Ljóðormur - 01.12.1990, Side 44

Ljóðormur - 01.12.1990, Side 44
42 Czcslaw Milosz Vertu ekki of sjálfumglaður. Skáldið man. Búðu því hei — nýtt fæðist. Skrásett verða orð þín og gjörðir. Betur hæfðu þér þá að vetrarmorgni snara og grein er svignar undan þunga þínum. Washington, 1950 Úr septemberljóði Hverjum leikur þú svo ijörugt lag í morgunsár? Þar gapa gluggatóftir. Þar rís stigi án húss. Þér leik ég, mín fegursta, þér, draumaborg, þér, döprustu borg borga. Mót Við skröltum á kerru yfir frosna akra að morgni. Rauður vængur reis við aftureldingu. Héri stökk snarlega þvert yfir veginn. Annar okkar benti á hann. Það var fyrir löngu. Hvorugur lifir nú, hvorki hérinn né maðurinn sem benti. Ó ást mín, hvar eru þeir, hvert fara þeir handarvik, andartakshreyfing, glamrandi smásteinar. Það er undrun, ekki harmur, sem veldur þeirri spurn. Wilno, 1937 Amór Hannibalsson þýddi.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.