Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 88

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 88
ansömum, eða grágleltnum, mannlýs- ingum, þjóðlegum og fróðlegum skrýtlum um orðtak, sem ekki gleymdist, atvik, sem sagt var frá; og þessum kvæðum er tæpast ætluð víðtækari skírskotun en skrýtlunnar, þótt bóli á viðleitni í tt])phafs- og loka- kvæðum bókarinnar til að fella þau í altækari heild. Ég held sem sagt að sjónhringur Guðmundar Böðvarssonar hafi óvíða verið þrengri en í þessari hók, lífsskilningurinn sjaldan fábreytt- ati. Segja má að þetta birtist þegar í fábreytilegri kveðandi verksins, en þó einkum í fábreytilegri sýn til yrkis- efnisins, mannlífsins í kirkjugarðinum. Áður kvað Guðmundur: Þó er í hverju lífi lifuð leynd, sem aldrei verður skrifuð, til er heimur hulinn bak við hinn sem allir mega sjá; en nú er það einmitt sá heimurinn sem allir mega sjá sem verður honum yrkisefni, og mest lagt upp úr einfaldri og stundum grófgerðri hnyttni. Guð- mundur Böðvarsson hefur ekki fyrr en nú verið afdalamaður í skáldskap sín- um, — en að vísu afdalamaður með næstum fullkomið vald á viðfangsefni sínu innan þeirra takmsrka sem hann setur því og sér. Saltkorn í mold er flokkur tuttugu og tveggja kvæða auk inngangs og eftirmála. Kvæðin eru öll formuð sem „erfimæli“, minningabrot um fólk sem nú er gengið og grafið; og þótt ekkert verði um það vitað og það skipti kannski ekki máli, virðist lesanda lang- 52 FÉLAGSBRÉF líklegast að flestöll kvæðin eigi sér „raunverulegar“ fyrirmyndir, að skáld- ið hagnýti sér nærtækan og kunnugleg- an efnivið, — jafnvel of nærtækan og kunnuglegan. Á einhvern hátt vantar útsýn í þessi kvæði; þótt þær svip- myndir sem þar er brugðið upp séu hnyttilegar og oft skemmtilegar brestur þær almennara skáldlegt gildi. Og þótt kvæðin séu víðs fjarri öllum venju- legum „eftirmælastíl“ er tónn þeirra á sinn hátt undarlega tilbreytingarlaus; ]>annig eru þau flestöll „skemmtileg“ bvert fyrir sig en bókin í heild heldur þreytandi aflestrar. Uppistaða allra kvæðanna er sem sagt skrýtlukennd frásögn af fólki því sem nú hvílir í Svarthamragarði að loknu lífsböli „á ströndinni frægu við hafið“ og lýst er svo í upphafskvæði: Hér stóðu þau öll að starfi og stunduðu land eða sjó, og glímdu við gæftaleysi og grasleysi oftast, — og þó var úthlutað dálitlum arfi til allra í þessum stað: frá Adam kom hálfétið epli, frá Evu: fíkjublað. Og kvæðin eru síðan ný og ný tilbrigði við þetta stef, brugðið upp skoplegum eða hálfskoplegum mannlífsmyndum úr sveitinni, stundum byggð sem ein skrýtla, um eitt skoplegt atvik eða til- svar, oftar þó ofin stutt frásögn um flsiri tilvik. Af þessu þrennu mótast heillegur svipur kvæðaflokksins: sam- eiginlegu formi, samstæðu yrkisefni, sömu viðhorfi skáldsins kvæði eftir kvæði. En þótt stöku persónur komi við sögu í fleiri kvæðum en einu, er flokk- urinn engin heild í víðari skilningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.