Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1892, Blaðsíða 39
Stjórnartíðindi 1892 C. 10.
37
Yfirlit
yfir búnaðarskýrslurnar 1890 og 1891.
Skýrslur þœr um búnaðarástandið 1890 og 1891, er að framan eru préntaðar,
eru teknar eptir saman dregnum skýrslum sýslumanna og amtmanna, en hreppaskýrsl-
urnar hafa því miður ekki verið við hendina til samanburðar, svo að einungis augljósar
reikningsviJlur hafa getað orðið lagfærðar. í hinum saman dreguu skýrslum úr norður-
og austuramtinu vantar allar upplýsingar um tölu framteljenda og tölu býla, og hefir því
hin fyrnefnda tala ekki orðið sett þar, en tala býla í þeim fjórðungum er sett eptir tölu
jarða samkvæmt jarðabókinni, og sömuleiðis í Skaptafellssýslu, Barðastrandarsýslu og ísa-
fjarðarsýslu, er eins stóð á um. þar sem vantað hefur í skýrslurnar tölu ábúðarhundraða.
hefur hún einnig verið talin eptir jarðabókinni.
Um trúverðugleika skýrslnanna er líkt að segja og að undanförnu. það er mikið
mein, hve lítið far ýmsir sýslumenu virðast gjöra sjer um það, að heimta saman upplýs-
ingar þær, er vanta úr ýmsum hreppum, og hve litla rækt þeir yfir höfuð virðast leggja
við að gjöra þessar mikilsverðu skýrslur viðunanlega úr garði. Sjerstaklega eru skýrsl-
urnar um ræktað og yrkt land, um jarðabætur og jarðagróða ákaflega götóttar og óáreið-
anlegar, eins og síðar mun á drepið.
það er ástæða til að álíta, að skýrslurnar um nautpening sjeu einna áreiðanleg-
astar, með því að flestum hreppstjórum mun vera nokkurn veginn kuunugt um kúabú
hreppsmauna sinna. Samkvæmt skýrslum þessum hefur nautpeningi fjölgað talsvert þessi
2 ár, síðan 1889. þess ber að geta, að í yfirliti yfir búnaðarskýrslurnar fyrir 1888 og
1889 (Stjt. 1890 C, bls. 40) er ranglega talið, að tala veturgamalla nautgripa og eldri
hafi árið 1889 fallið úr 16989 árið áður niðurí 16091, svo að árið 1889 hafi verið lægsta
ár sem sögur fara af í því tilliti. þetta er sprottið af lítilsháttar reikningsvillu; naut-
gripir alls árið 1889 voru 18546 eptir skýrslunum, þar af 1455 kálfar, og veturgamlir
nautgripir og eldri þannig 17091 en ekki 16091.
Nautgripa-eign hefur þannig verið heldur meiri 1889 heldur en 1888 og síðan allt-
af farið vaxandi, eins og sjest á eptirfylgjandi töflu:
Arið 1888 var tala veturgamalla nautgripa og eldri: 16989
_ 1889 — — — — — — 17091
— 1890 — — — — — — 18038
_ 1891 _ _ _ _ _ — 19658
3?rjú síðustu árin hefur tala veturgamalla nautgripa og eldri þannig aukizt um rúm 2600
eða freklega 15 j°. þegar kálfar eru með taldir er fjölgun nautgripa meiri, og eru lík-
indi til að fjölgunin aukist, með því að rniklu fleiri kálfar hafa verið látnir lifa síðustu
úrin en áður.
Árið 1889 voru kálfar.......................... 1455
— 1890 — — 2909
_ 1891 _ — 2977
eða rúmlega tvöfalt fleiri en 1889.
Tala sauðfjár hefur einnig aukizt að miklum mun þessi 2 síðustu ár, þrátt fyrir
utflutning á lifandi fje, er aldrei áður mun hafa verið jafnmikill eius og eiumitt þessiár
Þykir mega fullyrða, hvað sem í verzlunarskýrslunum stendur, að út flutt hafi verið að
minnsta ko3ti 60—70 þúsund fjár hvort árið um sig; vitaskuld er, að útflutningurinn 1891
hefur engin áhrif á þessar skýrslur, sem eru miðaðar við fjáreignina í fardögum.