Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1892, Blaðsíða 81
79
víst, að það hafi staðið sjóð þessum mjög fyrir þrifurn, að hanu máttí eigi taka meir eö
4 jo í vexti af lánum, sem fasteignarveð voru fyrir, en slik lán eru langalmennust hjer á
landi. — Sjóðs þessa er eigi getið í skýrslunum lijer að framan, bæði sakir þess, aó hann
átti sjer svo skammau aldur, og eins vegna þess, að mjög litlar upplýsingar var að fá um
starfsemi hans. — þó skal þess geuð, aðíblaðinu »Norðanfaia« eru bæði árið 1869 og 1870
prentuð stutt ágrip af reikningum sjóðsins fyrir tímabilin frá 11. rnaiz 1868 til 11. marz
1869 og frá 11. rnarz 1869 til 11. marz 1870. — Voru iuniög í sjóðnum 11. marz 1869:
3395 kr. og varasjóöur eða ábyrgðarsjóður 412 kr. — í útlánum átti sjóðurinu rúm 3000
kr. og að auki kgl. ríkisskuldabrjef, hljóðandi upp á 800 kr. — J lok síðara reikuingstíma-
bilsins eru innlögin talin 3515 kr., varasjóður 467 kr., útlán tæp 3200 kr., auk 800 kr.
í kgl. ríkisskuldabrjefum, peningar í sjóði 116 kr. — Af þessu sjest, að sjóðurinn hefur átt
talsvert erfitt uppdráttar, þar sem starfsfje bæði er tiltölulega lítið og varasjóður hans,
eptir að minnsta kosti 2 ára starfstíma, er lítið annað en ábyrgðarfje það, er stofnendur
hans strax lögðu í sjóðinn, og vextir af þvl.
Næsti sparisjóður, er sögur fara af, er sparisjóður Eeykjavíkur. Lög sjóðs þessa
eru samin og undirskrifuð af stofnendunum 9. marz 1872. Stofuendur voru 12 menn í
Beykjavík og að auki 4 aðrir, 1 úr hverri þessara 4 sýslna: Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Borgarfjarðarsýslu, Arnessýslu og Eangárvallasýslu. Sjerhver stofnendanna skuldbatt sig
til að svara allt að 200 kr. hver fyrir halla eða tjón það, er sjóðurinn kynni að verða
fyrir og hann sjálfur ekki gæti staðið straum af.— Móti miuna iunlagi en 67 aur. íhvert
skipti mátti ekki taka. Vextir byrjuðu þegar 6 kr. voru lagðar í sjóðinn og voru reikn-
aðir frá 11. degi þess mánaðar er fjeð var lagt inn í, ef það var gjört fyrir þann dag,
en elia frá 11. degi næsta máu&ðar á eptir. Helztu forgöngumenn þessarar sjóðstofnun-
ar munu hafa verið þeirArni laudfógeti Thorsteinsson og Halldór Guðmundsson fyrv. ad-
junkt. — Eins og skýrslurnar hjer að framan bera með sjer og óður er tekið fram, lagð-
ist sjóður þessi niður sem sjerstakur sjóður og var steypt saman við sparisjóðsdeild lands-
bankans í apríl 1887.
Arið 1873, í ársbyrjun, er enn stofnaður nýr sparisjóðnr, sparnaðarsjóðurinn
á Siglufirði; — Gengust þeir Snorri sál. Pálsson á Siglufirði og Einar bóudi
Guðmundsson á Hraunum mest fyrir stofnun þess sjóðs, meðal annars til þess, »að
koma í veg fyrir óþarfa kaup og eyðslusemi, en geyma og ávaxta fje efnalítilla manna,
sem þeir kynnu að hafa afgangs, og á þennan hátt hvetja þá til sparnaðar og reglusemi«.
— Stofnendur voru 8 »fyrst um sinn« og ábyrgjast allt að 50 kr. hver til tryggingar því
að sjóðurinn standi í skilum. — Ef stofnendum fjölgaði áttu þeir að vera sömu skuld-
bindingum háðir og hinir. — Við innlögum er tekið annaðhvort í penmgum eða gjald-
gcngum verzlunarvörum, þó eigi minna en 2 kr. í hvert skipti. — Eje byrjar að ávaxtast
mánuði eptir að það er lagt í sjóðinn.
Árið 1874, þjóðhátíðarárið, er enginn sparisjóður stofnaður. En samt má telja það
ár merkisár í sögu sparisjóða hjer á landi, því að þá kemur út, 5. jauúar, tilskipun um
hlunnindi lianda sparisjóðum. En hlunnindi þessi voru einkum í þvi fólgin að leyfa mátti
sparisjóðum að taka liærri vexti en 4 af hundraði, þó lánað væri gegn fasteignarveði, en
þetta var bæði þeim og öðrum anuars óheimilt, þangað til lög um vexti 7. febr. 1890
öðluðust gildi. Hlunnindi þau, sem sparisjóðir áttu, samkvæmt nefndri tilskipun, kost á
að verða aðujótandi, hafa vitanlega átt mikinn þátt í því að efla vöxt og velgengni slíkra
sjóða hjer á landi.
Síðari hluta ársins 1875 er nýr 6parisjóður stofnaður, sem sje »Sparisjóður Álpta-