Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 44

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 44
Höf. segir sjálfur: „Vísindin geta ekki leitað skýringa hjá framliðnum, með- an við vitum ekki miklu meira um möguleika og takmörk fyrir því sem fram getur komið fyrir yfirskilvitlegar skynjanir hjá lifendum“ (bls. 240). 1 lok bókarinnar segir Schjelderup: „Við eigum langan veg fyrir höndum og við þörfnumst rannsókna, rann- sókna, og aftur rannsókna. Svo alltof litlu hefur verið hægt að koma í verk. Enda hafa fordómar og óraunhæf mót- staða allt fram á síðustu tíma lagt þar stein í götu“ (bls. 272). Ég hef hér að framan aðeins drepið á nokkur atriði úr hinni fróðlegu bók prófessors Schjelderups og hvergi nærri gert þeim viðhlítandi skil. Ég vona þó, að nokkur höfuðatriði hafi komið fram, sem sýna, hvað við vit- um um dulræn fyrirbæri og hvaða ástæður við höfum til að líta á þau sem yfirnáttúrleg teikn að handan. í stutlu máli: efnisfyrirbærin eru sennilega öll blekkingar; ósjálfráðar vitranir má í flestum tilfellum skýra út frá þekktum sálfræðilegum stað- reyndum, sömuleiðis ýmis miðilsfyrir- bæri, sem eiga að færa vitneskju að handan. Einhvern hluta þessara fyrir- bæra getum við þó ekki skýrt með þekktum staðreyndum, en þá er þess að gæta, að rannsóknir á ýmsum duld- ustu eiginleikum í sálarlífi okkar eru svo skammt á veg komnar, að fásinna væri að ætla, að við eigum ekki eftir að fá fyllri skýringar á þeim einnig, og þá að öllum líkindum í samræmi við önnur lögmál náttúrunnar, enda þótt ekkert sé hægt að fullyrða um það, á núverandi þekkingarstigi. 32 FÉLAGSBRÉF V. Hvaða ályktanir getum við dregið af þessum þrem bókum? Lítum fyrst á bók Jónasar Þorbergssonar, sem er fulltrúi andatrúar, sem sjálf- stæðrar trúarhreyfingar. Við getum séð upphaf andatrúar hjá frum- stæðum þjóðum nútímans, sem trúa á stokka og steina. Með æðri trúarbrögð- um tók hún á sig breytta mynd, sem birtist í galdra- og djöflatrú miðalda. Er raunvísindin héldu innreið í menn- ingu okkar, litaðist hún af rannsóknar- aðferðum þeirra. En í eðli sínu var hún alltaf hin sama. Hér á landi höf- um við fulltrúa fyrir öll þessi stig andatrúar. Trú á stokka og steina er enn all útbreidd, og enn eru til menn, sem boða djöfla- og galdratrú. Flestir eru þó á hinu síðastnefnda stigi, þar sem hin gamla hjátrú hefur verið íklædd nútímalegum búningi. I meg- inatriðum grundvallast andatrú Jónasar Þorbergssonar á þeirri þekkingu á eðli mannsins og náttúrunnar í heild sem fyrir hendi var á 19. öld er hinn svo- kallaði spiritismi myndaðist. Með austræna dulspeki sem uppistöðu rétt- lætir höf. hina gömlu íslenzku þjóð- trú innan þessa ramma. Þessari anda- trú svipar til hinna óæðri trúarbragða. Ekki aðeins eru trúarviðföngin (object) svipuð heldur stendur trúin eða fellur með þekkingu okkar á eðli náttúrunn- ar. í æðri trúarbrögðum er viðfangið svo fjarlægt og óskiljanlegt mann- inum, að það stendur stöðugt æðra mannlegri þekkingu. Æðri trú verður því aldrei sönnuð. Sr. Sveinn Víkingur virðist hafa fylgzt betur með framgangi sálarrann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.