Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 20
renna. Hér mun ég fylgja tímatalsyfir- litinu í nýlegu riti Paolo Graziosi, Die Kunst der Allsteinzeit. Er tími kuldaskeiðanna, ártölulega og miðað við Krists fæðingu, sem hér segir: Giinz stóð yfir frá um 600 000 til um 540 000, Mindel frá um 480 000 til um 380 000, Riss frá um 240 000 til um 180 000 og Wiirm frá um 120 000 til um 13 000 f. Kr. Megin úr- vinnsluefni fornleifafræðinga er jafn- an allt það, sem menn hafa búið til og eftir sig látið. Og kennileiti forn- leifafræðinnar, þegar gera skal grein fyrir stærstu áföngum samfélagsþróun- ar, byggjast beinlínis á áhöldunum. Þannig er talað um steinöld, meðan áhaldakosturinn einkennist mjög af steini. Stóð hún lengur en öll önnur tímabil í menningarsögu. Hún skiptist í fornsteinöld, miðsteinöld og nýstein- öld. Þar á eftir fara koparöld, bronz- öld og járnöld. Greypast málmaldir og ritskýrð saga. Er vitað, að ritlist hófst meðal koparaldarsamfélaga við þröskuld bronzaldar á fjórða árþúsundi fyrir Kristsburð. Var það í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þriggja alda kerfið svonefnda, en í því voru höfuð- liðir steinöld, bronzöld og járnöld, er nú þannig aukið og stendur öðru vísi að í notkun. Höfundur þess var Dan- inn Christian Júrgensen Thomsen, og var það fyrst viðhaft um fornminja- safnið í Kaupmannahöfn, sem hann veitti forstöðu. Gerði hann grein fyrir skipaninni í leiðarvísi um safnið, sem út kom árið 1836. Hann byggði á glls 8 FÉLAG§BRgF lags gripum, bæði úr jörðu í Dan- mörku og annars staðar frá. Sótti hann byr til þjóðfræðinnar. Steinöld hin forna er miklu lengri en hinar báðar. Skiptist hún sjálf í þrennt. Má nefna kaflana á okkar máli neðri fornsteinöld, miðfornsteinöld og cfri fornsteinöld. Ég mun víkja að hin- um tveimur síðasttöldu. Þegar Wúrmskeiðið hefst, gerist það í senn, að Neanderdalsmaðurinn kemur fram í Evrópu og í áhaldagerð verður til heildin Moustérien. Er hún kennd við fundarstaðinn Le Moustier í Frakk- landi og þaðan skilgreind. Á máli forn- leifafræðinga er smíðaheild, það sem á ensku er nefnt industry í þessu sam- bandi, þrepi lægra en menningaheildin, á ensku culture. Átt er við áhöldin, sem fundizt hafa, vopn, verkfæri og hvers kyns tæki, og smiðaheild talin eftir samkennum ýmsum, einkum í smíði, gerðavali og heimkynnum. Eins og apamennirnir var Neanderdalsmaður- inn aðallega kjötæta. Veiddi hann nas- hyrninga, mammútfíla og birni. Vopn- in voru tinnuvopn eins og áður. Hann býr í hellum, matreiðir sér fæðuna við eld og greftrar lík. Margt hefur verið ritað um siði hans og háttu. Nokkur fróðleg dæmi er að finna í bók Herberts Kúhns Das Envachen der Menscheit. Þar segir, á bls 70 í út- gáfu hennar í Fischer Búcherei bókum frá 1958, síðast í kaflanum „Der Neandertaler“: „All margir Neander- dalsmenn höfðu verið lagðir til grafar í eiginlegum skilningi. Er þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.