Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 77

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 77
og farsa. ÞaS vantaði bæði stíl og heildarsvip. Utkoman var semsagt heldur bág, og skal þó enganveginn gert lítið úr viðleitni einstakra leikenda við að bjarga því sem bjargað varð. Hlut- verkaskipun var skynsamleg, þegar lillit er tekið til liðskostar Þjóðleik- hússins, en satt að segja er sýning með yfir 40 leikendum því ofviða, og ég á bágt með að finna nokkra skynsamlega skýringu á vali þessa verkefnis. Guðbjörg Þorbjarnardóttir fór með hlutverk frænkunnar og átti marga góða spretti, en virtist yfirleitt vera of „klemmd“ eða þvinguð, gaf sér ekki fyllilega lausan tauminn. Fyrir bragðið varð frænkan litlausari en textinn gaf tilefni til. Hlutverkið er margbrotið, því mannlýsing frænkunn- ar er ekki alltaf sannfærandi — eða réttara sagt: hún er svo amerísk í öll- um háttum og hugsunarhætti, að í aug- um margra Evrópumanna hljóta eðlis- þættir hennar að jaðra við hreinar mót- sagnir: hún er í senn saklaus og lífs- reynd, grunnhyggin og skynsöm, vand- ræðaleg og orðheppin, feimin og fram- hleypin. Marga þessara þátta dró Guð- björg mjög skýrt fram, einkum þá 5iVeikari“, en skorti þrótt í atriðum þarsem lífsgleði og léttleiki frænkunn- ar áttu að njóta sín. Af öðrum leikendum urðu Sigríður Hagalín og Bessi Bjarnason eftirminni- legust. Sigríður gerði sér mikinn og bragðsterkan mat úr hlutverki einka- ''itarans, þó hér væri að vísu á ferðinni dálítið útjöskuð grínfígúra frá hendi höfundanna. Bessi lék lítið hlutverk veggfóðrarans með skoplegum ýkjum sem áttu vel við persónuna. Árni Tryggvason og Arndís Björnsdóttir voru einnig hvort með sínum hætti all- spaugilegar persónur, en eru bæði háð ákveðnum „kækjum“ sem valda því að mörg gamanhlutverk þeirra hafa áþekk- an blæ. Gísli Alfreðsson lék Patrick Dennis stálpaðan af látleysi og talsverðu ör- yggi, en leikur hans var helzti bragð- daufur og blæbrigðasnauður. Upson- hjónin voru hressilega leikin af Val Gíslasyni og Önnu Guðmundsdóttur, en Gloría dóttir þeirra varð afskræmi í túlkun Brynju Benediktsdóttur. Her- dís Þorvaldsdóttir fór þokkalega með hlutverk leikkonunnar og svipað má segja um Ævar Kvaran í hlutverki Burnsides. Stefán Thors lék Patrick Dennis á barnsaldri og stóð sig vel, framkoma eðlileg og framsögn skýr. Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar voru að því leyti í fullu samræmi við verk- ið og sýninguna, að þau voru óvönduð, en búningar leikenda allgóðir. Ástralski átthagaleikurinn „Sautjánda brúðan“ eftir Ray Lawler er gott leik- húsverk, vel byggt og auðugt að „and- rúmslofti“. Það er raunsæ lýsing á ævi- kjörum alþýðufólks í Ástralíu, en fram- ar öllu er það sannfærandi og nær- göngul lýsing á valdi blekkingarinn- ar, lífslyginnar í mannlegum viðskipt- um og þeim ósköpum sem yfir dvnja. FÉLAGSBRÉF 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.