Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1892, Blaðsíða 75
73
Stjórnai’tíSindi 1892 C. 19.
Um innlög í sjóðina og útborgun á innlögum er það að segja að af reikningum
sumra sjóðanna t. d. sparisjóðanna í Hafnarfirði og á Akureyri hefir eigi verið unnt að
sjá hve mikið lagt hefir verið inn eðurborgað út á hlutaðeigandi reikningstímabili. Reikn-
ingarnir hafa að eins gefið upplýsingar um það, hve há innlögin hafi verið í byrjun reikn-
ingstímabilsins og nptur í lok reikningstímabilsins, en af þessu má auðvitað sjá, hvort
8jóðnum hefur farið fram eða aptur á reikningstímabilinu. Opt hefur það heldur eigi
sjezt greinilega, hve miklu vextir þeir af innlögum hafi numið, er lagðir hafa verið við
höfuðstól árlega, og jafnaðarlega hefur verið ómögulegt að sjá hvort að dagvextir væru
taldir með í útborguðum innlögum eður eigi.
Með varasjóði sparisjóðanna er eigi annað talið en það, sem sjóðirnir 1 lok reikn-
ingstímabilsins hafa fengið inn og átt sem skuldlausa eign umfram skuldbindingar sínar-
Eigi er þó ómögulegt, að á stöku stað kunni, þó eigisjáist það af reikningságripunum, að
vera talið með eignnm varasjóðs eitthvað af áföllnum en ógreiddum útlánsvöxtum.
Gróði á reikningstímabilinu er það talið, er varasjóður hefur aukizt um frá næsta
reikningstímabili á undan. f>ar sem -f- er sett fyrir framan töluna í gróðadálkinum hafa
sjóðirnir tapað.
f>að er eigi nema á stöku stað, að fullnægjandi upplýsingar hafa fengizt um það^
hvernig fje sjóðnnna hefur verið ávaxtað. Að vísu hafa reikningságripin nálega ætíð bor-
ið með sjer, hve útlánin hafi alls verið há í lok viðkomandi reikningstimabils, en hitt
hefur mjög sjaldan verið unnt að sjá með vissu hve mikið af lánunuin hefur verið tryggt
með veði í fasteign, hve mikið hefur verið í sjálfskuldarábyrgðarlánum, 1 lánum gegn hand-
veði o. s. frv. í hlutaðeigandi dálkum hjer að framan hefur því mjög víða orðið að hafa eyður
sakir ónógra eður alls engra upplýsinga í þessu efni og þó er eigi grunlaust um, að sumt
ai því, sem þar er talið tryggt gegn veði í fasteign sje í rauninni sjálfskuldarábyrgðar-
lán, þó það í reikningságripunum hafi verið kallað »veðlán«.
Um víxillán eða ávísanalán hjá sparisjóðum mun örsjaldan vera að tala; þó skal
þess getið, að stöku reikningságrip, t. d. frá sparisjóðnum í Hafnarfirði, hafa borið það
nieð sjer, að hlutaðeigandi sjóðir hafi keypt víxla, en auðvitað í smáum stýl.
Upphæðir kgl. ríkisskuldabrjefa hafa.hjá þeim sjóðum, er slfk verðbrjef eiga, verið
talin með »lánum gegn annari tryggingu« f skýrslunum hjer að framan.
Að því er snertir ávöxtun á fje sparisjóðsdeildar landsbankans, peningaforða henn-
ar o. fl. skal vísað til þess, sem tekið er fram á bls. 61 hjer að framan.
Allvíða, en þó hvergi nærri allstaðar, hefur mátt fá upplysingar um það af reikn-
ingságripum sjóðanna, hve mikill hinn árlegi kostnaður við sjoðina hefur verið, en mjög
óvíða hefur verið unnt að sjá, í hverju kostnaður þessi hefur verið fólginn. Um laun til
®tjórnenda eðnr starfsmanna sjóðanna er naumast að tala. f>ó má geta þess að gjaldkeri
8parisjóðsins á ísafirði hefur nokkra þóknun fyrir starfa sinn og ef til vill sömuleiðis þeir
menn, er endurskoða reikning sjóðsins. Enn fremur fá starfsmenn Söfnunarsjóðsins (bók-
ari 0g fjehirðir) einhverja lítilfjörlega þóknun fyrir sinn starfa. Að öðru leyti mun kostn-
aðurinn mestmegnis stafa af ritfangakaupum, prentun eyðublaða o. fl. og ef til vill á stöku
stað lítilfjörlegri húsaleigu.
Með aðaluppliceð sjóðanna er átt við þá upphæð, ér samanlagðar eigur eður starfs-
fje hvers eiustaks sjóðs hafa numið í lok reikningstímabilsins. Um mismun þann á
activa og passiva þsirra, er hjer eru taldar, sem á stöku stað kemur fram 1 skýrslunum
^jer að framan, skal vísað til þess, sem tekið er fram í athugasemdunum við hin ein-
?töku ár.