Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1892, Blaðsíða 117
115
Virðingarverð einstakra kaupstaða hefur gengið niður síðan 1887 á þessuin stöð-
um : á Vestmanneyjum hefur það lækkað um hjer um bil 12000 kr., á Akranesi um
hjer um bil 7000 kr., á Blönduósi um hjer um bil 6000 kr., og á Eskifirði um hjer um
bil 6000 kr. Á tveimur fyrstu stöðunum hefur þetta atvikast við það að hús hafa verið
virt upp aptur, og hafa verið metin lægra i síðara sinnið. Allir þessir staðir eru þó virtir
tvöfallt hærra og meira, en þeir voru virtir 1879, nema Vestmannaeyjar, sem ekki eru
alveg tvöfallt hærri. Vöxtur helztu kaupstaða frá 1879 til 1891 sjest bezt af eptirfylgj-
andi töflu :
kaupstaðir eða virðingarverð virðingarverð vöxtur hve
kauptún 1879 1891 margir af 100
Vestmannaeyjar .... 51791 kr. 87400 kr. 69
Eyrarbakki ... 38150 — 101124 — 160
Keflavík 37800 — 94650 — 150
Hafnarfjörður ... 78450 — 164760 — 110
Reykjavík 946671 — 1951780 — 106
Akranes 17700 — 53100 — 200
Stykkishólmur 96670 — 109370 — 13
Isafjörður 191882 — 385972 — 101
Sauðárkrókur ' 24210 — 74060 — 206
Akureyri 122875 — 208193 — 169
Voonafjörður 15236 — 60647 — 298
Seyðisfjarðarhr . ... 63810 — 249030 — 290
Eskifjörður .... 43642 — 99900 — 129
Á öllu landinu i heild sinni ’ hefur virðingarverð húseigna stigið frá 1879 til 1891
um 121g.
Af öllum kaupstaðarhúsum á landinu stendur allt að því helmingurinn í Beykjavík,
ef litið er á virðingarverðið. 1879 vantaði hana að eins 16000 kr. til að vera helmingur
virðingarverðs af öllum kaupstöðunum á landinu, en 1891 vantar hana 175 þús. krónur
til þess; þótt hún vaxi svo að hún tvöfaldi virðiugarverð sitt á 11 árum, hefur hún samt
ekki við, hinir kaupstaðirnir halda enn fljótar áfram. Virðingarverð húsa í Reykjavík
hefur stigið þannig:
1879 kr. 1887. 1747 þús. kr.
1880 ....1007 — — 1888. 1839 — —
188 L—85 ....1336 — — 1889. 1893 — —:
1886 . ..1607 — — 1890. 1921 — —
1891.. 1951 þús. kr.
Virðingarverðið hefur þessi ár tvöfaldast á 11 árum, en til þess að tala húseigna
tvöfaldist, virðist þurfa hjer um bil 20 ár. Að þetta hvorttveggja ekki getur fylgst að,
kemur af því að nú eru almennt gjörðar nokkuð meiri kröfur til húsnæðisins en áður,
og svo af því, að síðari árin tiðkast að byggja ofan á eldri hús, svo húsrúmin vaxa án
þe88 að húsunum fjölgi. í C-deild Stjórnartíðindanna 1883, var bent á að bærinu hefur
á 19 öld tvöfaldað íbúatölu sína á hverjum 27 árum, og af því var dregin sú ályktun, að bæjar-
búar muDdu verða 5000 manns kringum 1907. 1890 var íbúatala bæjarins 3886, og af
þvi mætti öllu fremur ráða, að Reykvíkingar yrðu um 5000 manns 1900 eu ekki 1907,
og 10000 manns fremur 1920, enn 1934. Reykjavík hefur nú fengið götunöfn og númer
á húsin, eins og venja er til í öllum bæjum sem nokkuð kveður að, þetta hefur ekki
verið hreinn óþarfi, sem væntanlega sjezt af töfluuni hjer á eptir um virðingarverð helztu