Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 31
SVAVA JAKOBSDÓTTIR Merkið Endalaus víðáttumikil slétta svo langt sem augað sá og beinir greið- færir vegir úr öllum áttum þaðan sem mættust himinn og jörð og í þennan græna garð. í garðinum miðjum var hvítmálað húsið með rauð- um gluggahlerum og allt í kringum það var grænt grasið og garðurinn sjálfur var ekki girtur staurum heldur grænu limgerði, sem skildi hann frá öðrurn görðum og götunni fyrir framan. Innan við limgerðið voru stór og laufrík tré, en miklu stærst var tréð í horninu, sem var svo voldugt, að lauf þess skipti sjálfum himninum í hláa, óreglulega reiti og rendur, stæði maður við rætur þess og horfði upp í gegnum laufið. Það var sunnudagur á hásumri um hádegisbil. Heiðgul Kanadasólin hékk beint niður úr himninum eins og risastór ljósapera og lýsti öll- um stöðum jafnt. í garðinum voru börn að leik. Þau voru næstum nakin og nekt þeirra í sólskininu var þeim svo eðlileg, að þau greindu ekki, hvar húð þeirra sleppti og sjálft loftið tók við. Börnin voru öll í horninu hjá stóra trénu. Þau minnstu gengu í einfaldri fylkingu með útréttar hendur framhjá því, önnur sátu eða stóðu hjá, en uppi í trénu sat telpa á viðarfjöl, sem var skorðuð milli trjábolsins og gildrar greinar. Þar sat telpan og dinglaði fótum og horfði niður á litlu börnin ganga í fylkingu. Minnsti drengurinn lét hendurnar falla. „Billy,“ kallaði telpan, „þú getur ekki verið engill, ef þú ert alltaf að missa kertið.“ Drengurinn svaraði engu en varð stúrinn á svip. „Anne, geturðu ekki skammað hann fyrir mig?“ kallaði telpan. „Nei,“ svaraði Anne, „þú getur gert það sjálf, ef þú endilega vilt.“ „Þú veizt það vel að ég get það ekki. Ég er Guð.” „Ég get þá verið Guð svolitla stund. Þú ert búin að vera hann nógu lengi.” FÉLAGSBRÉF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.