Félagsbréf - 01.08.1961, Page 31

Félagsbréf - 01.08.1961, Page 31
FÉLAGSBRÉF 29 — Átján og tuttugu, segir hann og hneigir sig, sjálfvirkt og háttvíst, takk. Svo er kallað við næsta borð: — Tv'o ís melba, sjálfsagt -—■ augnablik. — Og þegar hljómsveitin leikur eftirlætislagið þeirra, þá finnur hann mjúka arma hennar. Og háfiðlan hvíslar að honum: Að eilífu þín. Gesturinn gengur brosandi til Bláeygar. Kampavínsglösin sem stóðu barmaíull, þegar hann fór út, eru nú tóm. Hann horfir undrandi á hana og glösin á víxl. Hafði hún drukkið vínið? — Leyfið mér að fara, segir hún. — Það er of seint, svarar hann og hellir í glösin. — Skál! Hann gengur að útvarpstækinu, kveikir á því. Hann sezt á stólbríkina hjá henni. Hún er svo máttvana og viljalaus, að liún rís ekki upp. — Skál! Hann strýkur glóbjarta lokka hennar. Og það er eins og hún slitni úr samhengi við raunveruleikann. Hún þekkir þessar hendur. — Hún minnist þess þegar hún kynntist þeim í fyrsta sinn. Þá hræddist hún þær, og kvald- ist af sársauka undan þeim — þær slitu og krömdu hold hennar. En nú, nú dáir undirvitund hennar þær. Hún er þeim þakklát. — Elskar þú raunverulega þennan þjón þinn? segir hann fremur blítt. — Hann er sá einasti karlmaður, sem hefur snert mig, svarar hún hrædd. — Það sannar ekki ást þína. — Ég veit það ekki. — Má ég eiga þig, Bláeyg, eiga þig í kvöld. — Þú brjálar mig, ég get ekki hugsað, þetta er ekki raunverulegt. — Bláeyg. — Já. — Eiga þig. — Já. Eftir augnablik hvílir hún við harm hans. Hann lyftir henni, og tekur hana í fang sér. Þannig er lífið. Veitingaþjónninn gengur fram, og bakvið. Honum er þungt fyrir brjósti, °g hefur fengið erfitt hóstakast. Oft finnst honum lífið innan veggja veit-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.