Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1892, Blaðsíða 105
103
eigi alllítið, en þó mest árið 1887, því þá hefir hún hrapað niður um 110. Árið 1889 er
þeim aptur farið að fjölga, þótt lítið sje.
Gjaldskyldu tekjurnar hafa þannig hrapað niður mjög mikið og árið 1887 enda meir
að tiltölu en gjaldþegnatalau. Áætluðu tekjurnar halda sjer betur, þótt þær lækki líka,
en það kemur af því, að frá þeim eru, fyrir utan umboðskostnað, dregnir vextir af
þinglesnum veðskuldum. Bn veðskuldir hafa mikið aukizt síðan bankinn var stofnaður,
og því hefir þessi frádráttarliður hækkað drjúgum eða um rúmlega 60 °/» frá þeim tíma.
Lækkun verðlagsskránna 1887—1889 á mikinn þátt í að eignartekjurnar lækka
þau árin. Eignartekjurnar, sem skattur er greiddur af, munu einkum og sjer í lagi vera
jarðarafgjöld og afgjaldið eða eptirgjaldið er venjulega ákveðið í sauðum eða smjöri, sem
skattanefndirnar því reikna til peninga eptir því verði, sem á það er sett í verðlags-
skránum.
Ef meðaltal er tekið fyrir allt land, þá var meðalverð á:
Arin Veturgömlum Meðalverð allra
sauðum, Smjöri, meðalverða,
alinin á alinin á alinin á
1877 94 64 58
1878 91 61 57
1879 90 61 55
1884 101 70 57
1885 107 68 57
1886 98 67 55
1887 81 61 50
1888 32 50 49
1889 86 60 50
Sjeu eignartekjurnar bornar hjer saman við, þá má sjá að gangurinn frá ári til
árs er b'kur, þótt eigi verði sagt, að eignartekjurnar og verðlagsskrárnar haldist fyllilega
í hendur. Afleiðingin af, að verðlagsskrárnar lækka, er eigi að eins sú, að eignatekjurn-
ar lækka, heldur fækkar einnig töln gjaldþegna þar af leiðandi. |>að má eigi miklu inuna
til þess að þeir, sem að eins liafa 50 kr. í eignartekjur eða rúmlega það, komist niður
fyrir skattatakmarkið og hverfi þannig úr gjaldþegnatölunni. Eptirfylgjandi skýrsla sýnir,
að þeir eru allmargir, nálega þriðjungur allra gjaldenda, sem að eins hafa 50 kr.—74 kr.
í eignartekjur, og að það er hjer um bil helmingur allra gjaldenda, sem hefur undir 100
kr. í eignartekjur.