Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 32
„Billy þarf þá ekki að vera með, ef hann vill það ekki.” Það var kannske betra, að Billy yrði látinn eiga sig. Hann var alltaf að gera eittlivað vitlaust og hún mátti ekki skamma hann, því að Guð var góður og elskaði alla og auk þess vildi hún ekki fyrir nokkurn mun fara niður úr hásæti Guðs þar sem hún stjórnaði leiknum og þar sem hún gat ímyndað sér, að hún sæi alla, alla jörðina. Hún treysti því heldur aldrei, að eitthvert hinna barnanna eyðilegði ekki Merkið, því að þetta var líka tréð með Merkið; tré flækinganna. Á börkinn voru ristar litlar rendur langsum og aðrar minni þversum, og þær litu út eins og margir krossar hlið við lilið, þegar maður horfði á þær úr dálítilli fjarlægð, en maður mátti ekki standa of langt frá, því þá sást Merkið alls ekki. Það var of hátt, til þess að hún gæti náð að snerta það, þegar hún stóð niðri á jörðinni, en stundum klifraði hún upp í neðstu trjágreinarnar og snerti Merkið varlega með fingurgómunum. Hún vissi, hvers konar Merki þetta var. Pabbi hennar hafði einu sinni gengið út, þegar kom- in var næstum nótt og orðið dimmt og þá sá hann mann, sem gekk hringinn í kringum stóra tréð og athugaði á því börkinn. Þetta var flækingur og hann sagði pabba hennar, að Merkið væri leynimerki flækinganna, og þar sem það væri, þar væri tekið vel á móti þeim og þar fengju þeir að borða. Eftir þetta fannst henni liún eiga leyndar- mál með öllum flækingum á jörðinni og hún gætti Merkisins vel, svo þeir yfirgæfu ekki húsið hennar og færu eitthvað annað. Og þegar þeir komu, stóð hún álengdar í lotningu, því að þetta voru menn, sem höfðu gengið á öllum þjóðvegum í heimi. Þeir þekktu allt og vissu allt. Þeir vissu, hvernig umhorfs var á línunni, þar sem himinninn kom niður á jörðina, og þeir höfðu séð allt, sem lnin ætlaði einhvern tíma að sjá. Hún óskaði þess, að hún væri strákur, svo hún gæti orðið flækingur, þegar hún væri orðin stór. Flækingar voru mestu menn í heimi. Og nú sat hún þarna í mynd Guðs, sem stjórnaði öllurn mönnum niðri á jörðinni og þegar henni varð litið út á götuna fyrir utan garðinn, sá hún mann nálgast. Hún gleymdi leiknum á svipstundu, því að hún sá, að þetta var flækingur. Hún þekkti þá alltaf. Hún vissi ekki hvernig, en þeir voru alltaf alvarlegri en aðrir menn, kannske af því þeir vissu svo mikið. Vitrir menn voru alltaf alvarlegir og brostu aldrei. Hún renndi sér niður úr trénu, kallaði til Anne, að hún mætti vera Guð svolitla stund, og svo hljóp hún upp að húsinu og staðnæmdist við runna, þar sem hún sá vel heim að dyrunum. Hún sá aftan á hann, þegar hann 20 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.