Frón - 01.01.1943, Síða 9

Frón - 01.01.1943, Síða 9
Stofnun Félags íslenzkra stúdenta í Kaups mannahöfn og fyrstu starfsár Eftir Dr. Sigfús Blöndal. austiS 1892, er ég kom hingað til Kaupmannahafnar, var ekki til neitt íslenzkt stúdentafélag í borginni. Yms þess- konar félög höfðu veriS þar áSur, en öll veriS fremur skammlíf. Aftur á móti var til íslendingafélag, risiS upp úr rústum eftir klofningu og miklar deilur, úr »Tryggu leifunum« (o: fylgis- mönnum Tryggva Gunnarssonar og Hannesar Hafsteins) og »Finn- löppunum« (fylgismönnum Finns Jónssonar). Petta endurrisna Islendingafélag stóS þá meS miklum blóma, undir forustu Ólafs Halldórssonar skrifstofustjóra, síSar FriSriks Hallgrímssonar (síSar dómkirkjuprests), D. Thomsens (síSar konsúls) og Stein- gríms Jónssonar frá Gautlöndum (síSar sýslumanns). En í því félagi voru aldrei umræSur um stjórnmál, og eins og þá stóS. á, var ekkert eSlilegra en aS ýmsum af okkur yngri mönnum kæmi þaS illa aS viS höfSum ekki tækifæri til aS ræSa þau mál, sem viS höfSum mikinn áhuga á. I5a5 var samt til einskonatf leynifélag, sem ræddi stjórnmál, og var Dr. Valtýr GuSmundssoh aSalmaSurinn í því, og í því nokkrir eldri og reyndari mcnn, en allur þorri stúdenta kom þar hvergi nærri. Pá var þaS aS þeir Bjarni Jónsson frá Vogi, sem þá las klassiska málfræSi og þýzku hér viS háskólann, og GuSmundur Björnsson (síSar landlæknir) hófust handa og stungu upp á því aS stofna almennt íslenzkt stúdentafélag, þar sem menn legSu aSaláherzluna á umræSufundi, og meSal annars gætu rætt um íslenzk stjórnmál, og jafnvel látiS eitthvaS til sín taka út á viS, ef þurfa þætti. Bjarni Jónsson bar þá höfuS og herSar yfir flesta stúdenta. Hann hafSi þegar í skóla fengiS orS á sig sem námsmaSur, og Jón rektor Þorkelsson hafSi tekiS hann aS sér og styrkt hann til náms. Hann var mjög vel látinn af félögum sínum, fjörugur og vel máli farinn. Hann stundaSi málfræSisnám sitt ekki af sérlegu kappi, en las allmikiS á öSrum sviSum, einkum heimspekisrit, og gekk í prívatæfingar hjá próf. Höffding, 1*

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.