelse rettet mod en pris, der har sin baggrund i udnyttelse af konjunkturerne i boligmarkedet, og næret af den ad- ministration, fru Leonie Sonning har udøvet i de ejendomme, som for tre år siden skæn- kedes til Sonning-musikfondet [. . . ] Den sympati, som man kan have næret for en idealisme bag studenternes aktion, for- vandles til skuffelse og vrede over, at volds- metoder er taget i anvendelse på Frue Plads.38 Nú er talað hreint út um það sem var undanskil- ið í undirfyrirsögninni „150.000 kr. til den soci- alt engagerede forfatter“. Ekki getur talist und- arlegt að ritstjóri blaðsins hafi samúð með mál- stað stúdentanna þar sem „idealisme[n] bag studenternes aktion“ á uppruna sinn í grein eins blaðamanna dagblaðsins. Ritstjórinn gefur þó ekki annað til kynna en stúdentarnir hafi átt upphafið að öllu saman. Tekist á um fortíðina - Men De var da sterkt interesert i politik en gang. De var faktisk et av kommunisternes store paradenummer! Laxness lukker øynene og sitter en lang stund ubevegelig. Røyken lag- er en tynn spiral opp fra sigaren hans. – Det er en lang historie, sier han endelig. – Og det er på mange måter en tragisk historie.39 Það virðist koma mörgum pistlahöfundanna spánskt fyrir sjónir að Halldór Laxness skuli taka við peningum Sonningfjölskyldunnar úr höndum Mogens Fog háskólarektors. Báðir höfðu þessir menn haft veruleg afskipti af stjórnmálum á vinstri vængnum. Mogens Fog lýsti árið 1950 aðdáun sinni á Sovétríkjunum eftir heimsókn þangað eins og Halldór Laxness hafði gert árið 1939.40 Fog hafði einnig sýnt í verki andstöðu sína við nasista meðan Dan- mörk var hersetin og naut af þeim sökum aðdá- unar landa sinna. Í grein sem nefnist „Om Sonning-Prisen – Idealer og Alderdom“41 segir Tage Voss: Lige så gerne vi havde set den unge Lax- ness og den unge Mogens Fog række hin- anden hånden, lige så nødigt ser vi dem i dag give hinanden håndslag – i denne blakk- ede anledning. Det er to store mænd, der er blevet gamle og omsider har bøjet sig og er holdt op at sige nej. De siger ja – bukker sig og smiler resignerede oldingesmil. For os er det tungt, fordi vi i dem ser to af vor tids idoler – fornemme udtryk i handling og ord for fribåren opposition mod magten, protest mod halvhed, hykleri, [. . . ] vi ser i dem per- sonificeret kompromisløshed, standpunkt der ikke kunne købes. Og som nu bliver købt alligevel. I dag ser vi dem bukke, omsider krummede og tæmmede af magten. Det havde ikke rørt os synderligt hvis andre havde gjort det – men de to: Det er en stor dag for fjenden . . . 42 Erik Sønderholm sem talist getur helsti þýð- andi verka Halldórs Laxness eftir 1963 skrifar grein í Ekstrabladet undir fyrirsögninni „Protest med gal adresse“. Í greininni reynir Sønder- holm að sýna mótmælendunum fram á að í verkum Halldórs sé meira að finna en aðeins hið félagslega. Af þessum sökum telur hann rangt að gera aðrar siðferðiskröfur til Halldórs en þeirra sem áður höfðu tekið við verðlaunun- um. Salka Valka sem nýlega hafði verið endur- útgefin höfðaði að sögn Sønderholm mjög til ungs fólks á þessum tíma en hún ein og sér gat gefið ranga mynd af höfundarverki skáldsins. Sønderholm segir „. . . hvis man tager ud- gangspunktet i „Salka Valka“, er det, når man vil se forfatterskabet i dets helhed, forkert at betone det sociale i „Salka Valka“ så kraftigt, for det er ikke i den jordbund, de senere bøger voksede.“43 Þessu til sönnunar nefnir hann meðal annars Sjálfstætt fólk sem hann útlegg- ur með eftirfarandi hætti: „Frie mænd“ er i udpræget grad en udoktrinær roman i hele sin holdning. Lax- ness må have vidst at en social roman om landbruget i 1930’erne ikke burde have endt på den måde, som den gør, nemlig med at den sølle husmand vil fortsætte som selvstændig på trods af al fornuft. Han er og vil forblive en fri mand, og det er den slags folk, Laxness elsker. 44 Grein Eriks Sønderholm er að mörgu leyti áhugaverð andstæða við grein Hans Scherfig. Sönderholm reynir að gera eins lítið úr pólitískri fortíð Laxness og mögulegt er en Scherfig vill gera hana að meginatriði. Á þessum tíma höfðu verið skrifaðar þó nokkrar greinar um fjölbreytta túlkunarkosti sem verk Halldórs Laxness bjóða upp á. Nefni ég hér sem dæmi grein Martins Larsen í Berl- ingske Tidende 25. mars 1964. Þar fjallar Larsen um nokkuð sem hann kallar „poetisk di- alektik i Laxness’ værker“ og einkennist af því að ólíkum skoðunum er stefnt hverri gegn annarri án þess að afstaða höfundarins opin- berist við lesturinn. Grein Larsens endar á eft- irfarandi athugasemd: Det er da ikke samfundsradikalisme, man 16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:15 Page 20

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.