Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1892, Blaðsíða 45
43
Við framanstandandi töflu athugast, að fólkstalan í hinum einstöku sýslum 1831
er tekin eptir húnaðarskýrslum fyrir suðuramtið frá því ári, er vjer höfum haft undir
hendi, og kemur hin samanlagða fólkstala í amtinu, þegar þessar tölur eru samanlagðar
ekki heim við fólkstöluna í suðuraratiuu, sem hjer að framan hefir verið tekin eptir áð-
urnefndum ritlingi Bjarna amtmanns Thorsteinsens »Om Islands Folkemængde og ökonom-
iske Tilstand«, heldur verður fólkstalan eptir búnaðarskýrslunum nokkru minni (mismun-
ur 1638). 1 nýnefndum ritlingi er tekið fram, að lægri talan (eptir búnaðarský'rslunum)
muni vera rjettari, því að grundvöllurinn fyrir hinni tölunni er áætlun eptir töiu fæddra
og dáinua frá síðasta fólkstalsári þar á undan. Með því að þessi aðferð hefur þó verió
lögð til grundvallar fyrir skýrslum þeim um fólksfjölda, er optnefndum ritlingi fylgja, og
sem vjer höfum orðið að leggja til grundvallar að því er fólkstöluna í hinum ömtunum
snertir, þá höfum vjer að framan orðið að halda hærri tölunni einnig í suðuramtinu, en
það getur væntanlega ekki raskað rjetturu hlutföllum að neinum mun.
Mannfjöldinn árið 1891 er tekinn eptír skýrslum þeim, er samdar hafa verið um
manntalið 1. nóv. 1890.
Til þess að sjeð verði, hvernig apturföiin í suðuramtinu kemur fram í hinum
einstöku hreppum og hverjum tegundum nautgripa, sauðfjár og hesta hefur fækkað og
fjölgað mest, er settur eptirfylgjandi samanburður á öllum hreppum í suðuramtinu árin
1831 og 1891.